Færibandafólkið Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 1. júlí 2017 10:41 Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra hefur þvertekið fyrir að til standi að sameina Menntaskólann í Reykjavík og Kvennaskólann. Fram kom í Fréttablaðinu í vikunni að starfsfólk MR óttaðist að uppi væru áætlanir um slíkt. Virðist það einkum byggt á samtölum við starfsfólk menntamálaráðuneytisins og þeirri staðreynd að staða rektors MR hefur enn ekki verið auglýst þrátt fyrir að meira en mánuður sé síðan fráfarandi rektor sagði starfi sínu lausu. Er nema von að starfsfólk tvístígi þegar skólastarfinu er sýnt slíkt tómlæti? Ekki er gott að segja hvað menntamálaráðherra gengur til, en við verðum að taka orð hans trúanleg um að ekki standi til að sameina skólana tvo. Það væri sannkölluð synd og enn til þess að draga úr fjölbreytni í skólakerfinu eftir innleiðingu þriggja ára framhaldsskólanáms og samræmingu námsskráa. Við þurfum alla skólana; Fjölbraut í Breiðholti, Menntaskólann á Akureyri, Verzlunarskólann, Fjölbrautaskóla Suðurlands, Menntaskólann á Egilsstöðum og svo mætti lengi telja. Auðvitað á ekki að blása á rekstrarsjónarmið í skólakerfinu frekar en annars staðar. Hins vegar eigum við að forðast að steypa alla í sama mót. Nóg er einsleitnin samt í okkar ríflega 300 þúsund manna samfélagi. Menntaskólinn í Reykjavík er elsta menntastofnun landsins og á rætur sínar að rekja til ársins 1056. Í skólann hafa gengið mörg þekktustu nöfn þjóðarsögunnar. Skólastarfið og byggingin eru samofin íslenskri sögu, en það var á hátíðarsal skólans sem Jón Sigurðsson mælti hin fleygu orð: „Vér mótmælum allir.“ Kvennaskólinn í Reykjavík á sér sömuleiðis merka sögu og hefur skýra sérstöðu sem skóli sem stofnaður var af þeirri hugsjón að efla menntun kvenna. Þar var mörkuð mikilvæg varða í kvenréttindabaráttuna sem enn stendur. MR og Kvennó eru ekki merkilegri en aðrir skólar. Þeir hafa hins vegar sín karaktereinkenni sem frekar ætti að ýta undir en bæla niður. Varla er líklegt að einhverjum dytti í hug að sameina bresku skólana Eton og Harrow, eða háskólana Harvard og Yale í Bandaríkjunum. Rökin fyrir því eru augljós. Það á ekki að vera markmið skólastarfs að framleiða fullorðna einstaklinga á færibandi. Þvert á móti á skólastarfið að vera nógu fjölbreytt og sveigjanlegt til að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Þannig auðgast mannlífið og hver og einn fær tækifæri til að láta ljós sitt skína. Árangur íslenskra stúdenta í erlendum skólum ber þess vitni að hingað til hafi okkur tekist ágætlega upp í þessum efnum þrátt fyrir mannfæðina. Því er eðlilegt að spyrja hvers vegna yfirvöldum menntamála virðist svo mikið í mun að steypa alla í sama mót. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra hefur þvertekið fyrir að til standi að sameina Menntaskólann í Reykjavík og Kvennaskólann. Fram kom í Fréttablaðinu í vikunni að starfsfólk MR óttaðist að uppi væru áætlanir um slíkt. Virðist það einkum byggt á samtölum við starfsfólk menntamálaráðuneytisins og þeirri staðreynd að staða rektors MR hefur enn ekki verið auglýst þrátt fyrir að meira en mánuður sé síðan fráfarandi rektor sagði starfi sínu lausu. Er nema von að starfsfólk tvístígi þegar skólastarfinu er sýnt slíkt tómlæti? Ekki er gott að segja hvað menntamálaráðherra gengur til, en við verðum að taka orð hans trúanleg um að ekki standi til að sameina skólana tvo. Það væri sannkölluð synd og enn til þess að draga úr fjölbreytni í skólakerfinu eftir innleiðingu þriggja ára framhaldsskólanáms og samræmingu námsskráa. Við þurfum alla skólana; Fjölbraut í Breiðholti, Menntaskólann á Akureyri, Verzlunarskólann, Fjölbrautaskóla Suðurlands, Menntaskólann á Egilsstöðum og svo mætti lengi telja. Auðvitað á ekki að blása á rekstrarsjónarmið í skólakerfinu frekar en annars staðar. Hins vegar eigum við að forðast að steypa alla í sama mót. Nóg er einsleitnin samt í okkar ríflega 300 þúsund manna samfélagi. Menntaskólinn í Reykjavík er elsta menntastofnun landsins og á rætur sínar að rekja til ársins 1056. Í skólann hafa gengið mörg þekktustu nöfn þjóðarsögunnar. Skólastarfið og byggingin eru samofin íslenskri sögu, en það var á hátíðarsal skólans sem Jón Sigurðsson mælti hin fleygu orð: „Vér mótmælum allir.“ Kvennaskólinn í Reykjavík á sér sömuleiðis merka sögu og hefur skýra sérstöðu sem skóli sem stofnaður var af þeirri hugsjón að efla menntun kvenna. Þar var mörkuð mikilvæg varða í kvenréttindabaráttuna sem enn stendur. MR og Kvennó eru ekki merkilegri en aðrir skólar. Þeir hafa hins vegar sín karaktereinkenni sem frekar ætti að ýta undir en bæla niður. Varla er líklegt að einhverjum dytti í hug að sameina bresku skólana Eton og Harrow, eða háskólana Harvard og Yale í Bandaríkjunum. Rökin fyrir því eru augljós. Það á ekki að vera markmið skólastarfs að framleiða fullorðna einstaklinga á færibandi. Þvert á móti á skólastarfið að vera nógu fjölbreytt og sveigjanlegt til að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Þannig auðgast mannlífið og hver og einn fær tækifæri til að láta ljós sitt skína. Árangur íslenskra stúdenta í erlendum skólum ber þess vitni að hingað til hafi okkur tekist ágætlega upp í þessum efnum þrátt fyrir mannfæðina. Því er eðlilegt að spyrja hvers vegna yfirvöldum menntamála virðist svo mikið í mun að steypa alla í sama mót.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun