Svikatólið krónan Ole Anton Bieltvedt skrifar 28. júní 2017 07:00 Ég hef fjallað nokkuð um það síðustu mánuði, hvernig krónan, vegna smæðar sinnar og óstöðugleika, hefur valdið landi og þjóð hverju fárinu á fætur öðru. Frá 1950 munu gengisfellingar vera 40. Ótrúleg hörmungarsaga, sem hefur bitnað heiftarlega á fyrirtækjum og fjölskyldum landsins. 2008 fór um helmingur fyrirtækja landsins yfir um, og tugþúsundir fjölskyldna lentu í neyð og volæði vegna hruns krónunnar. En, áfram er haldið, eins og ekkert hafi í skorizt. Eitt er það, að krónan sveiflist upp og niður, eins og smáfley á opnu úthafi, og afskræmi þannig tekjur og gjöld landsmanna, annað er, hvað gerast myndi, ef stríð brytist út á Kóreuskaga, ófriðurinn í Mið-Austurlöndum blossaði upp – Bandaríkjunum og Rússum lenti þar saman – eða Trump tæki í gikkinn. Banka- og fjármálakreppan gerði ekki mikil boð á undan sér, ekki varð við gosið í Eyjafjallajökli ráðið og árás illræðismanna á World Trade Center kom eins og elding úr heiðskíru lofti. Veður geta því skipast skjótt í lofti á sviði alþjóðastjórnmála, öryggismála og þar með efnahagsmála. Það er því gríðarlega mikið öryggisatriði, að við Íslendingar komum peningamálum okkar í traustan, stöðugan og áreiðanlegan farveg. Við erum Evrópubúar, og það er engin leið betri eða traustari fyrir okkur, en að taka upp evruna, eins og 14 smáþjóðir Evrópu hafa gert. Evran er stöðugasti gjaldmiðill heims, og hún myndi tryggja okkur lágmarksvexti. Hún myndi auðvelda verðsamanburð og efla verðsamkeppni. Hún myndi opna dyrnar fyrir alþjóðleg verzlunar- og þjónustufyrirtæki, sem myndi lækka verð og bæta þjónustu. Menn og fyrirtæki myndu loks vita, hvar þau stæðu og hvers væri að vænta. Menn gætu keypt íbúð og borgað hana bara einu sinni, í stað mörgum sinnum vegna okurvaxta. Ég hef haldið, að ráðamenn landsins hafi hangið í krónunni af einhverri tilfinningalegri þráhyggju; af einhverri misskilinni þjóðernishyggju. Slíkt er vitaskuld út í hött, því að gjaldmiðill er bara verkfæri eða tæki í peningakerfi. Það eru krónur víða. Mér brá því í brún – fékk smá áfall, þó taugasterkur teljist – þegar ég sá viðtal við forsætisráðherra á Eyjunni þann 8. júní. Björn Ingi spurði Bjarna þá um krónuna. „Hún verður áfram næstu árin,“ var svarið. Og, svo kom skýringin, sem var nokkurn veginn þessi: Hérlendis knýja launþegar fram launahækkanir, sem ekki standast fyrir atvinnuveitendur og ríkið, kannske 10% á ári, og verður þá að leiðrétta þetta með gengi krónunnar. M.ö.o. forsætisráðherra sagði umbúðalaust, að hafa verði krónuna, svo að hægt sé að brengla og breyta gerðum kjarasamningum, eftir þörfum atvinnuveganna og stöðu ríkisfjármála, sem auðvitað þýðir, að kjarasamningar eru bara óþarfa leikaraskapur; nánast sandkassaleikur. Hér kom þá loks skýringin á væntumþykju stjórnvalda á krónunni og á því dauðahaldi, sem þau halda í hana; hún er svikatól til að breyta og ógilda kjarasamninga. Ekki gott mál það, og ekki veit ég, hvað Ragnar Þór og Gylfi Arnbjörnsson segja um þetta. VASK á ferðaþjónustu bar líka á góma. Hér kom skondin saga: Þegar unnið var að frumvarpinu um hækkun VASKs á ferðaþjónustu, úr 11% í 22,5%, var gengið 112 í Bandaríkjadal (forsætisráðherra vildi auðvitað ekki taka sér „evru“ í munn). En þegar frumvarpið var tilbúið, var krónan komin í 100; hafði hækkað um 10%. Þetta þýddi það, að álögurnar á ferðaþjónustu hefðu orðið helmingi hærri, en meiningin hafði verið. Þess vegna yrði að skoða þetta upp á nýtt. Þarna sannaðist, að krónan getur líka komið í bakið á beztu vinum og forsvarsmönnum sínum. Þar kom vel á vonda. Ekki kom fram hjá forsætisráðherra, hvernig íslenzk ferðaþjónusta hefði átt að vinna með 22,5% VASKi meðan samkeppnisferðaþjónusta í öðrum Evrópulöndum vinnur að meðaltali með 9,8%. Spennandi væri að fá skýringu á því, en sennilega kemur hún seint. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef fjallað nokkuð um það síðustu mánuði, hvernig krónan, vegna smæðar sinnar og óstöðugleika, hefur valdið landi og þjóð hverju fárinu á fætur öðru. Frá 1950 munu gengisfellingar vera 40. Ótrúleg hörmungarsaga, sem hefur bitnað heiftarlega á fyrirtækjum og fjölskyldum landsins. 2008 fór um helmingur fyrirtækja landsins yfir um, og tugþúsundir fjölskyldna lentu í neyð og volæði vegna hruns krónunnar. En, áfram er haldið, eins og ekkert hafi í skorizt. Eitt er það, að krónan sveiflist upp og niður, eins og smáfley á opnu úthafi, og afskræmi þannig tekjur og gjöld landsmanna, annað er, hvað gerast myndi, ef stríð brytist út á Kóreuskaga, ófriðurinn í Mið-Austurlöndum blossaði upp – Bandaríkjunum og Rússum lenti þar saman – eða Trump tæki í gikkinn. Banka- og fjármálakreppan gerði ekki mikil boð á undan sér, ekki varð við gosið í Eyjafjallajökli ráðið og árás illræðismanna á World Trade Center kom eins og elding úr heiðskíru lofti. Veður geta því skipast skjótt í lofti á sviði alþjóðastjórnmála, öryggismála og þar með efnahagsmála. Það er því gríðarlega mikið öryggisatriði, að við Íslendingar komum peningamálum okkar í traustan, stöðugan og áreiðanlegan farveg. Við erum Evrópubúar, og það er engin leið betri eða traustari fyrir okkur, en að taka upp evruna, eins og 14 smáþjóðir Evrópu hafa gert. Evran er stöðugasti gjaldmiðill heims, og hún myndi tryggja okkur lágmarksvexti. Hún myndi auðvelda verðsamanburð og efla verðsamkeppni. Hún myndi opna dyrnar fyrir alþjóðleg verzlunar- og þjónustufyrirtæki, sem myndi lækka verð og bæta þjónustu. Menn og fyrirtæki myndu loks vita, hvar þau stæðu og hvers væri að vænta. Menn gætu keypt íbúð og borgað hana bara einu sinni, í stað mörgum sinnum vegna okurvaxta. Ég hef haldið, að ráðamenn landsins hafi hangið í krónunni af einhverri tilfinningalegri þráhyggju; af einhverri misskilinni þjóðernishyggju. Slíkt er vitaskuld út í hött, því að gjaldmiðill er bara verkfæri eða tæki í peningakerfi. Það eru krónur víða. Mér brá því í brún – fékk smá áfall, þó taugasterkur teljist – þegar ég sá viðtal við forsætisráðherra á Eyjunni þann 8. júní. Björn Ingi spurði Bjarna þá um krónuna. „Hún verður áfram næstu árin,“ var svarið. Og, svo kom skýringin, sem var nokkurn veginn þessi: Hérlendis knýja launþegar fram launahækkanir, sem ekki standast fyrir atvinnuveitendur og ríkið, kannske 10% á ári, og verður þá að leiðrétta þetta með gengi krónunnar. M.ö.o. forsætisráðherra sagði umbúðalaust, að hafa verði krónuna, svo að hægt sé að brengla og breyta gerðum kjarasamningum, eftir þörfum atvinnuveganna og stöðu ríkisfjármála, sem auðvitað þýðir, að kjarasamningar eru bara óþarfa leikaraskapur; nánast sandkassaleikur. Hér kom þá loks skýringin á væntumþykju stjórnvalda á krónunni og á því dauðahaldi, sem þau halda í hana; hún er svikatól til að breyta og ógilda kjarasamninga. Ekki gott mál það, og ekki veit ég, hvað Ragnar Þór og Gylfi Arnbjörnsson segja um þetta. VASK á ferðaþjónustu bar líka á góma. Hér kom skondin saga: Þegar unnið var að frumvarpinu um hækkun VASKs á ferðaþjónustu, úr 11% í 22,5%, var gengið 112 í Bandaríkjadal (forsætisráðherra vildi auðvitað ekki taka sér „evru“ í munn). En þegar frumvarpið var tilbúið, var krónan komin í 100; hafði hækkað um 10%. Þetta þýddi það, að álögurnar á ferðaþjónustu hefðu orðið helmingi hærri, en meiningin hafði verið. Þess vegna yrði að skoða þetta upp á nýtt. Þarna sannaðist, að krónan getur líka komið í bakið á beztu vinum og forsvarsmönnum sínum. Þar kom vel á vonda. Ekki kom fram hjá forsætisráðherra, hvernig íslenzk ferðaþjónusta hefði átt að vinna með 22,5% VASKi meðan samkeppnisferðaþjónusta í öðrum Evrópulöndum vinnur að meðaltali með 9,8%. Spennandi væri að fá skýringu á því, en sennilega kemur hún seint. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun