Fiskur á silfurfati Oddný G. Harðardóttir skrifar 9. maí 2017 07:00 Þorskstofninn hefur aldrei mælst stærri en við síðustu mælingar Hafrannsóknastofnunar. Það verður því að teljast afar líklegt að tillaga um viðbótarkvóta komi fram fyrir næstu fiskveiðiár enda hefur kvótinn nærri tvöfaldast síðustu 10 fiskveiðiár þrátt fyrir lakari mælingar. Ríkisstjórnin, með sjávarútvegsráðherra Viðreisnar í fararbroddi málaflokksins, vill ekki breyta lögum um fiskveiðistjórnun svo hægt sé að bjóða út viðbótarkvótann. Þess vegna verður honum að óbreyttu skipt á milli núverandi kvótaeigenda. Alþingi er í fullum rétti til að stöðva þann gjafagjörning. Alþingi ætti að lögleiða réttlátari meðferð fiskveiðiauðlindarinnar fyrir hönd eigenda hennar. Í það minnsta ætti að stöðva áform ríkisstjórnarinnar um að færa viðbótarkvóta útgerðinni á silfurfati. Með útboði á viðbótarkvóta fengist verðmæt reynsla af útboðsleiðinni sem gæti nýst vel í viðræðum sáttanefndar þeirrar sem sjávarútvegsráðherra hyggst skipa á næstunni um fiskveiðistjórnunarkerfið. Með reglum um útboð væri mögulegt að auðvelda aðkomu útgerða frá viðkvæmari svæðum landsins, stuðla að nýliðun og vinna gegn samþjöppun aflaheimilda. Ef tækifærið er ekki nýtt verður það útboð sem fyrir er styrkt enn frekar, þ.e.a.s. útboð á kvóta sem nú er í höndum útgerðarinnar sjálfrar. Á þeim útboðsmarkaði fór kílóið af þorski á 211 kr. í haust en gengur nú um stundir á 180 kr. en 11 kr. renna til ríkissjóðs í formi veiðigjalds. Skólar og heilbrigðisstofnanir eru á sama tíma í rekstrarvanda vegna fjárskorts og vegirnir að molna undan okkur. Hvers vegna ætli stjórnvöldum finnist mikilvægara að færa útgerðinni viðbótarkvóta á spottprís frekar en að fá fyrir hann markaðsverð og láta tekjurnar renna til velferðarþjónustu fyrir almenning? Hvort sagðist Viðreisn fyrir kosningar ætla að gæta betur að sérhagsmunum eða hag almennings? Þjóðin á þessa auðlind og á rétt á sanngjörnu gjaldi fyrir afnotaréttinn af henni. Á dögunum átti ég samtal við sjávarútvegsráðherra og þingflokksformann Viðreisnar um þessi mál í þinginu. Báðar lofuðu þær nefndum en engum efndum og líklega er það einmitt forsenda stjórnarsamstarfsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þorskstofninn hefur aldrei mælst stærri en við síðustu mælingar Hafrannsóknastofnunar. Það verður því að teljast afar líklegt að tillaga um viðbótarkvóta komi fram fyrir næstu fiskveiðiár enda hefur kvótinn nærri tvöfaldast síðustu 10 fiskveiðiár þrátt fyrir lakari mælingar. Ríkisstjórnin, með sjávarútvegsráðherra Viðreisnar í fararbroddi málaflokksins, vill ekki breyta lögum um fiskveiðistjórnun svo hægt sé að bjóða út viðbótarkvótann. Þess vegna verður honum að óbreyttu skipt á milli núverandi kvótaeigenda. Alþingi er í fullum rétti til að stöðva þann gjafagjörning. Alþingi ætti að lögleiða réttlátari meðferð fiskveiðiauðlindarinnar fyrir hönd eigenda hennar. Í það minnsta ætti að stöðva áform ríkisstjórnarinnar um að færa viðbótarkvóta útgerðinni á silfurfati. Með útboði á viðbótarkvóta fengist verðmæt reynsla af útboðsleiðinni sem gæti nýst vel í viðræðum sáttanefndar þeirrar sem sjávarútvegsráðherra hyggst skipa á næstunni um fiskveiðistjórnunarkerfið. Með reglum um útboð væri mögulegt að auðvelda aðkomu útgerða frá viðkvæmari svæðum landsins, stuðla að nýliðun og vinna gegn samþjöppun aflaheimilda. Ef tækifærið er ekki nýtt verður það útboð sem fyrir er styrkt enn frekar, þ.e.a.s. útboð á kvóta sem nú er í höndum útgerðarinnar sjálfrar. Á þeim útboðsmarkaði fór kílóið af þorski á 211 kr. í haust en gengur nú um stundir á 180 kr. en 11 kr. renna til ríkissjóðs í formi veiðigjalds. Skólar og heilbrigðisstofnanir eru á sama tíma í rekstrarvanda vegna fjárskorts og vegirnir að molna undan okkur. Hvers vegna ætli stjórnvöldum finnist mikilvægara að færa útgerðinni viðbótarkvóta á spottprís frekar en að fá fyrir hann markaðsverð og láta tekjurnar renna til velferðarþjónustu fyrir almenning? Hvort sagðist Viðreisn fyrir kosningar ætla að gæta betur að sérhagsmunum eða hag almennings? Þjóðin á þessa auðlind og á rétt á sanngjörnu gjaldi fyrir afnotaréttinn af henni. Á dögunum átti ég samtal við sjávarútvegsráðherra og þingflokksformann Viðreisnar um þessi mál í þinginu. Báðar lofuðu þær nefndum en engum efndum og líklega er það einmitt forsenda stjórnarsamstarfsins.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun