Hringamyndun og stjórnmál Þorvaldur Gylfason skrifar 20. apríl 2017 07:00 Hringamyndun er eðlileg freisting í viðskiptum. Vitaskuld vilja seljendur geta bundizt samtökum um að selja vöru sína og þjónustu sem allra dýrustu verði. Adam Smith, faðir hagfræðinnar, lýsti þessari freistingu vel í höfuðriti sínu Auðlegð þjóðanna 1776. Þess vegna höfum við samkeppnislög sem er ætlað að tryggja hag neytenda gegn hringamyndunartilburðum framleiðenda. Samkeppnislög duga þó misvel. Fyrir kemur að neytendur njóta þess hversu samkeppnislögin hrökkva skammt. Dæmi um það er atlaga bandarískra yfirvalda gegn hugbúnaðarrisanum Microsoft sem tókst að verja sig fyrir dómstólum og semja að endingu við yfirvöld m.a. með þeim rökum að fyrirtækið hafi í krafti sterkrar stöðu sinnar á markaði getað framleitt æ öflugri og ódýrari hugbúnað til hagsbóta fyrir neytendur. Olíuhringurinn OPEC Samkeppnislög einstakra landa ná ekki yfir landamæri og milliríkjasamningar um viðskipti ná ekki að fylla skarðið. Þannig gátu nokkur olíuútflutningsríki bundizt samtökum um að margfalda olíuverð í tvígang 1973 og 1979. Hringurinn heitir OPEC, var stofnaður í Bagdad í Írak 1960 og telur nú 13 aðildarlönd, en þó hvorki Noreg, Mexíkó né Rússland. Samstaða hringsins brast á endanum þar eð freistingin til að lækka verð á olíu niður fyrir sameiginlegt verð hringsins nær ævinlega yfirhöndinni einhvers staðar áður en lýkur. Þannig m.a. stendur á því að olíuverð á heimsmarkaði er nú þrátt fyrir OPEC innan við helmingur af olíuverði 1980 í sambærilegum Bandaríkjadölum. Hringurinn brast og við bættist ný tækni (e. hydrolic fracturing eða fracking) sem gerir olíufélögum kleift að bora lárétt eftir olíu og skyldum orkugjöfum frekar en lóðrétt. Þessi nýja tækni hefur aukið orkuframboð til muna og þrýst heimsmarkaðsverðinu niður en hún er umdeild af umhverfisástæðum og er t.d. bönnuð með lögum í Frakklandi. Stjórnmálahringar Og þá er ég loksins kominn að efninu sem er hringamyndun í stjórnmálum. Hvað er fjórflokkurinn eða fimmflokkurinn annað en hringur? (e. cartel) – þ.e. bandalag misgamalla stjórnmálaflokka gegn nýju fólki sem vill gera breytingar á lögum og stjórnarskrá í samræmi við skýran vilja meiri hluta kjósenda eins og hann hefur birzt í skoðanakönnunum ár fram af ári og einnig í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 um nýju stjórnarskrána. Þessi hringur skilur eftir sig langan slóða. Það er hans verk að fiskveiðistjórnin er í aðalatriðum óbreytt eftir öll þessi ár gegn skýrum vilja meiri hluta kjósenda. Það er hans verk að nýja stjórnarskráin liggur enn á ís í frystigeymslu Alþingis. Það er hans verk að ný framboð þurfa a.m.k. 5% atkvæða til að koma uppbótarmönnum á þing, en þessi regla var leidd í lög eftir að Sverrir Hermannsson fv. bankastjóri Landsbanka Íslands hafði sem þingmaður Frjálslynda flokksins velgt hringnum hressilega undir uggum úr ræðustól Alþingis. Þennan lista mætti lengja.Noregur, Svíþjóð, Þýzkaland Vandinn er ekki bundinn við Ísland. Ein ástæða þess að nýir flokkar ryðja sér nú til rúms í Evrópu er að gömlu flokkarnir hafa snúið bökum saman gegn nýgræðingunum og virða þá jafnvel ekki viðlits heldur úthrópa þá sem lýðskrumara. Þetta á t.d. við um norska Framfaraflokkinn sem var stofnaður 1973 og enginn annar þingflokkur virti viðlits þar til hann tók sæti í ríkisstjórn 2013, þriðji stærsti flokkur Noregs. Þetta á einnig við um Svíþjóðardemókrata sem hlutu 13% atkvæða í þingkosningunum í Svíþjóð 2014, þriðji stærsti flokkurinn á þingi, og enginn annar flokkur virðir enn viðlits. Og þetta á einnig við um nýja AfD-flokkinn (þ. Alternative für Deutschland) í Þýzkalandi sem mælir með úrsögn landsins úr ESB og gegn frekara innstreymi flóttafólks og aðrir flokkar forðast eins og heitan eld eins og það sé vænlegasta leiðin til að halda þessum nýja andstæðingi niðri. Hvaða rétt hafa gömlu flokkarnir til að kalla nýja flokka lýðskrumara? – flokka sem vara við stríðu innstreymi útlendinga, vilja úrsögn úr ESB o.s.frv. Væri ekki nær að rökræða við nýja andstæðinga frekar en að reyna að brennimerkja þá? Nýju flokkarnir liggja margir vel við höggi í rökræðum. T.d. vill norski Framfaraflokkurinn einn flokka nota olíusjóð Norðmanna strax frekar en að geyma hann til síðari nota. Geymslurökin eru þó býsna sterk enda nýtur Noregur aðdáunar og virðingar um allan heim fyrir styrka umsýslu þjóðareignarinnar. Svíþjóðardemókratar vilja einir flokka hefta innstreymi útlendinga til Svíþjóðar. Í því máli eru rökin býsna sterk á báða bóga. Hvorir eru meiri lýðskrumarar? – nýgræðingarnir sem benda á nýjan, viðkvæman vanda og leggja til viðbrögð við honum eða gömlu jaxlarnir sem hafa brugðizt við vandanum með því einu að gera hróp að þeim sem biðja um lausnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Hringamyndun er eðlileg freisting í viðskiptum. Vitaskuld vilja seljendur geta bundizt samtökum um að selja vöru sína og þjónustu sem allra dýrustu verði. Adam Smith, faðir hagfræðinnar, lýsti þessari freistingu vel í höfuðriti sínu Auðlegð þjóðanna 1776. Þess vegna höfum við samkeppnislög sem er ætlað að tryggja hag neytenda gegn hringamyndunartilburðum framleiðenda. Samkeppnislög duga þó misvel. Fyrir kemur að neytendur njóta þess hversu samkeppnislögin hrökkva skammt. Dæmi um það er atlaga bandarískra yfirvalda gegn hugbúnaðarrisanum Microsoft sem tókst að verja sig fyrir dómstólum og semja að endingu við yfirvöld m.a. með þeim rökum að fyrirtækið hafi í krafti sterkrar stöðu sinnar á markaði getað framleitt æ öflugri og ódýrari hugbúnað til hagsbóta fyrir neytendur. Olíuhringurinn OPEC Samkeppnislög einstakra landa ná ekki yfir landamæri og milliríkjasamningar um viðskipti ná ekki að fylla skarðið. Þannig gátu nokkur olíuútflutningsríki bundizt samtökum um að margfalda olíuverð í tvígang 1973 og 1979. Hringurinn heitir OPEC, var stofnaður í Bagdad í Írak 1960 og telur nú 13 aðildarlönd, en þó hvorki Noreg, Mexíkó né Rússland. Samstaða hringsins brast á endanum þar eð freistingin til að lækka verð á olíu niður fyrir sameiginlegt verð hringsins nær ævinlega yfirhöndinni einhvers staðar áður en lýkur. Þannig m.a. stendur á því að olíuverð á heimsmarkaði er nú þrátt fyrir OPEC innan við helmingur af olíuverði 1980 í sambærilegum Bandaríkjadölum. Hringurinn brast og við bættist ný tækni (e. hydrolic fracturing eða fracking) sem gerir olíufélögum kleift að bora lárétt eftir olíu og skyldum orkugjöfum frekar en lóðrétt. Þessi nýja tækni hefur aukið orkuframboð til muna og þrýst heimsmarkaðsverðinu niður en hún er umdeild af umhverfisástæðum og er t.d. bönnuð með lögum í Frakklandi. Stjórnmálahringar Og þá er ég loksins kominn að efninu sem er hringamyndun í stjórnmálum. Hvað er fjórflokkurinn eða fimmflokkurinn annað en hringur? (e. cartel) – þ.e. bandalag misgamalla stjórnmálaflokka gegn nýju fólki sem vill gera breytingar á lögum og stjórnarskrá í samræmi við skýran vilja meiri hluta kjósenda eins og hann hefur birzt í skoðanakönnunum ár fram af ári og einnig í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 um nýju stjórnarskrána. Þessi hringur skilur eftir sig langan slóða. Það er hans verk að fiskveiðistjórnin er í aðalatriðum óbreytt eftir öll þessi ár gegn skýrum vilja meiri hluta kjósenda. Það er hans verk að nýja stjórnarskráin liggur enn á ís í frystigeymslu Alþingis. Það er hans verk að ný framboð þurfa a.m.k. 5% atkvæða til að koma uppbótarmönnum á þing, en þessi regla var leidd í lög eftir að Sverrir Hermannsson fv. bankastjóri Landsbanka Íslands hafði sem þingmaður Frjálslynda flokksins velgt hringnum hressilega undir uggum úr ræðustól Alþingis. Þennan lista mætti lengja.Noregur, Svíþjóð, Þýzkaland Vandinn er ekki bundinn við Ísland. Ein ástæða þess að nýir flokkar ryðja sér nú til rúms í Evrópu er að gömlu flokkarnir hafa snúið bökum saman gegn nýgræðingunum og virða þá jafnvel ekki viðlits heldur úthrópa þá sem lýðskrumara. Þetta á t.d. við um norska Framfaraflokkinn sem var stofnaður 1973 og enginn annar þingflokkur virti viðlits þar til hann tók sæti í ríkisstjórn 2013, þriðji stærsti flokkur Noregs. Þetta á einnig við um Svíþjóðardemókrata sem hlutu 13% atkvæða í þingkosningunum í Svíþjóð 2014, þriðji stærsti flokkurinn á þingi, og enginn annar flokkur virðir enn viðlits. Og þetta á einnig við um nýja AfD-flokkinn (þ. Alternative für Deutschland) í Þýzkalandi sem mælir með úrsögn landsins úr ESB og gegn frekara innstreymi flóttafólks og aðrir flokkar forðast eins og heitan eld eins og það sé vænlegasta leiðin til að halda þessum nýja andstæðingi niðri. Hvaða rétt hafa gömlu flokkarnir til að kalla nýja flokka lýðskrumara? – flokka sem vara við stríðu innstreymi útlendinga, vilja úrsögn úr ESB o.s.frv. Væri ekki nær að rökræða við nýja andstæðinga frekar en að reyna að brennimerkja þá? Nýju flokkarnir liggja margir vel við höggi í rökræðum. T.d. vill norski Framfaraflokkurinn einn flokka nota olíusjóð Norðmanna strax frekar en að geyma hann til síðari nota. Geymslurökin eru þó býsna sterk enda nýtur Noregur aðdáunar og virðingar um allan heim fyrir styrka umsýslu þjóðareignarinnar. Svíþjóðardemókratar vilja einir flokka hefta innstreymi útlendinga til Svíþjóðar. Í því máli eru rökin býsna sterk á báða bóga. Hvorir eru meiri lýðskrumarar? – nýgræðingarnir sem benda á nýjan, viðkvæman vanda og leggja til viðbrögð við honum eða gömlu jaxlarnir sem hafa brugðizt við vandanum með því einu að gera hróp að þeim sem biðja um lausnir.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun