Þörungar gætu hraðað bráðnun Grænlandsjökuls Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2017 13:54 Grænlandsjökull bráðnar nú hratt vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Vísir/AFP Vísindamenn hafa áhyggjur af því að aukinn vöxtur þörunga á Grænlandsjökli geti hraðað bráðnun hans og þar af leiðandi hækkað yfirborð sjávar meira en spár hafa gert ráð fyrir. Hlýnandi loftslags hefur hleypt kappi í þörungagróðurinn. Þörungarnir dekkja yfirborð ísþekjunnar sem veldur því að hún drekkur í sig meiri sólargeislun og bráðnar meira en ella. Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC kemur fram að vísindamenn hafi aðeins nýlega beint sjónum sínum að áhrifum þörunganna á bráðnun íssins á Grænlandi þó að öld sé liðin frá því að þeirra varð fyrst vart þar. Ekki er þannig gert ráð fyrir áhrifum þörunga í spám loftslagsvísindamanna um hækkun yfirborðs sjávar í síðustu skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) árið 2013.Reyna að átta sig á umfangi bráðnunarinnarBráðnun Grænlandsjökuls hækkar nú yfirborð sjávar á heimsvísu um allt að millímetra á ári. Bráðnaði jökullinn allur myndi hann hækka sjávarstöðuna um sjö metra. „Fólk hefur miklar áhyggjur af möguleikanum á því að íshellan gæti bráðnað hraðar og hraðar í framtíðinni,“ segir Martyn Tranter frá Háskólanum í Bristol sem rannsakar nú þörungana við BBC. Tranter segist telja að hlýnun jarðar valdi því að þörungarnir sölsi undir sig æ stærri svæði á íshellunni. Það geti hraðað bráðnuninni og hækkun yfirborðs sjávar. „Verkefni okkar er að reyna að skilja hversu mikli bráðnun gæti átt sér stað,“ segir hann. Markmiðið er að hægt verði að taka áhrif þörunganna með í reikninginn í tölvulíkönum sem spá fyrir um bráðnun og hækkun yfirborðs sjávar. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Bráðnun á Grænlandi gæti valdið þurrki í Afríku Ferskvatn úr bráðnandi Grænlandsjökli gæti raksað hafstraumum og breytt veðurfari á viðkvæmu svæði í Afríku. Þurrkur og uppskerubrestur gæti valdið hörmungum fyrir milljónir manna þar samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. 6. júní 2017 22:02 Yfirborð sjávar hækkar hraðar Bráðnun Grænlandsjökuls og annarra jökla á landi vegna hnattrænnar hlýnunar hefur stuðlað að því að yfirborð sjávar hækkar nú hraðar en fyrir rúmum tveimur áratugum. 27. júní 2017 11:44 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Vísindamenn hafa áhyggjur af því að aukinn vöxtur þörunga á Grænlandsjökli geti hraðað bráðnun hans og þar af leiðandi hækkað yfirborð sjávar meira en spár hafa gert ráð fyrir. Hlýnandi loftslags hefur hleypt kappi í þörungagróðurinn. Þörungarnir dekkja yfirborð ísþekjunnar sem veldur því að hún drekkur í sig meiri sólargeislun og bráðnar meira en ella. Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC kemur fram að vísindamenn hafi aðeins nýlega beint sjónum sínum að áhrifum þörunganna á bráðnun íssins á Grænlandi þó að öld sé liðin frá því að þeirra varð fyrst vart þar. Ekki er þannig gert ráð fyrir áhrifum þörunga í spám loftslagsvísindamanna um hækkun yfirborðs sjávar í síðustu skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) árið 2013.Reyna að átta sig á umfangi bráðnunarinnarBráðnun Grænlandsjökuls hækkar nú yfirborð sjávar á heimsvísu um allt að millímetra á ári. Bráðnaði jökullinn allur myndi hann hækka sjávarstöðuna um sjö metra. „Fólk hefur miklar áhyggjur af möguleikanum á því að íshellan gæti bráðnað hraðar og hraðar í framtíðinni,“ segir Martyn Tranter frá Háskólanum í Bristol sem rannsakar nú þörungana við BBC. Tranter segist telja að hlýnun jarðar valdi því að þörungarnir sölsi undir sig æ stærri svæði á íshellunni. Það geti hraðað bráðnuninni og hækkun yfirborðs sjávar. „Verkefni okkar er að reyna að skilja hversu mikli bráðnun gæti átt sér stað,“ segir hann. Markmiðið er að hægt verði að taka áhrif þörunganna með í reikninginn í tölvulíkönum sem spá fyrir um bráðnun og hækkun yfirborðs sjávar.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Bráðnun á Grænlandi gæti valdið þurrki í Afríku Ferskvatn úr bráðnandi Grænlandsjökli gæti raksað hafstraumum og breytt veðurfari á viðkvæmu svæði í Afríku. Þurrkur og uppskerubrestur gæti valdið hörmungum fyrir milljónir manna þar samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. 6. júní 2017 22:02 Yfirborð sjávar hækkar hraðar Bráðnun Grænlandsjökuls og annarra jökla á landi vegna hnattrænnar hlýnunar hefur stuðlað að því að yfirborð sjávar hækkar nú hraðar en fyrir rúmum tveimur áratugum. 27. júní 2017 11:44 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Bráðnun á Grænlandi gæti valdið þurrki í Afríku Ferskvatn úr bráðnandi Grænlandsjökli gæti raksað hafstraumum og breytt veðurfari á viðkvæmu svæði í Afríku. Þurrkur og uppskerubrestur gæti valdið hörmungum fyrir milljónir manna þar samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. 6. júní 2017 22:02
Yfirborð sjávar hækkar hraðar Bráðnun Grænlandsjökuls og annarra jökla á landi vegna hnattrænnar hlýnunar hefur stuðlað að því að yfirborð sjávar hækkar nú hraðar en fyrir rúmum tveimur áratugum. 27. júní 2017 11:44