Staurblindur meirihluti á ástand húsnæðismála
Meirihlutinn felldi tillögu um fjölgun lóða
Á fundinum í borgarstjórn hinn 7. febrúar samþykkti meirihlutinn að vísa tillögunni til borgarráðs. Á þeim tímapunkti kviknaði von um að meirihlutinn væri búinn að átta sig á því að núverandi ástand í húsnæðismálum gengi ekki lengur og því væri skynsamlegt að samþykkja tillögu um verulega fjölgun lóða. En því var ekki að heilsa. Því þessi sami meirihluti sem hafði látið tillöguna velkjast í borgarkerfinu í tæpa þrjá mánuði felldi tillöguna með þeirri röksemdafærslu að tillagan myndi ekki gera neitt til leysa húsnæðisvandann á höfuðborgarsvæðinu. Það yrði best gert með því að vinna rösklega að þeim áætlunum sem fyrir liggja.
Það er kaldhæðnislegt að það eru einmitt þessar endalausu áætlanir sem meirihlutinn vísar til og borgarstjóri veifar statt og stöðugt sem fólk í húsnæðisþörf hefur ekki getað flutt inn í. Áætlanir á glærum borgarstjóra eru skjóllitlar og hriplekar.
Það vantar 5.000 íbúðir núna
Það er auðséð að meirihluti borgarstjórnar með Dag B. Eggertsson borgarstjóra í fararbroddi skilur ekki vandamálið. Það vantar 5.000 íbúðir í dag og svo 1.400 íbúðir árlega næsta áratuginn. Lóðaskortsstefna meirihlutans hefur þau áhrif á húsnæðismarkað að hér hefur verið sett Evrópumet í hækkun húsnæðisverðs síðan 2010 og sífellt fleiri fréttir berast af því að fólk sé að flýja blinda þéttingarstefnu meirihlutans til nágrannabyggðarlaga.
Þrátt fyrir þessa stöðu heldur meirihlutinn sig við óbreytta stefnu um að úthluta ekki nýjum lóðum heldur styðjast nánast eingöngu við lóðir á þéttingarsvæðum þar sem ljóst er að íbúðir eru miklum mun dýrari en ef borgin úthlutaði sjálf fleiri lóðum. Skortur í húsnæðismálum og óeðlilega mikil þensla á húsnæðismarkaði markast af skorti sem er heimatilbúinn og í boði meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar í Borgarstjórn Reykjavíkur.
Eina ljósið í myrkrinu er að það eru borgarstjórnarkosningar á næsta ári. Þá geta borgarbúar rofið nánast sleitulausa valdasetu vinstri flokkanna í borgarstjórn síðan árið 1994.
Skoðun
Húsnæði er forsenda bata
Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar
Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar
Davíð Bergmann skrifar
Í skugga misvægis atkvæðanna
Örn Sigurðsson skrifar
Spurningar og svör um Evrópumál
Jón Baldvin Hannibalsson skrifar
Skýr sýn og metnaður
Hákon Stefánsson skrifar
Er samþykki barna túlkunaratriði?
Ólöf Tara Harðardóttir skrifar
Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna
Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar
Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“
Hópur lækna skrifar
Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Ferðalag sálna
Matthildur Björnsdóttir skrifar
Ekkert samráð – ekkert traust
Björg Eva Erlendsdóttir skrifar
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið
Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Að vera með BRCA-stökkbreytingu
Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar
Opið bréf til foreldra í Stakkaborg
Jónína Einarsdóttir skrifar
Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt
Mörður Árnason skrifar
Hvernig þjóð viljum við vera?
Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild
Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Opið bréf til Ingu Sæland
Ragnar Erling Hermannsson skrifar
Atvinnuþátttaka kvenna og karla
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Mannekla á leikskólum
Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins
Þórir Garðarsson skrifar
Heimur hins sterka og óvissan framundan
Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála
Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Viðhorf
Leifur Helgi Konráðsson skrifar
Emma Lazarus og Frelsisstyttan
Atli Harðarson skrifar
Rétt tímasetning skiptir öllu máli
Ole Anton Bieltvedt skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu
Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Sjálfræðissvipting þjóðar
Ægir Örn Arnarson skrifar