WannaCry: Vírusar sem virka Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2017 12:30 Það sem gerir WannaCry sérstaklega skæðan, er að einungis einn aðili þarf að falla fyrir honum. Smitast ein tölva í tölvukerfi, dreifist vírusinn á allar tölvur í kerfinu. Vísir/AFP Öryggissérfræðingar vinna nú hörðum höndum að því að reyna að finna sökudólgana í tölvuárásinni sem læsti hundruðum þúsunda tölva um helgina. Hakkararnir notuðust við tól sem var stolið frá Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NSA, og birt á netinu. Með þessu tóli tókst þeim að dreifa vírusnum WannaCry (hann gengur einnig undir öðrum nöfnum) um allan heim. Vírusinn hefur fundist í um 150 löndum, en svo virðist sem að tekist hafi að stöðva, eða draga verulega úr, dreifingu vírussins um helgina. Europol segir sýkingum ekki hafa fjölgað verulega við byrjun vinnuvikunnar í Evrópu.Helstu áhrif árásarinnar.Vísir/GRaphicnewsÍ samtali við AP fréttaveituna segir sérfræðingurinn Tim Wellsmore að ekki sé sérstaklega búist við því að um stóran hóp hakkara sé að ræða. Þess í stað er talið að smár hópur hafi einfaldlega verið heppinn og vírusinn hafi dreifst af miklum hraða um heiminn allan. Þá segir á vef Guardian að færri en hundrað hafi greitt lausnargjaldið sem fórnarlömbum vírussins er gert að greiða til að opna tölvur sínar aftur. Vírusnum hefur verið dreift með tölvupóstum og notar hann öryggisgalla í Windows stýrikerfinu. Þó gaf Microsoft út svokallaðan plástur fyrr á árinu sem lagaði þennan galla. Nú um helgina gaf fyrirtækið út nýjan plástur til að verja eldri stýrikerfi. Tölvueigendum hefur verið bent á að uppfæra stýrikerfi sín og þá sérstaklega þeir sem notast við eldri útgáfur eins og Windows XP. Fólki hefur einnig verið bent á að fara varlega við að opna fylgiskjöl og hlekki sem berast í tölvupóstum.Vinsælar og árangursríkar árásir Það sem gerir WannaCry sérstaklega skæðan, er að einungis einn aðili þarf að falla fyrir honum. Smitast ein tölva í tölvukerfi, dreifist vírusinn á allar tölvur í kerfinu. Samkvæmt þeim skilaboðum sem vírusinn skilur eftir sig, getur lausnargjaldið tvöfaldast á næstu dögum og gæti hann jafnvel farið að eyða skjölum úr sýktum tölvum. Sérfræðingar segja að vírusar eins og WannaCry séu mjög algengir. Þessi hafi orðið mjög umræddur vegna þess hve hratt og víða hann dreifðist en öryggisfyrirtæki takist á við svona vírusa, sem ganga undir nafninu Ransomware, á degi hverjum. Þá segja þeir ástæðuna fyrir vinsældum þeirra vera einfalda. Þeir virka og hakkarar geta grætt mikið á þeim. Þar að auki er erfitt að rannsaka þessa glæpi og komast á snoðir um hverjir framkvæma þá.Útskýring AFP What is the WannaCry ransomware and how were cyber-criminals able to seize control of more than 200,000 computers? pic.twitter.com/UtCsT6N3NJ— AFP news agency (@AFP) May 15, 2017 Leiðbeiningar Europol How to prevent a #ransomware attack? See #WannaCry additional prevention advice on https://t.co/3HIV2MNttQ #NeverPay #Nomoreransom pic.twitter.com/ScTi5tG1gk— Europol (@Europol) May 15, 2017 What is #ransomware? Find out more about how you can prevent and report it: https://t.co/3HIV2MNttQ. #NoMoreRansom #NeverPay @EC3Europol pic.twitter.com/ey8I0K8NpP— Europol (@Europol) May 13, 2017 Tölvuárásir Tengdar fréttir Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00 Búast við fleiri tölvuárásum á morgun Hrafnkell Viðar Gíslason forstjóri Póst og fjarskiptastofnunnar, segir að ein tilkynning hafi borist þar sem um slíka árás gæti verið að ræða. 14. maí 2017 20:43 Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. 15. maí 2017 09:00 Alls óvíst að greiðsla tryggi að fólk fái gögnin sín til baka Sérfræðingar óttast frekari tölvuárásir í dag, en árásirnar hófust á föstudag og hafa náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. 15. maí 2017 07:00 Persónulegt áfall að lenda í tölvuþrjótum Skúli Gautason lenti í því að fá vírus í tölvu sína og lausnarkröfu. 15. maí 2017 10:35 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Öryggissérfræðingar vinna nú hörðum höndum að því að reyna að finna sökudólgana í tölvuárásinni sem læsti hundruðum þúsunda tölva um helgina. Hakkararnir notuðust við tól sem var stolið frá Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NSA, og birt á netinu. Með þessu tóli tókst þeim að dreifa vírusnum WannaCry (hann gengur einnig undir öðrum nöfnum) um allan heim. Vírusinn hefur fundist í um 150 löndum, en svo virðist sem að tekist hafi að stöðva, eða draga verulega úr, dreifingu vírussins um helgina. Europol segir sýkingum ekki hafa fjölgað verulega við byrjun vinnuvikunnar í Evrópu.Helstu áhrif árásarinnar.Vísir/GRaphicnewsÍ samtali við AP fréttaveituna segir sérfræðingurinn Tim Wellsmore að ekki sé sérstaklega búist við því að um stóran hóp hakkara sé að ræða. Þess í stað er talið að smár hópur hafi einfaldlega verið heppinn og vírusinn hafi dreifst af miklum hraða um heiminn allan. Þá segir á vef Guardian að færri en hundrað hafi greitt lausnargjaldið sem fórnarlömbum vírussins er gert að greiða til að opna tölvur sínar aftur. Vírusnum hefur verið dreift með tölvupóstum og notar hann öryggisgalla í Windows stýrikerfinu. Þó gaf Microsoft út svokallaðan plástur fyrr á árinu sem lagaði þennan galla. Nú um helgina gaf fyrirtækið út nýjan plástur til að verja eldri stýrikerfi. Tölvueigendum hefur verið bent á að uppfæra stýrikerfi sín og þá sérstaklega þeir sem notast við eldri útgáfur eins og Windows XP. Fólki hefur einnig verið bent á að fara varlega við að opna fylgiskjöl og hlekki sem berast í tölvupóstum.Vinsælar og árangursríkar árásir Það sem gerir WannaCry sérstaklega skæðan, er að einungis einn aðili þarf að falla fyrir honum. Smitast ein tölva í tölvukerfi, dreifist vírusinn á allar tölvur í kerfinu. Samkvæmt þeim skilaboðum sem vírusinn skilur eftir sig, getur lausnargjaldið tvöfaldast á næstu dögum og gæti hann jafnvel farið að eyða skjölum úr sýktum tölvum. Sérfræðingar segja að vírusar eins og WannaCry séu mjög algengir. Þessi hafi orðið mjög umræddur vegna þess hve hratt og víða hann dreifðist en öryggisfyrirtæki takist á við svona vírusa, sem ganga undir nafninu Ransomware, á degi hverjum. Þá segja þeir ástæðuna fyrir vinsældum þeirra vera einfalda. Þeir virka og hakkarar geta grætt mikið á þeim. Þar að auki er erfitt að rannsaka þessa glæpi og komast á snoðir um hverjir framkvæma þá.Útskýring AFP What is the WannaCry ransomware and how were cyber-criminals able to seize control of more than 200,000 computers? pic.twitter.com/UtCsT6N3NJ— AFP news agency (@AFP) May 15, 2017 Leiðbeiningar Europol How to prevent a #ransomware attack? See #WannaCry additional prevention advice on https://t.co/3HIV2MNttQ #NeverPay #Nomoreransom pic.twitter.com/ScTi5tG1gk— Europol (@Europol) May 15, 2017 What is #ransomware? Find out more about how you can prevent and report it: https://t.co/3HIV2MNttQ. #NoMoreRansom #NeverPay @EC3Europol pic.twitter.com/ey8I0K8NpP— Europol (@Europol) May 13, 2017
Tölvuárásir Tengdar fréttir Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00 Búast við fleiri tölvuárásum á morgun Hrafnkell Viðar Gíslason forstjóri Póst og fjarskiptastofnunnar, segir að ein tilkynning hafi borist þar sem um slíka árás gæti verið að ræða. 14. maí 2017 20:43 Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. 15. maí 2017 09:00 Alls óvíst að greiðsla tryggi að fólk fái gögnin sín til baka Sérfræðingar óttast frekari tölvuárásir í dag, en árásirnar hófust á föstudag og hafa náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. 15. maí 2017 07:00 Persónulegt áfall að lenda í tölvuþrjótum Skúli Gautason lenti í því að fá vírus í tölvu sína og lausnarkröfu. 15. maí 2017 10:35 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00
Búast við fleiri tölvuárásum á morgun Hrafnkell Viðar Gíslason forstjóri Póst og fjarskiptastofnunnar, segir að ein tilkynning hafi borist þar sem um slíka árás gæti verið að ræða. 14. maí 2017 20:43
Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. 15. maí 2017 09:00
Alls óvíst að greiðsla tryggi að fólk fái gögnin sín til baka Sérfræðingar óttast frekari tölvuárásir í dag, en árásirnar hófust á föstudag og hafa náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. 15. maí 2017 07:00
Persónulegt áfall að lenda í tölvuþrjótum Skúli Gautason lenti í því að fá vírus í tölvu sína og lausnarkröfu. 15. maí 2017 10:35