Mourinho öfundar Ajax í aðdraganda úrslitaleiksins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2017 10:00 Jose Mourinho fagnar sigri í gærkvöldi. Vísir/Getty Manchester United komst í gærkvöldi í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir 1-1 jafntefli í seinni undanúrslitaleiknum á móti spænska liðinu Celta Vigo. Manchester United mætir hollenska liðinu Ajax í úrslitaleiknum á Friends Arena í Stokkhólmi í Svíþjóð 24. maí næstkomandi. United getur ekki aðeins unnið titil í leiknum heldur einnig tryggt sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Mourinho hefur verið duglegur að kvarta undan álagi á sitt lið á þessu tímabili og það varð engin breyting á því eftir leikinn í gær. Hann öfundar lið Ajax af því að fá miklu lengra frí til að safna kröftum fyrir úrslitaleikinn en Ajax leikur sinn síðasta deildarleik á sunnudaginn. „Þetta tímabil hefur verið svo erfitt fyrir okkur. Það væri því stórkostlegt ef okkur tækist að vinna Evrópudeildina. Það myndi þýða bikar og tækifæri til að komast aftur í Meistaradeildina,“ sagði Jose Mourinho við BBC. „Ajax klárar deildarkeppnina á sunnudaginn. Þeir hafa því tólf daga til að undirbúa sig. Við eigum aftur á móti eftir að spila þrjá leiki og fáum bara þrjá daga fyrir leikinn,“ sagði Mourinho. Manchester United mætir Tottenham á White Hart Lane um helgina, heimsækir Southampton á miðvikudaginn kemur og spilar síðan við Crystal Palace í lokaumferð ensku deildarinnar sunnudaginn 21. maí. Úrslitaleikurinn er síðan eins og áður sagði í Stokkhólmi 24. maí. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Enski boltinn Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Sjá meira
Manchester United komst í gærkvöldi í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir 1-1 jafntefli í seinni undanúrslitaleiknum á móti spænska liðinu Celta Vigo. Manchester United mætir hollenska liðinu Ajax í úrslitaleiknum á Friends Arena í Stokkhólmi í Svíþjóð 24. maí næstkomandi. United getur ekki aðeins unnið titil í leiknum heldur einnig tryggt sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Mourinho hefur verið duglegur að kvarta undan álagi á sitt lið á þessu tímabili og það varð engin breyting á því eftir leikinn í gær. Hann öfundar lið Ajax af því að fá miklu lengra frí til að safna kröftum fyrir úrslitaleikinn en Ajax leikur sinn síðasta deildarleik á sunnudaginn. „Þetta tímabil hefur verið svo erfitt fyrir okkur. Það væri því stórkostlegt ef okkur tækist að vinna Evrópudeildina. Það myndi þýða bikar og tækifæri til að komast aftur í Meistaradeildina,“ sagði Jose Mourinho við BBC. „Ajax klárar deildarkeppnina á sunnudaginn. Þeir hafa því tólf daga til að undirbúa sig. Við eigum aftur á móti eftir að spila þrjá leiki og fáum bara þrjá daga fyrir leikinn,“ sagði Mourinho. Manchester United mætir Tottenham á White Hart Lane um helgina, heimsækir Southampton á miðvikudaginn kemur og spilar síðan við Crystal Palace í lokaumferð ensku deildarinnar sunnudaginn 21. maí. Úrslitaleikurinn er síðan eins og áður sagði í Stokkhólmi 24. maí.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Enski boltinn Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Sjá meira