Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon skrifar 3. júlí 2017 09:45 Afleysingastúlka í Leikskólanum 101 náði haustið 2013 myndbandsbroti af starfssystur sinni „flengja“ stúlkubarn. Í stað þess að kvarta til yfirmanna á þessum 7 manna vinnustað var myndbandinu komið beint til Kastljóssins og nú gerðust hlutirnir hratt: Þessum 33 barna skóla var umsvifalaust lokað. Barnaverndarnefnd og Lögreglan í Reykjavík tóku yfir málið. Foreldrum var eðlilega brugðið. Ljóst var að umræddir foreldrar yrðu í knappri stöðu því hvergi var laust pláss í leikskólum borgarinnar. Sá sem þetta ritar var í þeim hópi og mátti á næstu vikum gjalda dýru verði þjónustu aðstoðarfólks þar til hægt var að troða okkar barni sem og öðrum fórnarlömbum umræddra aðstæðna inn í leikskóla annarra hverfa, skóla sem þó voru allir þegar yfirfullir. Upphófst nú alllangt tímabil 90 mínútna daglegra bíltúra á háannatíma, til og frá því úthverfi sem okkur bauðst pláss í. Undirritaður óskaði nokkrum mánuðum síðar eftir niðurstöðum rannsókna þessa máls sem svo áþreifanlega hafði komið við dagskrá og pyngju fjölskyldu okkar og annarra. Engin svör bárust. Eigendur og starfsfólk skólans hafði beðið alvarlega hnekki á starfsheiðri sínum og trúverðugleika. Starfsfólkið missti vinnuna og eigendur glötuðu fyrirtæki sínu. Á miðju ári 2015 var undirritaðan farið svo að lengja eftir niðurstöðum að hann bankaði upp á hjá lögreglunni. Þar reyndist fátt um svör, þótt rannsókn málsins væri löngu lokið. Það eina sem fulltrúar lögreglunnar voru reiðubúnir að láta hafa eftir sér: „Of mörg börn á Leikskólanum 101!“ Akkúrat. Hin 18 mánaða rannsókn hafði leitt í ljós að myndbandið fræga innbar ekkert saknæmt eða refsivert. Hins vegar hafði skólanum orðið á í messunni er tveimur börnum var heimiluð vist umfram leyfilegan kvóta. En afrakstur alls þessa hafði jú þýtt að tveimur til þremur börnum hafði nú verið troðið í alla leikskóla höfuðborgarsvæðisins umfram það sem leyfilegt var! Þó vissulega séum við sammála um að láta börnin okkar ávallt njóta vafans, gætum við hugsanlega lært eitthvað af ofangreindu um hvernig EKKI skyldi hrapa að niðurstöðum í málum af þessum toga, en saga þessi rifjaðist einmitt upp að gefnu tilefni nú um helgina. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jakob Frímann Magnússon Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Afleysingastúlka í Leikskólanum 101 náði haustið 2013 myndbandsbroti af starfssystur sinni „flengja“ stúlkubarn. Í stað þess að kvarta til yfirmanna á þessum 7 manna vinnustað var myndbandinu komið beint til Kastljóssins og nú gerðust hlutirnir hratt: Þessum 33 barna skóla var umsvifalaust lokað. Barnaverndarnefnd og Lögreglan í Reykjavík tóku yfir málið. Foreldrum var eðlilega brugðið. Ljóst var að umræddir foreldrar yrðu í knappri stöðu því hvergi var laust pláss í leikskólum borgarinnar. Sá sem þetta ritar var í þeim hópi og mátti á næstu vikum gjalda dýru verði þjónustu aðstoðarfólks þar til hægt var að troða okkar barni sem og öðrum fórnarlömbum umræddra aðstæðna inn í leikskóla annarra hverfa, skóla sem þó voru allir þegar yfirfullir. Upphófst nú alllangt tímabil 90 mínútna daglegra bíltúra á háannatíma, til og frá því úthverfi sem okkur bauðst pláss í. Undirritaður óskaði nokkrum mánuðum síðar eftir niðurstöðum rannsókna þessa máls sem svo áþreifanlega hafði komið við dagskrá og pyngju fjölskyldu okkar og annarra. Engin svör bárust. Eigendur og starfsfólk skólans hafði beðið alvarlega hnekki á starfsheiðri sínum og trúverðugleika. Starfsfólkið missti vinnuna og eigendur glötuðu fyrirtæki sínu. Á miðju ári 2015 var undirritaðan farið svo að lengja eftir niðurstöðum að hann bankaði upp á hjá lögreglunni. Þar reyndist fátt um svör, þótt rannsókn málsins væri löngu lokið. Það eina sem fulltrúar lögreglunnar voru reiðubúnir að láta hafa eftir sér: „Of mörg börn á Leikskólanum 101!“ Akkúrat. Hin 18 mánaða rannsókn hafði leitt í ljós að myndbandið fræga innbar ekkert saknæmt eða refsivert. Hins vegar hafði skólanum orðið á í messunni er tveimur börnum var heimiluð vist umfram leyfilegan kvóta. En afrakstur alls þessa hafði jú þýtt að tveimur til þremur börnum hafði nú verið troðið í alla leikskóla höfuðborgarsvæðisins umfram það sem leyfilegt var! Þó vissulega séum við sammála um að láta börnin okkar ávallt njóta vafans, gætum við hugsanlega lært eitthvað af ofangreindu um hvernig EKKI skyldi hrapa að niðurstöðum í málum af þessum toga, en saga þessi rifjaðist einmitt upp að gefnu tilefni nú um helgina. Höfundur er tónlistarmaður.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar