Það er hægt Ragna Sigurðardóttir skrifar 11. apríl 2017 08:46 Á Nordiske Ordförande Möte (NOM) síðastliðna helgi undirrituðu landssamtök stúdenta á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum yfirlýsingu til stuðnings íslenskra stúdenta. Tilefnið var undirfjármögnun íslensku háskólanna, sem hefur reyndar verið viðvarandi í áraraðir. Háskóli Íslands setti fram áætlun fyrr á árinu þar sem kom fram að leggja ætti niður 50 námskeið við skólann á næsta starfsári til að mæta aðhaldskröfu stjórnvalda. Sú þróun er hins vegar ekki ný af nálinni þar sem fjöldi námskeiða hefur verið felldur niður síðustu ár vegna undirfjármögnunar skólans. Framlög til háskólans hafa ekki aukist í takt við nemendafjölgun í gegnum árin sem gerir það að verkum að skólinn hefur staðið enn verr að vígi en ella. Miðað við fast verðlag hafa framlög á hvern nemanda í raun lækkað á liðnum áratug. Rúman milljarð vantar upp á fjárveitingu til Háskóla Íslands til að ná fyrri stöðu í framlögum á hvern nemanda, sem samt var lág þá í samanburði við nágrannalönd. Annan rúman milljarð vantar upp á til viðbótar til þess að ríkisstjórnin nái markmiði sínu um endurskoðun reiknilíkans skólakerfisins, eins og er lýst að eigi að gera í stjórnarsáttmála hennar. Það er víst orðið þreytt, að vinna að markmiðum. Vísinda- og tækniráð, sem forsætisráðherra og menntamálaráðherra sitja í, setti ríkisstjórninni það markmið árið 2014 að ná ætti meðaltali OECD-ríkjanna í framlögum til háskólakerfisins á hvern nemanda árið 2016. 8 milljarða vantar upp á miðað við fjárlög yfirstandandi fjárlagaárs, til að því markmiði verði náð. Það verður ekki gert miðað við núverandi fjármálaáætlun. Það er ekki metnaðarfullt markmið að vera á pari við hið meðal-OECD-ríki. Aðeins metnaðarfyllra er að vera á pari við hin Norðurlöndin í framlögum til háskólakerfisins. Eins og staðan er í dag eru framlög til íslenskra háskóla, deilt niður á hvern háskólanema, um það bil helmingurinn af framlögum á hinum Norðurlöndunum. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2022 er ekki stefnt að því að ná því meðaltali. Því átti samt að ná árið 2020 samkvæmt stefnu og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs frá árinu 2014. 16 milljarða vantar upp á fjármögnun háskólakerfisins til að Ísland sé á pari við hin Norðurlöndin í framlögum á hvern nemanda. Hlutfallslega eru álíka margir háskólanemar á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum. Markviss fækkun háskólanema myndi því færa okkur enn neðar í þeim samanburði, lækka menntunarstig þjóðarinnar og draga úr samkeppnishæfni hennar. Ef einungis ætti að fækka háskólanemum til að ná meðaltali hinna Norðurlandanna í framlögum til háskólakerfisins á hvern nemanda þyrfti að leggja niður alla háskóla á Íslandi, og fækka nemendum Háskóla Íslands ennfremur um nokkrar þúsundir. Fækkun nemenda er því ekki lausnin við vanda háskólanna. Lausnin er bætt fjármögnun kerfisins. Í fjármálaáætluninni er þó viðbót. Framlög til háskólakerfisins hækka úr tæpum 41,6 milljörðum króna á árinu 2017 í tæpa 44,4 milljarða árið 2022. Á því tímabili renna þó um 3,7 milljarðar í byggingu Húss íslenskra fræða og sú hækkun skilar sér því ekki beint til reksturs háskólanna. Jafnvel þó hún gerði það þá yrðum við ekki á pari við hin Norðurlöndin árið 2020. Ekki heldur árið 2022. Ríkisstjórnin mun því ekki ná markmiðum sínum í menntamálum á næstu árum. Planið hennar til ársins 2022 gerir ekki einu sinni ráð fyrir því að ná þeim. En á sama tima hafa þessi skilaboð til ríkisstjórnarinnar líkast til aldrei verið mikilvægari: Ekki gefast upp. Enn er hægt að breyta fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2022. Það verður kannski ekki auðvelt en það er hægt. Ragna Sigurðardóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands.Þessi grein er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta um undirfjármögnun háskólanna í ljósi tillögu að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2018-2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragna Sigurðardóttir Tengdar fréttir Byggjum á bjargi Undirfjármögnun háskólanna er risavaxið vandamál sem hefur verið viðvarandi í of langan tíma enda staða háskólanna nú orðin grafalvarleg. Landssamtök íslenskra stúdenta, LÍS, eru uggandi yfir bágri stöðu háskólanna og þeim óumflýjanlegu afleiðingum sem langvarandi niðurskurður hefur í för með sér. 10. apríl 2017 11:30 Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Á Nordiske Ordförande Möte (NOM) síðastliðna helgi undirrituðu landssamtök stúdenta á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum yfirlýsingu til stuðnings íslenskra stúdenta. Tilefnið var undirfjármögnun íslensku háskólanna, sem hefur reyndar verið viðvarandi í áraraðir. Háskóli Íslands setti fram áætlun fyrr á árinu þar sem kom fram að leggja ætti niður 50 námskeið við skólann á næsta starfsári til að mæta aðhaldskröfu stjórnvalda. Sú þróun er hins vegar ekki ný af nálinni þar sem fjöldi námskeiða hefur verið felldur niður síðustu ár vegna undirfjármögnunar skólans. Framlög til háskólans hafa ekki aukist í takt við nemendafjölgun í gegnum árin sem gerir það að verkum að skólinn hefur staðið enn verr að vígi en ella. Miðað við fast verðlag hafa framlög á hvern nemanda í raun lækkað á liðnum áratug. Rúman milljarð vantar upp á fjárveitingu til Háskóla Íslands til að ná fyrri stöðu í framlögum á hvern nemanda, sem samt var lág þá í samanburði við nágrannalönd. Annan rúman milljarð vantar upp á til viðbótar til þess að ríkisstjórnin nái markmiði sínu um endurskoðun reiknilíkans skólakerfisins, eins og er lýst að eigi að gera í stjórnarsáttmála hennar. Það er víst orðið þreytt, að vinna að markmiðum. Vísinda- og tækniráð, sem forsætisráðherra og menntamálaráðherra sitja í, setti ríkisstjórninni það markmið árið 2014 að ná ætti meðaltali OECD-ríkjanna í framlögum til háskólakerfisins á hvern nemanda árið 2016. 8 milljarða vantar upp á miðað við fjárlög yfirstandandi fjárlagaárs, til að því markmiði verði náð. Það verður ekki gert miðað við núverandi fjármálaáætlun. Það er ekki metnaðarfullt markmið að vera á pari við hið meðal-OECD-ríki. Aðeins metnaðarfyllra er að vera á pari við hin Norðurlöndin í framlögum til háskólakerfisins. Eins og staðan er í dag eru framlög til íslenskra háskóla, deilt niður á hvern háskólanema, um það bil helmingurinn af framlögum á hinum Norðurlöndunum. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2022 er ekki stefnt að því að ná því meðaltali. Því átti samt að ná árið 2020 samkvæmt stefnu og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs frá árinu 2014. 16 milljarða vantar upp á fjármögnun háskólakerfisins til að Ísland sé á pari við hin Norðurlöndin í framlögum á hvern nemanda. Hlutfallslega eru álíka margir háskólanemar á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum. Markviss fækkun háskólanema myndi því færa okkur enn neðar í þeim samanburði, lækka menntunarstig þjóðarinnar og draga úr samkeppnishæfni hennar. Ef einungis ætti að fækka háskólanemum til að ná meðaltali hinna Norðurlandanna í framlögum til háskólakerfisins á hvern nemanda þyrfti að leggja niður alla háskóla á Íslandi, og fækka nemendum Háskóla Íslands ennfremur um nokkrar þúsundir. Fækkun nemenda er því ekki lausnin við vanda háskólanna. Lausnin er bætt fjármögnun kerfisins. Í fjármálaáætluninni er þó viðbót. Framlög til háskólakerfisins hækka úr tæpum 41,6 milljörðum króna á árinu 2017 í tæpa 44,4 milljarða árið 2022. Á því tímabili renna þó um 3,7 milljarðar í byggingu Húss íslenskra fræða og sú hækkun skilar sér því ekki beint til reksturs háskólanna. Jafnvel þó hún gerði það þá yrðum við ekki á pari við hin Norðurlöndin árið 2020. Ekki heldur árið 2022. Ríkisstjórnin mun því ekki ná markmiðum sínum í menntamálum á næstu árum. Planið hennar til ársins 2022 gerir ekki einu sinni ráð fyrir því að ná þeim. En á sama tima hafa þessi skilaboð til ríkisstjórnarinnar líkast til aldrei verið mikilvægari: Ekki gefast upp. Enn er hægt að breyta fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2022. Það verður kannski ekki auðvelt en það er hægt. Ragna Sigurðardóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands.Þessi grein er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta um undirfjármögnun háskólanna í ljósi tillögu að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2018-2022.
Byggjum á bjargi Undirfjármögnun háskólanna er risavaxið vandamál sem hefur verið viðvarandi í of langan tíma enda staða háskólanna nú orðin grafalvarleg. Landssamtök íslenskra stúdenta, LÍS, eru uggandi yfir bágri stöðu háskólanna og þeim óumflýjanlegu afleiðingum sem langvarandi niðurskurður hefur í för með sér. 10. apríl 2017 11:30
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun