Þjónustumiðstöðvar eru bráðnauðsynlegar á Íslandi Kristín Einarsdóttir skrifar 9. maí 2017 12:39 Mig langar til að tala um þjónustumiðstöðvar. Ég er öll sumur á ferðalagi með stóra hópa í stórum rútum vítt og breitt um Írland og ég þakka mínum sæla fyrir þjónustumiðstöðvar. Ég hreinlega elska þjónustumiðstöðvar við náttúruperlur og fyrirbæri. Ég ætla að segja ykkur af hverju:Giant's Causeway á Norður Írlandi. Basalt stuðlabergssúlur sem þúsundir ferðamanna skoða daglega. Þetta er þjónustumiðstöðin sem er í 20 min göngufjarlægð frá stuðlabergssúlunum. Eins og sjá má hefur arkitektinn tekið mið af hinum eiginlegu stuðlabersgssúlum.1. Írar eru snjallir og þeir að sjálfsögðu selja inn á sínar helstu ferðamannaperlur, þannig viðhalda þeir náttúrunni og umhverfinu og hafa um leið stjórn á öllum aðstæðum og átroðningi ferðamanna. 2. Þjónustumiðstöðvar halda utan um: Sómasamleg salerni, hópabókanir, kaffisölu og aðrar veitingar auk þess sem ávallt er fræðslusetur sem greinir frá náttúruundrinu og segir sögur af svæðinu í máli og myndum (oftar en ekki kvikmyndum lika). 3. Rútur eru alltaf vandamál. Við þjónustumiðstöðvarnar eru sérstök bílastæði fyrir rúturnar. 4. Írar hafa vit á því að hafa þessar þjónustumiðstöðvar töluvert langt frá sjálfu náttúruundrinu þannig að fólk er yfirleitt að ganga uþb 20 mín (og verður svangt) eða því er boðið upp á að taka rútu eða skutlu sem þjónustumiðstöðin er með. Þannig er það t.d. bæði við Brú na Boinne þjónustumiðstöðina sem heldur utan um bæði Knowth og Newgrange grafhýsin og einnig við Giant's Causeway á N-Írlandi.Cliffs of Moher þjónustumiðstöðin.Mig langar að bæta því við að það þarf að bóka inn á marga þessa staði með margra mánaða fyrirvara. Það kemur fyrir að ég fæ ekki tíma eða aðgang að náttúruperlunum, vegna þess að þá er stundum bara orðið fullt þann daginn. Það eru nefnilega fjöldatakmarkanir á flestum þessum stöðum. Þá er mér alltaf boðið að borga okkur inn með hópinn og skoða sýninguna sem er í þjónustumiðstöðinni. Þær eru veglegar og mjög sjónrænar.Newgrange í Boyne dalnum.Hinn almenni borgari sem kemur á sínum prívatbíl getur valið hvort hann fer í gegnum þjónustumiðstöðina og greiði þar með aðgang að þeirri þjónustu sem þar er boðið upp á, eða hvort að hann leggi á öðru bílastæði sem ekki er gjaldskylt og gangi í sveig framhjá þjónustumiðstöðinni. En það er bæði ljúft og skylt fyrir okkur ferðaskipuleggjendur sem erum með hópa að bóka fólk inn og greiða tilskilin gjöld, sem eru yfirleitt á bilinu 4-15 evrur.Þjónustumiðstöðin Brú na Boinne eins og hún kallast - allir gestir fara hér í gegn áður en þeir ganga í ca 10 min út hinu megin, fara upp í rútur sem ekur þeim að Newgrange eða Knowth. Sérstök tímaslott eru fyrir hvern hóp og þessu er öllu stýrt á þann hátt að ekki er hætta á að náttúruperlan verði fyrir hnjaski.Þessar þjónustumiðstöðvar eru þaulhugsaðar og hannaðar af arkitektum sem að sjálfsögðu taka mið af náttúrunni og líkindum við það sem skoða á. Ég hef tekið hér saman nokkar myndir af helstu þjónustumiðstöðum á Írlandi. Við eigum ekki að vera hrædd við að setja upp þjónustumiðstöðvar. Um hitt má svo deila hvort þessi við Seljalandsfoss er á réttum stað. Ég hef sjálf ekki neina sérstaka skoðun á því akkúrat núna. En það er alveg ljóst að slíkar miðstöðvar eru bráðnauðsynlegar á Íslandi og mín skoðun er að við eigum að sjálfsögðu að selja inn á okkar helstu ferðamannaperlur. Annað er fásinna.Varðandi fjármögnun þá er Fáilté Ireland (Ferðamálastofa Írlands) fjármagnað með ríkisfé. Fáilté Ireland er síðan í góðri samvinnu við OPW (Office of Public Works) sem rekur allar helstu þjónustumiðstöðvarnar og heldur utan um merkustu arfleifðir Írlands. Í ár setur Fáilé Ireland €11.5m í endurbætur og viðhald á þjónustumiðstöðvunum hringinn í kringum landið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Mig langar til að tala um þjónustumiðstöðvar. Ég er öll sumur á ferðalagi með stóra hópa í stórum rútum vítt og breitt um Írland og ég þakka mínum sæla fyrir þjónustumiðstöðvar. Ég hreinlega elska þjónustumiðstöðvar við náttúruperlur og fyrirbæri. Ég ætla að segja ykkur af hverju:Giant's Causeway á Norður Írlandi. Basalt stuðlabergssúlur sem þúsundir ferðamanna skoða daglega. Þetta er þjónustumiðstöðin sem er í 20 min göngufjarlægð frá stuðlabergssúlunum. Eins og sjá má hefur arkitektinn tekið mið af hinum eiginlegu stuðlabersgssúlum.1. Írar eru snjallir og þeir að sjálfsögðu selja inn á sínar helstu ferðamannaperlur, þannig viðhalda þeir náttúrunni og umhverfinu og hafa um leið stjórn á öllum aðstæðum og átroðningi ferðamanna. 2. Þjónustumiðstöðvar halda utan um: Sómasamleg salerni, hópabókanir, kaffisölu og aðrar veitingar auk þess sem ávallt er fræðslusetur sem greinir frá náttúruundrinu og segir sögur af svæðinu í máli og myndum (oftar en ekki kvikmyndum lika). 3. Rútur eru alltaf vandamál. Við þjónustumiðstöðvarnar eru sérstök bílastæði fyrir rúturnar. 4. Írar hafa vit á því að hafa þessar þjónustumiðstöðvar töluvert langt frá sjálfu náttúruundrinu þannig að fólk er yfirleitt að ganga uþb 20 mín (og verður svangt) eða því er boðið upp á að taka rútu eða skutlu sem þjónustumiðstöðin er með. Þannig er það t.d. bæði við Brú na Boinne þjónustumiðstöðina sem heldur utan um bæði Knowth og Newgrange grafhýsin og einnig við Giant's Causeway á N-Írlandi.Cliffs of Moher þjónustumiðstöðin.Mig langar að bæta því við að það þarf að bóka inn á marga þessa staði með margra mánaða fyrirvara. Það kemur fyrir að ég fæ ekki tíma eða aðgang að náttúruperlunum, vegna þess að þá er stundum bara orðið fullt þann daginn. Það eru nefnilega fjöldatakmarkanir á flestum þessum stöðum. Þá er mér alltaf boðið að borga okkur inn með hópinn og skoða sýninguna sem er í þjónustumiðstöðinni. Þær eru veglegar og mjög sjónrænar.Newgrange í Boyne dalnum.Hinn almenni borgari sem kemur á sínum prívatbíl getur valið hvort hann fer í gegnum þjónustumiðstöðina og greiði þar með aðgang að þeirri þjónustu sem þar er boðið upp á, eða hvort að hann leggi á öðru bílastæði sem ekki er gjaldskylt og gangi í sveig framhjá þjónustumiðstöðinni. En það er bæði ljúft og skylt fyrir okkur ferðaskipuleggjendur sem erum með hópa að bóka fólk inn og greiða tilskilin gjöld, sem eru yfirleitt á bilinu 4-15 evrur.Þjónustumiðstöðin Brú na Boinne eins og hún kallast - allir gestir fara hér í gegn áður en þeir ganga í ca 10 min út hinu megin, fara upp í rútur sem ekur þeim að Newgrange eða Knowth. Sérstök tímaslott eru fyrir hvern hóp og þessu er öllu stýrt á þann hátt að ekki er hætta á að náttúruperlan verði fyrir hnjaski.Þessar þjónustumiðstöðvar eru þaulhugsaðar og hannaðar af arkitektum sem að sjálfsögðu taka mið af náttúrunni og líkindum við það sem skoða á. Ég hef tekið hér saman nokkar myndir af helstu þjónustumiðstöðum á Írlandi. Við eigum ekki að vera hrædd við að setja upp þjónustumiðstöðvar. Um hitt má svo deila hvort þessi við Seljalandsfoss er á réttum stað. Ég hef sjálf ekki neina sérstaka skoðun á því akkúrat núna. En það er alveg ljóst að slíkar miðstöðvar eru bráðnauðsynlegar á Íslandi og mín skoðun er að við eigum að sjálfsögðu að selja inn á okkar helstu ferðamannaperlur. Annað er fásinna.Varðandi fjármögnun þá er Fáilté Ireland (Ferðamálastofa Írlands) fjármagnað með ríkisfé. Fáilté Ireland er síðan í góðri samvinnu við OPW (Office of Public Works) sem rekur allar helstu þjónustumiðstöðvarnar og heldur utan um merkustu arfleifðir Írlands. Í ár setur Fáilé Ireland €11.5m í endurbætur og viðhald á þjónustumiðstöðvunum hringinn í kringum landið.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun