Ekki vera nasisti Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar 2. maí 2017 11:25 Að bera fólk sem berst gegn hatursorðræðu eða krefst þess að fólk beri ábyrgð á opinberum ummælum sínum við nasista og einræðisherra er að verða að þrálátu stefi þjóðfélagsumræðunni. Fólk sem á opinberum vettvangi lætur út úr sér hatursfull ummæli um hinsegin fólk, hvetur til ofbeldis gegn múslimum eða kennir þolendum stafrænna kynferðisbrota um brotin eru þar talin helstu fórnarlömb fasískra réttlætisriddara. Það að fólk fái ekki að tjá skoðanir sínar án þess að þær séu gagnrýndar eða það séu afleiðingar er augljós skerðing á þeirra tjáningarfrelsi og kröfur um að þau beri ábyrgð, rekin úr vinnu sinni eða séu sótt til saka eru taldir fasískir tilburðir og jafnvel bornir saman við aðferðir þriðja ríksins í seinni heimstyrjöldinni. Það er aukaatriði að það sé hluti af tjáningarfrelsi að gagnrýna opinber ummæli og kemur þessu augljóslega ekkert við. Fólkið sem vill láta hvað sem er út úr sér án afleiðinga keppist við að gagnrýna fólkið sem gagnrýnir þau og fer að kvarta undan því að það sé að þeirra rétti vegið. Þeir hópar sem eru þolendur hatursorðræðunnar eða kynferðisofbeldis eiga bara að hafa hljótt og sætta sig við málefnalega og opna umræðu. Öll gagnrýni er kveðin niður með einu orði: tjáningarfrelsi. Öllum er því leyfilegt að tjá sitt hatur, hvetja til hatursaðgerða og ýta undir skaðlegar hugmyndir sem leiða til frekari kúgunar og jaðarsetningar. Þrátt fyrir að það hafi margsinnið sýnt sig að hatursfull orðræða leiði til fordóma, sem leiðir til mismununar, sem leiðir síðar til aðgerða á borð við ofbeldi og útrýmingu heils hóps fólks, þá á fólk að fá að tjá hatur sitt opinberlega án neinna afleiðinga. Útrýmingarbúðir á borð við þær sem eiga sér nú stað í Tjetsjeníu eru þá væntanlega ekki af sökum hatursorðræðu heldur er gjörsamlega ótengt að öllu leyti. Enginn þarf að bera ábyrgð á orðum sínum og þess sem þau geta leitt til og það er mjög langsótt að telja að hatursorðræða geti leitt til slíks. Tjáningarfrelsið firrar þig ábyrgð. Engar áhyggjur. Ef þú ert í valdastöðu gagnvart hópum fólks í samfélaginu í starfi þínu þá er það alveg í lagi að segja hvað sem þú vilt og búast ekki við neinum afleiðingum. Vegna þess að þú hefur tjáningarfrelsi. Allar kröfur um að það verði hugsanlegar afleiðingar vegna opinberra ummæla sem verja kynferðisafbrotamenn er auðvelt að kveða niður með að bera það saman við nasisma og fasíska tilburði. Fólk sem gagnrýnir slík ummæli eru bara nasistar. Vegna þess að það er fullkomlega samanburðarhæft að fólk í jaðarstöðu krefjist virðingar og réttlætis og að fasísk stjórnvöld sem myrtu 6 milljónir manna í útrýmingarbúðum losi sig við fólk sem gagnrýnir einræðisstefnu þeirra. Ekki krefjast virðingar eða réttlætis. Ekki krefjast þess að fólk beri ábyrgð á orðum sínum. Ekki vera nasisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ugla Stefanía Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Að bera fólk sem berst gegn hatursorðræðu eða krefst þess að fólk beri ábyrgð á opinberum ummælum sínum við nasista og einræðisherra er að verða að þrálátu stefi þjóðfélagsumræðunni. Fólk sem á opinberum vettvangi lætur út úr sér hatursfull ummæli um hinsegin fólk, hvetur til ofbeldis gegn múslimum eða kennir þolendum stafrænna kynferðisbrota um brotin eru þar talin helstu fórnarlömb fasískra réttlætisriddara. Það að fólk fái ekki að tjá skoðanir sínar án þess að þær séu gagnrýndar eða það séu afleiðingar er augljós skerðing á þeirra tjáningarfrelsi og kröfur um að þau beri ábyrgð, rekin úr vinnu sinni eða séu sótt til saka eru taldir fasískir tilburðir og jafnvel bornir saman við aðferðir þriðja ríksins í seinni heimstyrjöldinni. Það er aukaatriði að það sé hluti af tjáningarfrelsi að gagnrýna opinber ummæli og kemur þessu augljóslega ekkert við. Fólkið sem vill láta hvað sem er út úr sér án afleiðinga keppist við að gagnrýna fólkið sem gagnrýnir þau og fer að kvarta undan því að það sé að þeirra rétti vegið. Þeir hópar sem eru þolendur hatursorðræðunnar eða kynferðisofbeldis eiga bara að hafa hljótt og sætta sig við málefnalega og opna umræðu. Öll gagnrýni er kveðin niður með einu orði: tjáningarfrelsi. Öllum er því leyfilegt að tjá sitt hatur, hvetja til hatursaðgerða og ýta undir skaðlegar hugmyndir sem leiða til frekari kúgunar og jaðarsetningar. Þrátt fyrir að það hafi margsinnið sýnt sig að hatursfull orðræða leiði til fordóma, sem leiðir til mismununar, sem leiðir síðar til aðgerða á borð við ofbeldi og útrýmingu heils hóps fólks, þá á fólk að fá að tjá hatur sitt opinberlega án neinna afleiðinga. Útrýmingarbúðir á borð við þær sem eiga sér nú stað í Tjetsjeníu eru þá væntanlega ekki af sökum hatursorðræðu heldur er gjörsamlega ótengt að öllu leyti. Enginn þarf að bera ábyrgð á orðum sínum og þess sem þau geta leitt til og það er mjög langsótt að telja að hatursorðræða geti leitt til slíks. Tjáningarfrelsið firrar þig ábyrgð. Engar áhyggjur. Ef þú ert í valdastöðu gagnvart hópum fólks í samfélaginu í starfi þínu þá er það alveg í lagi að segja hvað sem þú vilt og búast ekki við neinum afleiðingum. Vegna þess að þú hefur tjáningarfrelsi. Allar kröfur um að það verði hugsanlegar afleiðingar vegna opinberra ummæla sem verja kynferðisafbrotamenn er auðvelt að kveða niður með að bera það saman við nasisma og fasíska tilburði. Fólk sem gagnrýnir slík ummæli eru bara nasistar. Vegna þess að það er fullkomlega samanburðarhæft að fólk í jaðarstöðu krefjist virðingar og réttlætis og að fasísk stjórnvöld sem myrtu 6 milljónir manna í útrýmingarbúðum losi sig við fólk sem gagnrýnir einræðisstefnu þeirra. Ekki krefjast virðingar eða réttlætis. Ekki krefjast þess að fólk beri ábyrgð á orðum sínum. Ekki vera nasisti.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun