Björgum ungu konunum Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 6. júlí 2017 07:00 Íslenskur kvenfangi er steríótýpa. Hún er á botninum, búin á því á líkama og sál. Fyrstu vikurnar í afplánun fara í að borða og sofa því íslenski kvenfanginn er aðframkominn af næringarskorti, svefnleysi og fráhvörfum. Þegar hún hefur náð áttum hefst svo leit að leiðum til að komast í vímu á nýjan leik. Hún er með tugi mála til meðferðar hjá lögreglu og ótal dóma á bakinu – alla skilorðsbundna. Stoppum aðeins við síðasta orðið, skilorð. Dómarar hafa heimild til að binda refsidóma skilorði og með því að rýna í tölfræði dómstólanna má sjá að þeirri heimild er beitt ótæpilega þegar kemur að konum. Frá fyrsta skilorðsbundna dóminum hefur hinum íslenska kvenfanga tekist að eyðileggja nærumhverfi sitt, fjölskyldan er í sárum og talar ekki við hana, börnin komin í fóstur og henni hefur tekist að svíkja alla vini sína. Þegar hún loksins er lokuð inni þá er það til að stöðva langa brotahrinu eða vegna þess að síðasti glæpurinn var nægilega alvarlegur.Fá enga raunverulega hjálp Í afplánuninni fá konurnar enga raunverulega hjálp. Þær eru í geymslu rétt eins og karlar sem afplána refsidóma á Íslandi, en oftar en ekki er ástand kvenna mun verra. Að vera með fjórum konum í afplánun getur verið eins og dvöl á deild þrjátíu karlmanna. Og þessu er ekki haldið fram af léttúð. Engin kona í afplánun fær sálfræðimeðferð eða að hitta geðlækni. Vinna fyrir þær er mjög takmörkuð og nánast engin kona stundar nám í afplánun, einmitt vegna þess hversu langt leiddar þær eru. Enginn kennari er til að aðstoða og þær einfaldlega geta ekki einbeitt sér að námi eða nokkru öðru. Nýverið gagnrýndi Jón Þór Ólason, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, það fyrirkomulag hér á landi að Fangelsismálastofnun taki ákvörðun um það hvort dómþoli fái að taka út refsingu sína með samfélagsþjónustu. Ungir afbrotamenn fái almennt skilorðsbundna dóma og uppfylli því ekki skilyrði fyrir samfélagsþjónustu. „Ef dómstólar hefðu heimild til að dæma samfélagsþjónustu, annaðhvort sem sjálfstæða refsitegund eða sem sérstakt skilyrði fyrir skilorðsdómi, mætti veita ungum brotamönnum meira aðhald og beina sumum hugsanlega inn á rétta braut,“ sagði Jón Þór í samtali við Morgunblaðið.Grípa þarf inn í mun fyrr Taka ber undir með Jóni Þór en orð hans má miklu frekar heimfæra yfir á konurnar. Hjá þeim þarf að grípa inn í mun fyrr og ásamt því að veita dómstólum heimild til að dæma samfélagsþjónustu myndi Afstaða vilja sjá dómara oftar binda frestun á fullnustu refsingar því skilyrði að viðkomandi gangist undir vímuefnameðferð. Því heimildin er sannarlega til staðar. Tökum höndum saman og björgum þeim ungu konum sem eiga á hættu að missa allt sitt vegna linkindar í garð þeirra. Þeim er ekki greiði gerður með skilorðsdómum ef ekki fylgja inngrip til betrunar. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Íslenskur kvenfangi er steríótýpa. Hún er á botninum, búin á því á líkama og sál. Fyrstu vikurnar í afplánun fara í að borða og sofa því íslenski kvenfanginn er aðframkominn af næringarskorti, svefnleysi og fráhvörfum. Þegar hún hefur náð áttum hefst svo leit að leiðum til að komast í vímu á nýjan leik. Hún er með tugi mála til meðferðar hjá lögreglu og ótal dóma á bakinu – alla skilorðsbundna. Stoppum aðeins við síðasta orðið, skilorð. Dómarar hafa heimild til að binda refsidóma skilorði og með því að rýna í tölfræði dómstólanna má sjá að þeirri heimild er beitt ótæpilega þegar kemur að konum. Frá fyrsta skilorðsbundna dóminum hefur hinum íslenska kvenfanga tekist að eyðileggja nærumhverfi sitt, fjölskyldan er í sárum og talar ekki við hana, börnin komin í fóstur og henni hefur tekist að svíkja alla vini sína. Þegar hún loksins er lokuð inni þá er það til að stöðva langa brotahrinu eða vegna þess að síðasti glæpurinn var nægilega alvarlegur.Fá enga raunverulega hjálp Í afplánuninni fá konurnar enga raunverulega hjálp. Þær eru í geymslu rétt eins og karlar sem afplána refsidóma á Íslandi, en oftar en ekki er ástand kvenna mun verra. Að vera með fjórum konum í afplánun getur verið eins og dvöl á deild þrjátíu karlmanna. Og þessu er ekki haldið fram af léttúð. Engin kona í afplánun fær sálfræðimeðferð eða að hitta geðlækni. Vinna fyrir þær er mjög takmörkuð og nánast engin kona stundar nám í afplánun, einmitt vegna þess hversu langt leiddar þær eru. Enginn kennari er til að aðstoða og þær einfaldlega geta ekki einbeitt sér að námi eða nokkru öðru. Nýverið gagnrýndi Jón Þór Ólason, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, það fyrirkomulag hér á landi að Fangelsismálastofnun taki ákvörðun um það hvort dómþoli fái að taka út refsingu sína með samfélagsþjónustu. Ungir afbrotamenn fái almennt skilorðsbundna dóma og uppfylli því ekki skilyrði fyrir samfélagsþjónustu. „Ef dómstólar hefðu heimild til að dæma samfélagsþjónustu, annaðhvort sem sjálfstæða refsitegund eða sem sérstakt skilyrði fyrir skilorðsdómi, mætti veita ungum brotamönnum meira aðhald og beina sumum hugsanlega inn á rétta braut,“ sagði Jón Þór í samtali við Morgunblaðið.Grípa þarf inn í mun fyrr Taka ber undir með Jóni Þór en orð hans má miklu frekar heimfæra yfir á konurnar. Hjá þeim þarf að grípa inn í mun fyrr og ásamt því að veita dómstólum heimild til að dæma samfélagsþjónustu myndi Afstaða vilja sjá dómara oftar binda frestun á fullnustu refsingar því skilyrði að viðkomandi gangist undir vímuefnameðferð. Því heimildin er sannarlega til staðar. Tökum höndum saman og björgum þeim ungu konum sem eiga á hættu að missa allt sitt vegna linkindar í garð þeirra. Þeim er ekki greiði gerður með skilorðsdómum ef ekki fylgja inngrip til betrunar. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar