Af hverju er kjörum öryrkja og aldraðra haldið niðri? Björgvin Guðmundsson skrifar 15. júní 2017 09:45 Vinur minn einn á Facebook skrifaði eftirfarandi færslu þar: Af hverju þurfa öryrkjar og aldraðir alltaf að berjast með kjafti og klóm fyrir lífi sínu? Hvers vegna eiga stjórnvöld aldrei frumkvæði að (kjara) leiðréttingum? Ég tek undir þessi orð. Eftir að ég hafði unnið í mörg ár fyrir kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík, fór ég einmitt að undrast það hvað stjórnvöld hér voru neikvæð í garð aldraðra og öryrkja. Þessu er öfugt farið í grannlöndum okkar. Þar eru stjórnvöld jákvæð i garð eldri borgara og öryrkja. Þetta breytist ekkert hér þó uppsveifla sé í hagkerfinu, hagvöxtur í hæstu hæðum og afkoma ríkissjóðs hafi stórbatnað. Stjórnvöld haga sér áfram í samskiptum við lífeyrisfólk eins og kreppa sé í landinu!Nógir peningar fyrir aðrar stéttir Launahækkanir til annarra en aldraðra og öryrkja eru hins vegar ekki skornar við nögl. Stöðugt berast fréttir af nýjum kjarasamningum embættismanna og miklum launahækkunum þeirra. Áður höfðu verið birtar fréttir af miklum launahækkunum ráðherra og alþingismanna. Það er athyglisvert við launabreytingar embættismanna og stjórnmálamanna, að þeir fá yfirleitt allir hækkanir langt aftur í tímann allt upp í 18 mánuði. Hvers vegna fá aldraðir og öryrkjar ekki afturvirkar hækkanir á sínum lífeyri? Með hliðsjón af öllum þessum miklu launahækkunum er vissulega tímabært að endurskoða lífeyri aldraðra og öryrkja og hækka hann það myndarlega að þessir aðilar geti lifað mannsæmandi lífi og þurfi ekki að kvíða morgundeginum. Í umræðunni um kjaramál aldraðra og öryrkja er vert að halda eftirfarandi til haga: Greiddir eru fullir skattar af lífeyri aldraðra og öryrkja. Lífeyrir úr lífeyrissjóði veldur skerðingu lífeyris frá almannatryggingum. Ég tel að lífeyrir aldraðra og öryrkja eigi að vera skattfrjáls. Þannig er það í Noregi. Þegar stjórnvöld birta upplýsingar um kjaramál aldraðra og öryrkja láta þau gjarnan í té upplýsingar um heildartekjur allra lífeyrisþega (og þar á meðal lífeyrissjóðstekjur). Með því að taka hæst launuðu eldri borgara með hækkar meðaltal tekna verulega og það lítur út fyrir að tekjur allra eldri borgara séu ágætar. En svo er ekki. Margir eldri borgarar og öryrkjar hafa mjög lágan lífeyri og óviðunandi kjör.Bæta þarf kjör þeirra, sem verst eru staddir Kjarabarátta eldri borgara snýst um að bæta kjör þeirra, sem verst eru staddir; þannig að þeir hafi sómasamleg kjör. Einnig er barist gegn skerðingu tryggingalífeyris vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var gert ráð fyrir því, að þeir yrðu viðbót við almannatryggingar en að þeir yllu ekki skerðingu tryggingalífeyris. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Vinur minn einn á Facebook skrifaði eftirfarandi færslu þar: Af hverju þurfa öryrkjar og aldraðir alltaf að berjast með kjafti og klóm fyrir lífi sínu? Hvers vegna eiga stjórnvöld aldrei frumkvæði að (kjara) leiðréttingum? Ég tek undir þessi orð. Eftir að ég hafði unnið í mörg ár fyrir kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík, fór ég einmitt að undrast það hvað stjórnvöld hér voru neikvæð í garð aldraðra og öryrkja. Þessu er öfugt farið í grannlöndum okkar. Þar eru stjórnvöld jákvæð i garð eldri borgara og öryrkja. Þetta breytist ekkert hér þó uppsveifla sé í hagkerfinu, hagvöxtur í hæstu hæðum og afkoma ríkissjóðs hafi stórbatnað. Stjórnvöld haga sér áfram í samskiptum við lífeyrisfólk eins og kreppa sé í landinu!Nógir peningar fyrir aðrar stéttir Launahækkanir til annarra en aldraðra og öryrkja eru hins vegar ekki skornar við nögl. Stöðugt berast fréttir af nýjum kjarasamningum embættismanna og miklum launahækkunum þeirra. Áður höfðu verið birtar fréttir af miklum launahækkunum ráðherra og alþingismanna. Það er athyglisvert við launabreytingar embættismanna og stjórnmálamanna, að þeir fá yfirleitt allir hækkanir langt aftur í tímann allt upp í 18 mánuði. Hvers vegna fá aldraðir og öryrkjar ekki afturvirkar hækkanir á sínum lífeyri? Með hliðsjón af öllum þessum miklu launahækkunum er vissulega tímabært að endurskoða lífeyri aldraðra og öryrkja og hækka hann það myndarlega að þessir aðilar geti lifað mannsæmandi lífi og þurfi ekki að kvíða morgundeginum. Í umræðunni um kjaramál aldraðra og öryrkja er vert að halda eftirfarandi til haga: Greiddir eru fullir skattar af lífeyri aldraðra og öryrkja. Lífeyrir úr lífeyrissjóði veldur skerðingu lífeyris frá almannatryggingum. Ég tel að lífeyrir aldraðra og öryrkja eigi að vera skattfrjáls. Þannig er það í Noregi. Þegar stjórnvöld birta upplýsingar um kjaramál aldraðra og öryrkja láta þau gjarnan í té upplýsingar um heildartekjur allra lífeyrisþega (og þar á meðal lífeyrissjóðstekjur). Með því að taka hæst launuðu eldri borgara með hækkar meðaltal tekna verulega og það lítur út fyrir að tekjur allra eldri borgara séu ágætar. En svo er ekki. Margir eldri borgarar og öryrkjar hafa mjög lágan lífeyri og óviðunandi kjör.Bæta þarf kjör þeirra, sem verst eru staddir Kjarabarátta eldri borgara snýst um að bæta kjör þeirra, sem verst eru staddir; þannig að þeir hafi sómasamleg kjör. Einnig er barist gegn skerðingu tryggingalífeyris vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var gert ráð fyrir því, að þeir yrðu viðbót við almannatryggingar en að þeir yllu ekki skerðingu tryggingalífeyris. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar