Grá fyrir járnum Líf Magneudóttir skrifar 16. júní 2017 16:04 Ég hef látið mig umfjöllun um aukinn vopnaburð lögreglunnar varða enda finnst mér breyting í þá átt óheillaskref. Með þessari afstöðu er ég alls ekki að gefa einhvern afslátt á öryggi almennings. Það á að tryggja í hvívetna. Þetta er spurning um ásýnd og aðferðir. Okkur ber skylda til að velta því fyrir okkur. Tvær lykilspurningar finnast mér vera í málinu. Sú fyrri er hvort það sé nauðsynlegt að íslensk lögregla vígbúist í auknum mæli og hin er sú hvort rétt sé að sá hluti lögreglunnar sem notar skotvopn skuli sinna sýnilegri löggæslu á fjöldasamkomum. Enn hef ég ekki heyrt sterk rök fyrir því að íslensk lögregla eigi að bera skotvopn og stækki vopnasafn sitt í auknum mæli. Þvert á móti er skynsamlegra að aðbúnaður lögreglunnar sé almennt góður þannig að nægur mannafli sé fyrir hendi og nauðsynlegur tækjabúnaður til rannsókna og almennrar löggæslu – að skotvopnum undanskildum. Sé talið nauðsynlegt að hafa vopnaða sérsveitarmenn innan seilingar á fjöldasamkomum þurfa þeir ekki að stilla sér upp á hæsta hól og vera öllum sýnilegir. Ekkert hefur komið fram sem útskýrir af hverju sá fælingarmáttur, sem slík uppstilling á að hafa, sé nauðsynlegur nú á Íslandi. Þetta á ég við þegar ég set spurningarmerki við þessa breyttu ásýnd og aðferðir yfirmanna lögreglumála á Íslandi. Í því felst ekki gagnrýni á lögregluna sem slíka, því hún gegnir veigamiklu hlutverki í að þjónusta borgarana og tryggja öryggi þeirra. VG hefur viljað efla hana, bæta menntun lögreglumanna og auka samstarf við fagaðila í öðrum stéttum. Sem betur fer búum við ekki í landi þar sem almennir borgarar falla reglulega fyrir hendi vopnaðra lögreglumanna. Það hefur bara gerst einu sinni. Ísland er enda efst á lista yfir friðsælustu lönd heims og það eru forréttindi sem mér finnst mikilvægt að varðveita. Alltof fáir íbúar þessa heims búa við nægjanlegt öryggi og frið. Í grundvallaratriðum er umræðan um vopnaburð lögreglu ekki mikið flóknari en þetta. Auðvitað eru ekki allir sammála um hversu hættulegt það er að búa á Íslandi. Margir hafa úttalað sig digurbarkalega um þetta mál og gert lítið úr andstæðingum sínum og jafnvel snúið út úr. Það eru ekki merkileg innlegg í umræðuna. Það er þeirra sem vilja skotvopnavæða lögregluna að sýna fram á að þörf sé á byssunum. Hingað til hefur ekki verið sýnt fram á það.Höfundur er forseti borgarstjórnar og borgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef látið mig umfjöllun um aukinn vopnaburð lögreglunnar varða enda finnst mér breyting í þá átt óheillaskref. Með þessari afstöðu er ég alls ekki að gefa einhvern afslátt á öryggi almennings. Það á að tryggja í hvívetna. Þetta er spurning um ásýnd og aðferðir. Okkur ber skylda til að velta því fyrir okkur. Tvær lykilspurningar finnast mér vera í málinu. Sú fyrri er hvort það sé nauðsynlegt að íslensk lögregla vígbúist í auknum mæli og hin er sú hvort rétt sé að sá hluti lögreglunnar sem notar skotvopn skuli sinna sýnilegri löggæslu á fjöldasamkomum. Enn hef ég ekki heyrt sterk rök fyrir því að íslensk lögregla eigi að bera skotvopn og stækki vopnasafn sitt í auknum mæli. Þvert á móti er skynsamlegra að aðbúnaður lögreglunnar sé almennt góður þannig að nægur mannafli sé fyrir hendi og nauðsynlegur tækjabúnaður til rannsókna og almennrar löggæslu – að skotvopnum undanskildum. Sé talið nauðsynlegt að hafa vopnaða sérsveitarmenn innan seilingar á fjöldasamkomum þurfa þeir ekki að stilla sér upp á hæsta hól og vera öllum sýnilegir. Ekkert hefur komið fram sem útskýrir af hverju sá fælingarmáttur, sem slík uppstilling á að hafa, sé nauðsynlegur nú á Íslandi. Þetta á ég við þegar ég set spurningarmerki við þessa breyttu ásýnd og aðferðir yfirmanna lögreglumála á Íslandi. Í því felst ekki gagnrýni á lögregluna sem slíka, því hún gegnir veigamiklu hlutverki í að þjónusta borgarana og tryggja öryggi þeirra. VG hefur viljað efla hana, bæta menntun lögreglumanna og auka samstarf við fagaðila í öðrum stéttum. Sem betur fer búum við ekki í landi þar sem almennir borgarar falla reglulega fyrir hendi vopnaðra lögreglumanna. Það hefur bara gerst einu sinni. Ísland er enda efst á lista yfir friðsælustu lönd heims og það eru forréttindi sem mér finnst mikilvægt að varðveita. Alltof fáir íbúar þessa heims búa við nægjanlegt öryggi og frið. Í grundvallaratriðum er umræðan um vopnaburð lögreglu ekki mikið flóknari en þetta. Auðvitað eru ekki allir sammála um hversu hættulegt það er að búa á Íslandi. Margir hafa úttalað sig digurbarkalega um þetta mál og gert lítið úr andstæðingum sínum og jafnvel snúið út úr. Það eru ekki merkileg innlegg í umræðuna. Það er þeirra sem vilja skotvopnavæða lögregluna að sýna fram á að þörf sé á byssunum. Hingað til hefur ekki verið sýnt fram á það.Höfundur er forseti borgarstjórnar og borgarfulltrúi Vinstri grænna.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar