Þörungar gætu hraðað bráðnun Grænlandsjökuls Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2017 13:54 Grænlandsjökull bráðnar nú hratt vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Vísir/AFP Vísindamenn hafa áhyggjur af því að aukinn vöxtur þörunga á Grænlandsjökli geti hraðað bráðnun hans og þar af leiðandi hækkað yfirborð sjávar meira en spár hafa gert ráð fyrir. Hlýnandi loftslags hefur hleypt kappi í þörungagróðurinn. Þörungarnir dekkja yfirborð ísþekjunnar sem veldur því að hún drekkur í sig meiri sólargeislun og bráðnar meira en ella. Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC kemur fram að vísindamenn hafi aðeins nýlega beint sjónum sínum að áhrifum þörunganna á bráðnun íssins á Grænlandi þó að öld sé liðin frá því að þeirra varð fyrst vart þar. Ekki er þannig gert ráð fyrir áhrifum þörunga í spám loftslagsvísindamanna um hækkun yfirborðs sjávar í síðustu skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) árið 2013.Reyna að átta sig á umfangi bráðnunarinnarBráðnun Grænlandsjökuls hækkar nú yfirborð sjávar á heimsvísu um allt að millímetra á ári. Bráðnaði jökullinn allur myndi hann hækka sjávarstöðuna um sjö metra. „Fólk hefur miklar áhyggjur af möguleikanum á því að íshellan gæti bráðnað hraðar og hraðar í framtíðinni,“ segir Martyn Tranter frá Háskólanum í Bristol sem rannsakar nú þörungana við BBC. Tranter segist telja að hlýnun jarðar valdi því að þörungarnir sölsi undir sig æ stærri svæði á íshellunni. Það geti hraðað bráðnuninni og hækkun yfirborðs sjávar. „Verkefni okkar er að reyna að skilja hversu mikli bráðnun gæti átt sér stað,“ segir hann. Markmiðið er að hægt verði að taka áhrif þörunganna með í reikninginn í tölvulíkönum sem spá fyrir um bráðnun og hækkun yfirborðs sjávar. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Bráðnun á Grænlandi gæti valdið þurrki í Afríku Ferskvatn úr bráðnandi Grænlandsjökli gæti raksað hafstraumum og breytt veðurfari á viðkvæmu svæði í Afríku. Þurrkur og uppskerubrestur gæti valdið hörmungum fyrir milljónir manna þar samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. 6. júní 2017 22:02 Yfirborð sjávar hækkar hraðar Bráðnun Grænlandsjökuls og annarra jökla á landi vegna hnattrænnar hlýnunar hefur stuðlað að því að yfirborð sjávar hækkar nú hraðar en fyrir rúmum tveimur áratugum. 27. júní 2017 11:44 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Innlent Jón Steindór aðstoðar Daða Má Innlent Fleiri fréttir Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Vísindamenn hafa áhyggjur af því að aukinn vöxtur þörunga á Grænlandsjökli geti hraðað bráðnun hans og þar af leiðandi hækkað yfirborð sjávar meira en spár hafa gert ráð fyrir. Hlýnandi loftslags hefur hleypt kappi í þörungagróðurinn. Þörungarnir dekkja yfirborð ísþekjunnar sem veldur því að hún drekkur í sig meiri sólargeislun og bráðnar meira en ella. Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC kemur fram að vísindamenn hafi aðeins nýlega beint sjónum sínum að áhrifum þörunganna á bráðnun íssins á Grænlandi þó að öld sé liðin frá því að þeirra varð fyrst vart þar. Ekki er þannig gert ráð fyrir áhrifum þörunga í spám loftslagsvísindamanna um hækkun yfirborðs sjávar í síðustu skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) árið 2013.Reyna að átta sig á umfangi bráðnunarinnarBráðnun Grænlandsjökuls hækkar nú yfirborð sjávar á heimsvísu um allt að millímetra á ári. Bráðnaði jökullinn allur myndi hann hækka sjávarstöðuna um sjö metra. „Fólk hefur miklar áhyggjur af möguleikanum á því að íshellan gæti bráðnað hraðar og hraðar í framtíðinni,“ segir Martyn Tranter frá Háskólanum í Bristol sem rannsakar nú þörungana við BBC. Tranter segist telja að hlýnun jarðar valdi því að þörungarnir sölsi undir sig æ stærri svæði á íshellunni. Það geti hraðað bráðnuninni og hækkun yfirborðs sjávar. „Verkefni okkar er að reyna að skilja hversu mikli bráðnun gæti átt sér stað,“ segir hann. Markmiðið er að hægt verði að taka áhrif þörunganna með í reikninginn í tölvulíkönum sem spá fyrir um bráðnun og hækkun yfirborðs sjávar.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Bráðnun á Grænlandi gæti valdið þurrki í Afríku Ferskvatn úr bráðnandi Grænlandsjökli gæti raksað hafstraumum og breytt veðurfari á viðkvæmu svæði í Afríku. Þurrkur og uppskerubrestur gæti valdið hörmungum fyrir milljónir manna þar samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. 6. júní 2017 22:02 Yfirborð sjávar hækkar hraðar Bráðnun Grænlandsjökuls og annarra jökla á landi vegna hnattrænnar hlýnunar hefur stuðlað að því að yfirborð sjávar hækkar nú hraðar en fyrir rúmum tveimur áratugum. 27. júní 2017 11:44 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Innlent Jón Steindór aðstoðar Daða Má Innlent Fleiri fréttir Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Bráðnun á Grænlandi gæti valdið þurrki í Afríku Ferskvatn úr bráðnandi Grænlandsjökli gæti raksað hafstraumum og breytt veðurfari á viðkvæmu svæði í Afríku. Þurrkur og uppskerubrestur gæti valdið hörmungum fyrir milljónir manna þar samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. 6. júní 2017 22:02
Yfirborð sjávar hækkar hraðar Bráðnun Grænlandsjökuls og annarra jökla á landi vegna hnattrænnar hlýnunar hefur stuðlað að því að yfirborð sjávar hækkar nú hraðar en fyrir rúmum tveimur áratugum. 27. júní 2017 11:44