Hin fötluðu og kerfið Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 15. maí 2017 10:10 Samkvæmt lögum eiga allir að hafa sömu tækifæri til menntunar. Börn og ungmenni til 18 ára aldurs skulu geta sótt nám við hæfi. En er það svo? Stutta svarið er NEI. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðuþjóðanna eiga öll börn rétt á menntun. Samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks eiga öll börn og ungmenni með raskanir rétt á menntun. Samkvæmt íslenskum stjórnvöldum er svarið: sumir og stundum. Dæmi um veruleikanna í íslensku samfélagi. Nýlega kom fram í samantekt frá Reykjavíkurborg að skráð væru yfir 100 grunnskólabörn sem ekki virðast vera í viðunandi námsumhverfi þar sem illa næst að halda utan um þeirra vegferð – við sem þekkjum til þessa hóps vitum hve alvarleg staða það er fyrir alla ekki síst þessa einstaklinga. Hvert liggur þeirra leið þegar illa gengur? Á ráðstefnu Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisin nýverið þar sem m.a. var fjallað um réttindi barna og ungmenna með frávik til náms, kom m.a. fram að verið er að skera niður fjárframlög til námstilboða sem þessi ungmenni hafa átt möguleika á að sækja. Í öllum uppgangnum sér ríkið sér ekki fært að verja það sem fyrir er. Eða réttara sagt ráðuneytið sem málið heyrir undir. Það er nefnilega þannig að kostnaður við skert lífsgæði kemur þá bara fram í aukinni þjónustu á öðrum sviðum ríkisins. En það káfar ekki upp á einstakt ráðuneyti að hugsa heildrænt – ekki enn að minnsta kosti. Hópur ungmenna á grunn- og framhaldsskólaaldri utan menntakerfis sem er að glíma við fjölþættan vanda er ekki úthlutað námstilboði við hæfi á ári hverju. Það er hópur ungmenna á framhaldsskólaaldri utan menntakerfis sem nýtur velvildar einstaklingsframtaksins sem hefur upp á sitt eigið einsdæmi opnað dyr fyrir ungmenni með fjölþættan vanda sem kerfið virðist ekki eiga svör við um hvernig megi mæta innan menntakerfisins. Bjargirnar eru engar vegna þess að bjargirnar eru of dýrar fyrir málaflokkinn menntun. Ábyrgð ríkisins er mikil en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum kemst ríkið upp með að sinna ekki þeirri skyldu sinni að veita öllum börnum og ungmennum námstækifæri upp að 18 ára aldri. Hver á að kvarta? Hvar á að banka upp á? Hópurinn sem um ræðir er einmitt hópurinn sem hefur hvað veikasta stuðningnetið, oftar en ekki er stuðningsnetið kerfið sjálft því stuðningur heimafyrir er í mörgum tilvikum ekki til staðar. Hversu óábyrgt er það af kerfinu að standa ekki við skyldur sínar gagnvart þessum hópi? Stutta svarið er að það er grafalvarlegt ábyrgðarleysi. Það er löngu tímabært að kerfið fari að vinna sem einn maður, eitt kerfi en ekki mörg að málefnum þeirra barna og ungmenna með frávik sem af einhverjum ástæðum geta ekki nýtt sér almenn námstilboð. Það að kerfið geti vísað ábyrgð á milli sín innan kerfis er lamandi fyrir alla sem að einstaklingnum standa. Það er nefnilega svo að öll börn og ungmenni hafa vilja og löngun til frekari þroska, að fá tækifæri til þess að efla sig á eigin forsendum og öðlast aukna færni til að takast á við líf sitt eins og við öll. Tækifærin til náms - sómi samfélagsins. Sara Dögg Svanhildardóttir Skólamanneskja Situr í stjórn Einhverfusamtakanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Samkvæmt lögum eiga allir að hafa sömu tækifæri til menntunar. Börn og ungmenni til 18 ára aldurs skulu geta sótt nám við hæfi. En er það svo? Stutta svarið er NEI. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðuþjóðanna eiga öll börn rétt á menntun. Samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks eiga öll börn og ungmenni með raskanir rétt á menntun. Samkvæmt íslenskum stjórnvöldum er svarið: sumir og stundum. Dæmi um veruleikanna í íslensku samfélagi. Nýlega kom fram í samantekt frá Reykjavíkurborg að skráð væru yfir 100 grunnskólabörn sem ekki virðast vera í viðunandi námsumhverfi þar sem illa næst að halda utan um þeirra vegferð – við sem þekkjum til þessa hóps vitum hve alvarleg staða það er fyrir alla ekki síst þessa einstaklinga. Hvert liggur þeirra leið þegar illa gengur? Á ráðstefnu Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisin nýverið þar sem m.a. var fjallað um réttindi barna og ungmenna með frávik til náms, kom m.a. fram að verið er að skera niður fjárframlög til námstilboða sem þessi ungmenni hafa átt möguleika á að sækja. Í öllum uppgangnum sér ríkið sér ekki fært að verja það sem fyrir er. Eða réttara sagt ráðuneytið sem málið heyrir undir. Það er nefnilega þannig að kostnaður við skert lífsgæði kemur þá bara fram í aukinni þjónustu á öðrum sviðum ríkisins. En það káfar ekki upp á einstakt ráðuneyti að hugsa heildrænt – ekki enn að minnsta kosti. Hópur ungmenna á grunn- og framhaldsskólaaldri utan menntakerfis sem er að glíma við fjölþættan vanda er ekki úthlutað námstilboði við hæfi á ári hverju. Það er hópur ungmenna á framhaldsskólaaldri utan menntakerfis sem nýtur velvildar einstaklingsframtaksins sem hefur upp á sitt eigið einsdæmi opnað dyr fyrir ungmenni með fjölþættan vanda sem kerfið virðist ekki eiga svör við um hvernig megi mæta innan menntakerfisins. Bjargirnar eru engar vegna þess að bjargirnar eru of dýrar fyrir málaflokkinn menntun. Ábyrgð ríkisins er mikil en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum kemst ríkið upp með að sinna ekki þeirri skyldu sinni að veita öllum börnum og ungmennum námstækifæri upp að 18 ára aldri. Hver á að kvarta? Hvar á að banka upp á? Hópurinn sem um ræðir er einmitt hópurinn sem hefur hvað veikasta stuðningnetið, oftar en ekki er stuðningsnetið kerfið sjálft því stuðningur heimafyrir er í mörgum tilvikum ekki til staðar. Hversu óábyrgt er það af kerfinu að standa ekki við skyldur sínar gagnvart þessum hópi? Stutta svarið er að það er grafalvarlegt ábyrgðarleysi. Það er löngu tímabært að kerfið fari að vinna sem einn maður, eitt kerfi en ekki mörg að málefnum þeirra barna og ungmenna með frávik sem af einhverjum ástæðum geta ekki nýtt sér almenn námstilboð. Það að kerfið geti vísað ábyrgð á milli sín innan kerfis er lamandi fyrir alla sem að einstaklingnum standa. Það er nefnilega svo að öll börn og ungmenni hafa vilja og löngun til frekari þroska, að fá tækifæri til þess að efla sig á eigin forsendum og öðlast aukna færni til að takast á við líf sitt eins og við öll. Tækifærin til náms - sómi samfélagsins. Sara Dögg Svanhildardóttir Skólamanneskja Situr í stjórn Einhverfusamtakanna
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar