Ofsi á undanþágu Guðmundur Andri Thorsson skrifar 24. apríl 2017 09:00 Maður sér þá stundum í umferðinni og fyllist skelfingu, hægir á sér og reynir að láta lítið fyrir sér fara meðan þeir æða framhjá gaurarnir sem eru í anda staddir í Formúlu eitt-kappakstrinum en ekki bara á Hafnarfjarðarveginum eða Miklubrautinni eins og við hin. Þeir eru í annarri vídd. Þeir fara um á ofsahraða, hendast milli akreina með rykkjum, skjótast inn í öll bil án þess að gefa nokkru sinni stefnuljós, aka ofan í næsta bíl á undan með ógnandi fasi, virða engar reglur, líta aldrei í kringum sig og maður andar léttar þegar maður sér þá hverfa í átt að sjónarrönd og ekki annað hægt en að biðja til almættisins að grípa í taumana áður en eitthvað hræðilegt gerist. Erfitt er að vita hvað þessir menn eru eiginlega að tjá með þessum látum, en svona umferðarofstopi er í besta falli ofbeldi gagnvart samborgurum, þetta er andfélagsleg hegðun, eins og að ganga um í mannfjölda og fara upp að fólki og garga upp í það, steyta framan í það hnefann, vingsa stórri sveðju af gáleysi. Svona hegðun vitnar um stórfelldan félagslegan vanþroska og einstaklingshyggju sem stappar nærri sturlun. Svona menn þarf að taka úr umferð og kenna þeim á bíl – og samfélag.Í Formúlu eitt á Reykjanesbraut Nýlega staðfesti Hæstiréttur úrskurð Héraðsdóms um að leggja hald á Tesla-bifreið Magnúsar Ólafs Garðarssonar. Þann 20. desember síðastliðinn var hann á ferð á Reykjanesbraut í slæmu veðri og vondu skyggni, á hálum og blautum veg. Samkvæmt frétt RÚ mældist bifreið hans ítrekað á yfir 160 kílómetra hraða og allt upp í 183 kílómetra hraða á klst. Tilkynningar um ofsaakstur bílsins bárust til neyðarlínunnar og svo fór að lokum að hann rakst utan í annan bíl með þeim afleiðingum að hinn ökumaðurinn var fluttur með sjúkrabíl á spítala. Magnús hefur krafist þess að fá bílinn sinn aftur. Hann segir að hann hafi misst stjórn á bílnum „vegna ytri aðstæðna“. Hann talar líka um að lögreglan hafi farið fram úr valdheimildum sínum við rannsókn málsins og „brotið gegn friðhelgi einkalífsins“ með því að skoða upplýsingar sem bíllinn geymir um aksturinn. Þetta er ekki eina dæmið um slíkan akstur hjá Magnúsi – tíu hraðakstursmál hafa komið upp hjá honum hér á landi undanfarið og eitt í Danmörku. Það er ágæt regla að sýna fólki tillitssemi þegar það ratar í ógæfu eða verður eitthvað á sem ámælisvert getur talist; þá fer ekki vel á að hreykja sér eða efna til fjöldafordæmingar, enda eiga allir sér einhverjar málsbætur og rétt á því að taka sig á í lífinu. Það á Magnús vonandi eftir að gera og farnist honum vel. Það er hins vegar freistandi að gera þetta mál hans að umtalsefni vegna þess að það er dæmigert fyrir ákveðið hugarfar sem ríkt hefur hér á landi, og ekki bara í umferðinni. Magnús Ólafur stendur sem sé í þeirri meiningu að hann sé undanþeginn reglum um hámarkshraða.Uppbygging á undanþágu Hann er nefnilega vanur undanþágunum. Magnús er einn stofnenda United Silicon og var til skamms tíma forstjóri þess fyrirtækis, hafði væntanlega veg og vanda af þeirri uppbyggingu sem skilar fyrirtækinu nú nærri vikulegum hneykslisfréttum vegna mengunar sem enginn virðist almennilega vita hversu mikil er, skulda við verktaka og málaferla kringum það, slysa og verkamanna sem látnir eru vinna án réttinda á vandasöm tæki og við vondar aðstæður. Allt vitnar um það hvernig ætt hefur verið áfram við uppbyggingu fyrirtækisins í þeirri vissu að undanþágur verði veittar frá reglum. Nú bregður hins vegar svo við að umhverfisráðherra Björt Ólafsdóttir hefur farið sköruglega fram í málefnum fyrirtækisins og komið þeim skilaboðum rækilega á framfæri að við þetta fúsk verði ekki unað og að það sé liðin tíð að horft sé í gegnum fingur sér með ólöglega mengun eins og löngum hefur tíðkast hér á landi. Reglan hér á landi hefur verið þessi: þegar spurt er um hagsmuni náttúru og hagsmuni stóriðju skal stóriðjan njóta vafans, undantekningarlaust; þegar spurt er um heilsu almennings og hagsmuni stóriðju skal stóriðja njóta vafans, ævinlega. Stóriðja, verksmiðjurekstur, er nefnilega „atvinnusköpun“. Og „atvinnusköpun“ er íslenska orðið yfir „nirvana“; hið endanlega alsæluástand sem allt miðar að. Afleiðingin er sú að uppbyggingu stóriðju hér á landi má líkja við ofsaakstur í umferðinni og eru þar dæmin mýmörg, það nýjasta brjálæðisleg áform um sjókvíaeldi á laxi. Forljótum verksmiðjum hefur verið dritað niður þar sem hentar framkvæmdaaðilum sem fá allar þær ívilnanir sem hugsast geta, skattahagræði, gjafverð á orku, frámunaleg framlög úr lífeyrissjóðum, að drasla að vild ... Málsvörn Magnúsar er líka kunnugleg þeim sem fylgst hefur með málsvörn bankstera og útrásarvíkinga í markaðsmisnotkunarmálum. Talað er um „ytri aðstæður“, rétt eins og hrunverjar gera alltaf og fjasað um „friðhelgi einkalífs“. Vantar bara að hann fari að reyna að ryðja dóminn með vanhæfiskröfum á þeim forsendum að dómarar séu andvígir ofsaakstri. Mengunin getur birst á margs konar hátt; meðal annars í hugarfari. En það er kominn tími til þess að sveitarstjórnarmenn og kjördæmaþingmenn átti sig á því að það sem er undan þágu er ekki í þágu annarra, heldur bara í eigin þágu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Maður sér þá stundum í umferðinni og fyllist skelfingu, hægir á sér og reynir að láta lítið fyrir sér fara meðan þeir æða framhjá gaurarnir sem eru í anda staddir í Formúlu eitt-kappakstrinum en ekki bara á Hafnarfjarðarveginum eða Miklubrautinni eins og við hin. Þeir eru í annarri vídd. Þeir fara um á ofsahraða, hendast milli akreina með rykkjum, skjótast inn í öll bil án þess að gefa nokkru sinni stefnuljós, aka ofan í næsta bíl á undan með ógnandi fasi, virða engar reglur, líta aldrei í kringum sig og maður andar léttar þegar maður sér þá hverfa í átt að sjónarrönd og ekki annað hægt en að biðja til almættisins að grípa í taumana áður en eitthvað hræðilegt gerist. Erfitt er að vita hvað þessir menn eru eiginlega að tjá með þessum látum, en svona umferðarofstopi er í besta falli ofbeldi gagnvart samborgurum, þetta er andfélagsleg hegðun, eins og að ganga um í mannfjölda og fara upp að fólki og garga upp í það, steyta framan í það hnefann, vingsa stórri sveðju af gáleysi. Svona hegðun vitnar um stórfelldan félagslegan vanþroska og einstaklingshyggju sem stappar nærri sturlun. Svona menn þarf að taka úr umferð og kenna þeim á bíl – og samfélag.Í Formúlu eitt á Reykjanesbraut Nýlega staðfesti Hæstiréttur úrskurð Héraðsdóms um að leggja hald á Tesla-bifreið Magnúsar Ólafs Garðarssonar. Þann 20. desember síðastliðinn var hann á ferð á Reykjanesbraut í slæmu veðri og vondu skyggni, á hálum og blautum veg. Samkvæmt frétt RÚ mældist bifreið hans ítrekað á yfir 160 kílómetra hraða og allt upp í 183 kílómetra hraða á klst. Tilkynningar um ofsaakstur bílsins bárust til neyðarlínunnar og svo fór að lokum að hann rakst utan í annan bíl með þeim afleiðingum að hinn ökumaðurinn var fluttur með sjúkrabíl á spítala. Magnús hefur krafist þess að fá bílinn sinn aftur. Hann segir að hann hafi misst stjórn á bílnum „vegna ytri aðstæðna“. Hann talar líka um að lögreglan hafi farið fram úr valdheimildum sínum við rannsókn málsins og „brotið gegn friðhelgi einkalífsins“ með því að skoða upplýsingar sem bíllinn geymir um aksturinn. Þetta er ekki eina dæmið um slíkan akstur hjá Magnúsi – tíu hraðakstursmál hafa komið upp hjá honum hér á landi undanfarið og eitt í Danmörku. Það er ágæt regla að sýna fólki tillitssemi þegar það ratar í ógæfu eða verður eitthvað á sem ámælisvert getur talist; þá fer ekki vel á að hreykja sér eða efna til fjöldafordæmingar, enda eiga allir sér einhverjar málsbætur og rétt á því að taka sig á í lífinu. Það á Magnús vonandi eftir að gera og farnist honum vel. Það er hins vegar freistandi að gera þetta mál hans að umtalsefni vegna þess að það er dæmigert fyrir ákveðið hugarfar sem ríkt hefur hér á landi, og ekki bara í umferðinni. Magnús Ólafur stendur sem sé í þeirri meiningu að hann sé undanþeginn reglum um hámarkshraða.Uppbygging á undanþágu Hann er nefnilega vanur undanþágunum. Magnús er einn stofnenda United Silicon og var til skamms tíma forstjóri þess fyrirtækis, hafði væntanlega veg og vanda af þeirri uppbyggingu sem skilar fyrirtækinu nú nærri vikulegum hneykslisfréttum vegna mengunar sem enginn virðist almennilega vita hversu mikil er, skulda við verktaka og málaferla kringum það, slysa og verkamanna sem látnir eru vinna án réttinda á vandasöm tæki og við vondar aðstæður. Allt vitnar um það hvernig ætt hefur verið áfram við uppbyggingu fyrirtækisins í þeirri vissu að undanþágur verði veittar frá reglum. Nú bregður hins vegar svo við að umhverfisráðherra Björt Ólafsdóttir hefur farið sköruglega fram í málefnum fyrirtækisins og komið þeim skilaboðum rækilega á framfæri að við þetta fúsk verði ekki unað og að það sé liðin tíð að horft sé í gegnum fingur sér með ólöglega mengun eins og löngum hefur tíðkast hér á landi. Reglan hér á landi hefur verið þessi: þegar spurt er um hagsmuni náttúru og hagsmuni stóriðju skal stóriðjan njóta vafans, undantekningarlaust; þegar spurt er um heilsu almennings og hagsmuni stóriðju skal stóriðja njóta vafans, ævinlega. Stóriðja, verksmiðjurekstur, er nefnilega „atvinnusköpun“. Og „atvinnusköpun“ er íslenska orðið yfir „nirvana“; hið endanlega alsæluástand sem allt miðar að. Afleiðingin er sú að uppbyggingu stóriðju hér á landi má líkja við ofsaakstur í umferðinni og eru þar dæmin mýmörg, það nýjasta brjálæðisleg áform um sjókvíaeldi á laxi. Forljótum verksmiðjum hefur verið dritað niður þar sem hentar framkvæmdaaðilum sem fá allar þær ívilnanir sem hugsast geta, skattahagræði, gjafverð á orku, frámunaleg framlög úr lífeyrissjóðum, að drasla að vild ... Málsvörn Magnúsar er líka kunnugleg þeim sem fylgst hefur með málsvörn bankstera og útrásarvíkinga í markaðsmisnotkunarmálum. Talað er um „ytri aðstæður“, rétt eins og hrunverjar gera alltaf og fjasað um „friðhelgi einkalífs“. Vantar bara að hann fari að reyna að ryðja dóminn með vanhæfiskröfum á þeim forsendum að dómarar séu andvígir ofsaakstri. Mengunin getur birst á margs konar hátt; meðal annars í hugarfari. En það er kominn tími til þess að sveitarstjórnarmenn og kjördæmaþingmenn átti sig á því að það sem er undan þágu er ekki í þágu annarra, heldur bara í eigin þágu.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun