Innviðafjárfestingar á Íslandi í sögulegu lágmarki Sölvi Blöndal skrifar 14. júní 2017 07:00 Varla er um það deilt að innviðastofn samfélagsins, hafnir, flugvellir, vegir, brýr, göng, flutningskerfi raforku, breiðband og aðrir innviðir upplýsingatækni – spítalar og skólar – séu forsenda hagvaxtar og velferðar til lengri tíma. Tengsl hagvaxtar og innviðastofns eru vinsælt rannsóknarefni innan hagfræðinnar. Reynslan hefur sýnt að viðvarandi skortur á nýfjárfestingu í innviðum mun að öðru óbreyttu draga úr möguleikum til hagvaxtar. Á Íslandi skipta innviðir miklu máli. Ísland er strjálbýlt land með 3 íbúa á hvern ferkílómetra (miðað við 269 íbúa í Bretlandi, 234 í Þýskalandi) og kostnaður vegna innviða þar af leiðandi hærri enda æskilegt hlutfall innviðafjárfestingar af vergri Landsframleiðslu (VLF) hærri á Íslandi en flestum löndum innan Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD.Staða innviðafjárfestingar Ein af helstu afleiðingum fjármálakreppunnar 2008 var aukin skuldsetning hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga. Í kjölfarið dró víða verulega úr fjárfestingu, og þá sérstaklega nýfjárfestingu í innviðum. Árið 2016 stóð nýfjárfesting í innviðum í 2,5% af VLF meðal OECD ríkja miðað við 5% árið 1990. Það er því ljóst að skortur á innviðafjárfestingu er að mörgu leyti alþjóðlegt vandamál en OECD metur nú fjárfestingarþörf í innviðum um helmingi hærri, eða 4,1% af vergri landsframleiðslu.Þrátt fyrir að síðustu ár hafi hagvöxtur meðal OECD-ríkja tekið við sér er innviðafjárfesting enn í algeru lágmarki. Ísland er þar engin undantekning. Frá árinu 2009 hefur fjármunastofn innviða á Íslandi dregist saman úr 73% af VLF árið 2009 í 62% árið 2016 og hafði þá aldrei verið lægri og rúmlega 10% lægri en þurfa þykir til að viðhalda sama hagvaxtarstigi til langs tíma. Með öðrum orðum hafa afskriftir stofnsins verið meiri á tímabilinu en nýfjárfesting og gengið hefur á notagildi hans. Á árunum 1990 til 2008 nam árleg nýfjárfesting í innviðum um 5,5% af VLF að meðaltali sem ætla má að nauðsynlegt sé til að viðhalda 2,5% til 3% hagvexti til langs tíma. Samdráttur í nýrri fjárfestingu innviða hefur verið einkar áberandi síðan 2008 en árið 2016 var hlutfall nýrrar innviðafjárfestingar 3,8% miðað við tæplega 6% árið 2008. Hlutfall nýrrar fjárfestingar í innviðum náði sögulegu lágmarki árið 2012 þegar það nam 2,5% af VLF. Miðað við fyrrnefnt meðaltal hleypur uppsöfnuð fjárfestingarþörf í íslenskum innviðum, hefðbundnum og samfélagslegum, á bilinu 15% til 17% af VLF, eða um 230 milljörðum króna. Um helming þessarar upphæðar má rekja til uppsafnaðrar fjárfestingarþarfar í samgöngum. Ætla má að fjárfesting í innviðum á næstu sjö til tíu árum nemi 400 milljörðum eða um 25 prósentum af VLF. Fjármögnun framkvæmda Helstu einkenni innviðafjárfestinga eru töluverðar aðgangshindranir inn á markaðinn, stærðarhagkvæmni (hár fastur kostnaður, lágur breytilegur kostnaður), óteygin eftirspurn eftir þjónustunni, lágur rekstrarkostnaður, flókið reglugerðarumhverfi og ítarlegir samningar, og langur líftími. Í flestum tilfellum hafa fjárfestingar í íslenskum innviðum verið fjármagnaðar af hinu opinbera og þá oftast með aukinni skuldsetningu. Þó eru dæmi um aðkomu einkaaðila að framkvæmdum í innviðum eins og framkvæmd Hvalfjarðarganganna sýnir. Eina ástæðu fyrir takmörkuðum fjárfestingum opinberra aðila í hefðbundnum innviðafjárfestingum má rekja til sívaxandi útgjalda til heilbrigðismála, menntamála og félagsþjónustu. Til að fjármagna aukna fjárfestingu í innviðum geta stjórnvöld hækkað skatta og aukið útgáfu ríkisskuldabréfa en þá að sama skapi átt það á hættu að lækka í lánshæfi. Stjórnvöld hafa hins vegar einnig leitað nýrra leiða til uppbyggingar innviða, með aðkomu einkaaðila. Markmiðið með því er að draga úr ríkisskuldum og hallarekstri, flýta uppbyggingu þjóðhagslega arðbærra verkefna, auka kostnaðarþátttöku þeirra sem nýta opinbera þjónustu og nýta almennt kosti einkaframtaks. Við ákveðnar kringumstæður er einkaframkvæmd talin vera hagkvæmur kostur og er þá helst horft til hversu mikil áhætta fylgir framkvæmdinni, hvort einkaaðili búi yfir meiri færni en opinberir aðilar eða hvort einkaaðili geti náð fram samlegðaráhrifum í gegnum aðra starfsemi sína. Einkaframkvæmd fylgja lægri útgjöld í upphafi fyrir ríkið og kostnaður dreifist yfir lengra tímabil. Mótrök gegn aðkomu einkaaðila að innviðafjárfestingum er að fjármagnskostnaður sé að jafnaði hærri en hjá opinberum aðilum. Hins vegar má ætla að sá munur minnki ef opinberir aðilar skuldsetja sig fyrir öllum þessum verkefnum því þá kemur að því að lánshæfi þeirra lækkar sem leiðir til þess að fjármagnskostnaður opinberra aðila hækkar. Reynslan sýnir oft ágætan árangur af aðkomu einkaaðila að innviðafjárfestingum og hefur einn helsti kosturinn verið sá að verkefni framkvæmd með aðkomu einkaaðila taka skemmri tíma en opinber verkefni og eru oftar nær eða undir kostnaðaráætlun. Auk þess má benda á að einkafjármagn getur komið af stað innviðafjárfestingum sem ella hefði verið ráðist í mun seinna eða hreinlega ekki verið ráðist í ef þær væru einungis fjármagnaðar af hinu opinbera. Nauðsyn þess að ráðast í innviðafjárfestingar hefur sjaldan verið meiri en nú. Áframhaldandi uppsveifla í hagkerfinu samfara stöðugri fjölgun ferðamanna gerir fjárfestingar í innviðum samfélagsins óhjákvæmilegar.Höfundur er hagfræðingur hjá GAMMA Capital Management. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Mest lesið Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Varla er um það deilt að innviðastofn samfélagsins, hafnir, flugvellir, vegir, brýr, göng, flutningskerfi raforku, breiðband og aðrir innviðir upplýsingatækni – spítalar og skólar – séu forsenda hagvaxtar og velferðar til lengri tíma. Tengsl hagvaxtar og innviðastofns eru vinsælt rannsóknarefni innan hagfræðinnar. Reynslan hefur sýnt að viðvarandi skortur á nýfjárfestingu í innviðum mun að öðru óbreyttu draga úr möguleikum til hagvaxtar. Á Íslandi skipta innviðir miklu máli. Ísland er strjálbýlt land með 3 íbúa á hvern ferkílómetra (miðað við 269 íbúa í Bretlandi, 234 í Þýskalandi) og kostnaður vegna innviða þar af leiðandi hærri enda æskilegt hlutfall innviðafjárfestingar af vergri Landsframleiðslu (VLF) hærri á Íslandi en flestum löndum innan Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD.Staða innviðafjárfestingar Ein af helstu afleiðingum fjármálakreppunnar 2008 var aukin skuldsetning hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga. Í kjölfarið dró víða verulega úr fjárfestingu, og þá sérstaklega nýfjárfestingu í innviðum. Árið 2016 stóð nýfjárfesting í innviðum í 2,5% af VLF meðal OECD ríkja miðað við 5% árið 1990. Það er því ljóst að skortur á innviðafjárfestingu er að mörgu leyti alþjóðlegt vandamál en OECD metur nú fjárfestingarþörf í innviðum um helmingi hærri, eða 4,1% af vergri landsframleiðslu.Þrátt fyrir að síðustu ár hafi hagvöxtur meðal OECD-ríkja tekið við sér er innviðafjárfesting enn í algeru lágmarki. Ísland er þar engin undantekning. Frá árinu 2009 hefur fjármunastofn innviða á Íslandi dregist saman úr 73% af VLF árið 2009 í 62% árið 2016 og hafði þá aldrei verið lægri og rúmlega 10% lægri en þurfa þykir til að viðhalda sama hagvaxtarstigi til langs tíma. Með öðrum orðum hafa afskriftir stofnsins verið meiri á tímabilinu en nýfjárfesting og gengið hefur á notagildi hans. Á árunum 1990 til 2008 nam árleg nýfjárfesting í innviðum um 5,5% af VLF að meðaltali sem ætla má að nauðsynlegt sé til að viðhalda 2,5% til 3% hagvexti til langs tíma. Samdráttur í nýrri fjárfestingu innviða hefur verið einkar áberandi síðan 2008 en árið 2016 var hlutfall nýrrar innviðafjárfestingar 3,8% miðað við tæplega 6% árið 2008. Hlutfall nýrrar fjárfestingar í innviðum náði sögulegu lágmarki árið 2012 þegar það nam 2,5% af VLF. Miðað við fyrrnefnt meðaltal hleypur uppsöfnuð fjárfestingarþörf í íslenskum innviðum, hefðbundnum og samfélagslegum, á bilinu 15% til 17% af VLF, eða um 230 milljörðum króna. Um helming þessarar upphæðar má rekja til uppsafnaðrar fjárfestingarþarfar í samgöngum. Ætla má að fjárfesting í innviðum á næstu sjö til tíu árum nemi 400 milljörðum eða um 25 prósentum af VLF. Fjármögnun framkvæmda Helstu einkenni innviðafjárfestinga eru töluverðar aðgangshindranir inn á markaðinn, stærðarhagkvæmni (hár fastur kostnaður, lágur breytilegur kostnaður), óteygin eftirspurn eftir þjónustunni, lágur rekstrarkostnaður, flókið reglugerðarumhverfi og ítarlegir samningar, og langur líftími. Í flestum tilfellum hafa fjárfestingar í íslenskum innviðum verið fjármagnaðar af hinu opinbera og þá oftast með aukinni skuldsetningu. Þó eru dæmi um aðkomu einkaaðila að framkvæmdum í innviðum eins og framkvæmd Hvalfjarðarganganna sýnir. Eina ástæðu fyrir takmörkuðum fjárfestingum opinberra aðila í hefðbundnum innviðafjárfestingum má rekja til sívaxandi útgjalda til heilbrigðismála, menntamála og félagsþjónustu. Til að fjármagna aukna fjárfestingu í innviðum geta stjórnvöld hækkað skatta og aukið útgáfu ríkisskuldabréfa en þá að sama skapi átt það á hættu að lækka í lánshæfi. Stjórnvöld hafa hins vegar einnig leitað nýrra leiða til uppbyggingar innviða, með aðkomu einkaaðila. Markmiðið með því er að draga úr ríkisskuldum og hallarekstri, flýta uppbyggingu þjóðhagslega arðbærra verkefna, auka kostnaðarþátttöku þeirra sem nýta opinbera þjónustu og nýta almennt kosti einkaframtaks. Við ákveðnar kringumstæður er einkaframkvæmd talin vera hagkvæmur kostur og er þá helst horft til hversu mikil áhætta fylgir framkvæmdinni, hvort einkaaðili búi yfir meiri færni en opinberir aðilar eða hvort einkaaðili geti náð fram samlegðaráhrifum í gegnum aðra starfsemi sína. Einkaframkvæmd fylgja lægri útgjöld í upphafi fyrir ríkið og kostnaður dreifist yfir lengra tímabil. Mótrök gegn aðkomu einkaaðila að innviðafjárfestingum er að fjármagnskostnaður sé að jafnaði hærri en hjá opinberum aðilum. Hins vegar má ætla að sá munur minnki ef opinberir aðilar skuldsetja sig fyrir öllum þessum verkefnum því þá kemur að því að lánshæfi þeirra lækkar sem leiðir til þess að fjármagnskostnaður opinberra aðila hækkar. Reynslan sýnir oft ágætan árangur af aðkomu einkaaðila að innviðafjárfestingum og hefur einn helsti kosturinn verið sá að verkefni framkvæmd með aðkomu einkaaðila taka skemmri tíma en opinber verkefni og eru oftar nær eða undir kostnaðaráætlun. Auk þess má benda á að einkafjármagn getur komið af stað innviðafjárfestingum sem ella hefði verið ráðist í mun seinna eða hreinlega ekki verið ráðist í ef þær væru einungis fjármagnaðar af hinu opinbera. Nauðsyn þess að ráðast í innviðafjárfestingar hefur sjaldan verið meiri en nú. Áframhaldandi uppsveifla í hagkerfinu samfara stöðugri fjölgun ferðamanna gerir fjárfestingar í innviðum samfélagsins óhjákvæmilegar.Höfundur er hagfræðingur hjá GAMMA Capital Management.
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun