Berjumst fyrir auknum jöfnuði Elín Björg Jónasdóttir skrifar 1. maí 2017 07:00 Þær raddir heyrast stundum að verkalýðshreyfingin sé að verða úrelt fyrirbæri. Að búið sé að tryggja þau réttindi sem þurfi að tryggja. Það er gríðarlegt vanmat á verkefnum hreyfingarinnar. Þeir sem taka þátt í kröfugöngum um land allt í dag, á baráttudegi verkalýðsins, eru sannarlega ekki þeirrar skoðunar. Þó mikið hafi áunnist frá því í árdaga verkalýðshreyfingarinnar hafa grundvallarþarfirnar ekki breyst. Öll þurfum við að hafa í okkur og á. Öll þurfum við að hafa einhvers staðar höfði að að halla. Öll þurfum við að búa við öryggi. Það eru grundvallarþarfirnar. Við þurfum líka að búa í samfélagi sem við erum sátt við. Samfélagi þar sem félagslegt réttlæti ríkir, þar sem allir búa við mannsæmandi lífskjör. Til að svo megi verða þurfum við að vinna gegn sívaxandi misskiptingu í samfélaginu. Við þurfum að halda áfram baráttunni fyrir því að auka jöfnuð. Þeir sem tala hvað hæst fyrir mikilvægi efnahagslegs stöðugleika, en átta sig ekki á mikilvægi þess að koma á félagslegum stöðugleika, ættu að líta til þess. Jöfnuður í samfélaginu er ein helsta forsenda stöðugleika. Á meðan sumir eiga varla til hnífs og skeiðar og horfa á aðra greiða sjálfum sér margföld árslaun venjulegs launafólks í bónusa eða arð verður engin sátt og enginn stöðugleiki. Eftir því sem misskiptingin í samfélaginu verður meiri munu þau átök sem einkennt hafa samfélag okkar undanfarið harðna. Ef stjórnmálamönnum og öðrum sem tala um stöðugleika er einhver alvara verður að byrja á því að tryggja launafólki og almenningi öllum mannsæmandi lífskjör og draga úr misskiptingunni frekar en að halda áfram að auka ójöfnuð. Markmið okkar allra á að vera að auka lífsgæði í landinu og koma á velferðarkerfi að norrænni fyrirmynd sem við getum öll verið stolt af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Þær raddir heyrast stundum að verkalýðshreyfingin sé að verða úrelt fyrirbæri. Að búið sé að tryggja þau réttindi sem þurfi að tryggja. Það er gríðarlegt vanmat á verkefnum hreyfingarinnar. Þeir sem taka þátt í kröfugöngum um land allt í dag, á baráttudegi verkalýðsins, eru sannarlega ekki þeirrar skoðunar. Þó mikið hafi áunnist frá því í árdaga verkalýðshreyfingarinnar hafa grundvallarþarfirnar ekki breyst. Öll þurfum við að hafa í okkur og á. Öll þurfum við að hafa einhvers staðar höfði að að halla. Öll þurfum við að búa við öryggi. Það eru grundvallarþarfirnar. Við þurfum líka að búa í samfélagi sem við erum sátt við. Samfélagi þar sem félagslegt réttlæti ríkir, þar sem allir búa við mannsæmandi lífskjör. Til að svo megi verða þurfum við að vinna gegn sívaxandi misskiptingu í samfélaginu. Við þurfum að halda áfram baráttunni fyrir því að auka jöfnuð. Þeir sem tala hvað hæst fyrir mikilvægi efnahagslegs stöðugleika, en átta sig ekki á mikilvægi þess að koma á félagslegum stöðugleika, ættu að líta til þess. Jöfnuður í samfélaginu er ein helsta forsenda stöðugleika. Á meðan sumir eiga varla til hnífs og skeiðar og horfa á aðra greiða sjálfum sér margföld árslaun venjulegs launafólks í bónusa eða arð verður engin sátt og enginn stöðugleiki. Eftir því sem misskiptingin í samfélaginu verður meiri munu þau átök sem einkennt hafa samfélag okkar undanfarið harðna. Ef stjórnmálamönnum og öðrum sem tala um stöðugleika er einhver alvara verður að byrja á því að tryggja launafólki og almenningi öllum mannsæmandi lífskjör og draga úr misskiptingunni frekar en að halda áfram að auka ójöfnuð. Markmið okkar allra á að vera að auka lífsgæði í landinu og koma á velferðarkerfi að norrænni fyrirmynd sem við getum öll verið stolt af.
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun