Að virða niðurstöður rammaáætlunar Björt Ólafsdóttir skrifar 1. apríl 2017 07:00 Dýrmætustu eigur okkar Íslendinga eru náttúruauðlindirnar sem landið og hafið láta okkur svo ríkulega í té. Til þess að geta nýtt þær á sjálfbæran hátt, með umhverfis- og náttúruvernd í forgrunni, þurfum við að hafa sem ítarlegasta þekkingu á umfangi þeirra, ástandi og verndargildi. Stofnmælingar Hafrannsóknastofnunar á nytjafiskistofnum sem mynda grunn að fiskveiðistjórnunarkerfi okkar er dæmi um stjórnun á nýtingu náttúruauðlinda sem byggir á hlutlausu og faglegu mati sérfræðinga. Rammaáætlun er dæmi um annað slíkt kerfi. Upphaf rammaáætlunar Fram til ársins 1999 var nýting orkuauðlinda landsins með þeim hætti að orkufyrirtækin völdu hvaða svæði þau töldu hagkvæmast að virkja og fóru í framkvæmdir samkvæmt því. Lög um náttúruvernd, sem voru samþykkt árið 1971, settu orkufyrirtækjunum reyndar ramma um að þau þyrftu að vera í skipulegu samstarfi með þáverandi Náttúruverndarráði varðandi fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir. Krafa um heildarsýn yfir vernd og nýtingu orkuauðlindanna varð hins vegar æ háværari og árið 1997 ákváðu stjórnvöld að ráðast í gerð rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Áætlunin var hugsuð sem langtíma verkfæri og átti sérstaklega að fjalla um verndargildi einstakra vatnasvæða. Fyrsti áfangi verkefnisins stóð frá 1999-2003 og annar áfangi frá 2004-2011. Þriðja áfanga rammaáætlunar er nýlokið. Hvernig virkar rammaáætlun? Gerð rammaáætlunar er stýrt af verkefnisstjórn, skipaðri af stjórnvöldum. Samkvæmt lögum um rammaáætlun ber verkefnisstjórn að viðhafa tvö samráðsferli vegna vinnu við tillögur sínar að flokkun virkjunarkosta. Þannig gefst öllum, sem það vilja, kostur á að koma sínum áherslum að sem tryggir að matsferlið byggist á víðtæku samráði. Faghópar fjalla síðan sérstaklega um afmarkaða þætti matsferlisins og nota staðlaðar aðferðir til að meta fyrirliggjandi virkjunarkosti á sambærilegan hátt. Tillögur verkefnisstjórnar hverju sinni, að endanlegri flokkun fyrirliggjandi virkjanahugmynda í verndun, nýtingu eða bið, byggja því á mjög umfangsmikilli og samhæfðri greiningarvinnu. Í vikunni ritaði Magnús Guðmundsson ritstjórnargrein í Fréttablaðið og hvatti mig til að útskýra hví ég legg fram tillögu til Alþingis þar sem Skrokkalda er flokkuð í nýtingarflokk. Það er mér ljúft og skylt að gera. Lögum samkvæmt ber mér, sem umhverfis- og auðlindaráðherra, að leggja fram þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu landssvæða, byggða á niðurstöðum verkefnisstjórnar. Samkvæmt lögum hef ég val um að leggja tillögur verkefnisstjórnar fram óbreyttar eða breyta þeirri flokkun virkjunarkosta sem verkefnisstjórnin leggur til áður en ég legg útkomuna fyrir Alþingi. Breyta á hvaða forsendum? Verandi stjórnmálamaður væru mér kannski hæg heimatökin að setja sjálfa mig og mínar skoðanir ofar öllum öðrum. Ofar málamiðluninni milli mismunandi sjónarmiða sem tillögur verkefnastjórnar hafa leitt fram. Það væri hins vegar röng nálgun. Það myndi eyðileggja Rammaáætlun sem verkfæri til að sætta sjónarmið og til að vernda náttúruna. Við getum verið ósammála tillögu verkefnisstjórnar um flokkun fyrirliggjandi virkjunarkosta. Ég minni hins vegar á að þetta er fagleg nálgun svo ef ég tæki mér það vald að handstýra útkomunni er grunnur hlutleysis og fagmennsku brostinn. Ég, eins og eflaust margir aðrir, er ekki fullkomlega sátt við þær tillögur sem verkefnisstjórnin lagði fram, og ég tek undir áhyggjur umhverfisverndarsamtaka af hugmynd um virkjun við Skrokköldu. Ég kaus engu að síður að virða þetta ferli og treysta því til fullnustu. Við megum heldur ekki gleyma að niðurstöður rammaáætlunar eru aðeins frummat fyrirliggjandi virkjunarkosta. Það er því ekki víst að öll þau svæði sem nú þegar eru flokkuð í nýtingu komist í gegnum mat á umhverfisáhrifum. Hins vegar eru þau svæði sem hafa verið samþykkt í vernd tæk til friðlýsingar gagnvart orkuvinnslu. Ég ætla því að setja aukinn kraft í friðlýsingar á næstunni. Tillögur fyrirliggjandi rammaáætlunar munu ekki hafa áhrif á áform mín og ríkisstjórnarinnar um gerð heildstæðrar verndaráætlunar fyrir miðhálendið. Ég hef talað fyrir því að miðhálendisþjóðgarður verði að veruleika og mun leggja mitt lóð á vogarskálarnar til að svo verði. Forsendur sjálfbærrar auðlindanýtingar Þau sem halda um stjórntaumana hverju sinni verða að tileinka sér fagleg vinnubrögð þegar kemur að stórum stefnumarkandi ákvörðunum sem hafa áhrif langt inn í framtíðina. Við viljum að ákvarðanirnar byggist á bestu fáanlegri faglegri þekkingu og eigum því að marka undirbúningsferli ákvarðanatöku skýran ramma til að tryggja hlutleysi útkomunnar. Það tók okkur marga áratugi að byggja upp fiskveiðistjórnunarkerfi sem segir til um hversu mikið megi veiða af hverri nytjafisktegund á tilteknu tímabili. Það tók okkur reyndar líka mörg ár að ná sátt um að miða aflamarkið við þær magntölur sem fagaðilar Hafrannsóknastofnunar mæltu með. Við sáum samt á endanum að til lengri tíma litið væri farsælla að hlusta og fylgja ráðum byggðum á hlutlausu og fræðilegu mati á stofnstærðum ? og veiðar og viðkoma nytjastofna okkar virðast í dag vera í ágætu jafnvægi. Það sama gildir um rammaáætlun og niðurstöður hennar. Við eigum að virða ferlið og niðurstöður þess. Ef það er ekki gert er mikil hætta á því að allt fari aftur undir. Það væri ekki í þágu verndar víðerna eða náttúru- og menningarminja Íslands. Að mínu mati eigum við hins vegar að hinkra við og spyrja okkur í hvað við eigum að nota orku sem enn hefur ekki verið virkjuð. Þó að svæði séu komin í nýtingarflokk þýðir það ekki að rjúka eigi til og nota orkuna sem þar er í boði. Kannanir sýna að meirihluti landsmanna vill ekki nýta orku í frekari stóriðjuuppbyggingu. Svo ef við horfum fram hjá henni þá liggur ekkert á að virkja meira. Það liggur hins vegar á að vernda meira. Í fyrirliggjandi tillögu er lagt til að vernda fjölmörg ný svæði, til að mynda þrjú afskaplega falleg og umfangsmikil vatnasvið sem ná langt inn á hálendi bæði á sunnan- og norðanverðu landinu. Þau eru Héraðsvötn, Skjálfandafljót og Skaftá. Vernd þessara vatnasviða mun hafa gríðarlegt vægi fyrir áframhaldandi vinnu við vernd miðhálendisins, eins og bent hefur verið á af íslenskum umhverfisverndarsamtökum. Það er mín von að Alþingi samþykki rammaáætlun óbreytta og styðji þannig við þá góðu vinnu sem unnin hefur verið af þeim sem að verkefninu koma. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björt Ólafsdóttir Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Dýrmætustu eigur okkar Íslendinga eru náttúruauðlindirnar sem landið og hafið láta okkur svo ríkulega í té. Til þess að geta nýtt þær á sjálfbæran hátt, með umhverfis- og náttúruvernd í forgrunni, þurfum við að hafa sem ítarlegasta þekkingu á umfangi þeirra, ástandi og verndargildi. Stofnmælingar Hafrannsóknastofnunar á nytjafiskistofnum sem mynda grunn að fiskveiðistjórnunarkerfi okkar er dæmi um stjórnun á nýtingu náttúruauðlinda sem byggir á hlutlausu og faglegu mati sérfræðinga. Rammaáætlun er dæmi um annað slíkt kerfi. Upphaf rammaáætlunar Fram til ársins 1999 var nýting orkuauðlinda landsins með þeim hætti að orkufyrirtækin völdu hvaða svæði þau töldu hagkvæmast að virkja og fóru í framkvæmdir samkvæmt því. Lög um náttúruvernd, sem voru samþykkt árið 1971, settu orkufyrirtækjunum reyndar ramma um að þau þyrftu að vera í skipulegu samstarfi með þáverandi Náttúruverndarráði varðandi fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir. Krafa um heildarsýn yfir vernd og nýtingu orkuauðlindanna varð hins vegar æ háværari og árið 1997 ákváðu stjórnvöld að ráðast í gerð rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Áætlunin var hugsuð sem langtíma verkfæri og átti sérstaklega að fjalla um verndargildi einstakra vatnasvæða. Fyrsti áfangi verkefnisins stóð frá 1999-2003 og annar áfangi frá 2004-2011. Þriðja áfanga rammaáætlunar er nýlokið. Hvernig virkar rammaáætlun? Gerð rammaáætlunar er stýrt af verkefnisstjórn, skipaðri af stjórnvöldum. Samkvæmt lögum um rammaáætlun ber verkefnisstjórn að viðhafa tvö samráðsferli vegna vinnu við tillögur sínar að flokkun virkjunarkosta. Þannig gefst öllum, sem það vilja, kostur á að koma sínum áherslum að sem tryggir að matsferlið byggist á víðtæku samráði. Faghópar fjalla síðan sérstaklega um afmarkaða þætti matsferlisins og nota staðlaðar aðferðir til að meta fyrirliggjandi virkjunarkosti á sambærilegan hátt. Tillögur verkefnisstjórnar hverju sinni, að endanlegri flokkun fyrirliggjandi virkjanahugmynda í verndun, nýtingu eða bið, byggja því á mjög umfangsmikilli og samhæfðri greiningarvinnu. Í vikunni ritaði Magnús Guðmundsson ritstjórnargrein í Fréttablaðið og hvatti mig til að útskýra hví ég legg fram tillögu til Alþingis þar sem Skrokkalda er flokkuð í nýtingarflokk. Það er mér ljúft og skylt að gera. Lögum samkvæmt ber mér, sem umhverfis- og auðlindaráðherra, að leggja fram þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu landssvæða, byggða á niðurstöðum verkefnisstjórnar. Samkvæmt lögum hef ég val um að leggja tillögur verkefnisstjórnar fram óbreyttar eða breyta þeirri flokkun virkjunarkosta sem verkefnisstjórnin leggur til áður en ég legg útkomuna fyrir Alþingi. Breyta á hvaða forsendum? Verandi stjórnmálamaður væru mér kannski hæg heimatökin að setja sjálfa mig og mínar skoðanir ofar öllum öðrum. Ofar málamiðluninni milli mismunandi sjónarmiða sem tillögur verkefnastjórnar hafa leitt fram. Það væri hins vegar röng nálgun. Það myndi eyðileggja Rammaáætlun sem verkfæri til að sætta sjónarmið og til að vernda náttúruna. Við getum verið ósammála tillögu verkefnisstjórnar um flokkun fyrirliggjandi virkjunarkosta. Ég minni hins vegar á að þetta er fagleg nálgun svo ef ég tæki mér það vald að handstýra útkomunni er grunnur hlutleysis og fagmennsku brostinn. Ég, eins og eflaust margir aðrir, er ekki fullkomlega sátt við þær tillögur sem verkefnisstjórnin lagði fram, og ég tek undir áhyggjur umhverfisverndarsamtaka af hugmynd um virkjun við Skrokköldu. Ég kaus engu að síður að virða þetta ferli og treysta því til fullnustu. Við megum heldur ekki gleyma að niðurstöður rammaáætlunar eru aðeins frummat fyrirliggjandi virkjunarkosta. Það er því ekki víst að öll þau svæði sem nú þegar eru flokkuð í nýtingu komist í gegnum mat á umhverfisáhrifum. Hins vegar eru þau svæði sem hafa verið samþykkt í vernd tæk til friðlýsingar gagnvart orkuvinnslu. Ég ætla því að setja aukinn kraft í friðlýsingar á næstunni. Tillögur fyrirliggjandi rammaáætlunar munu ekki hafa áhrif á áform mín og ríkisstjórnarinnar um gerð heildstæðrar verndaráætlunar fyrir miðhálendið. Ég hef talað fyrir því að miðhálendisþjóðgarður verði að veruleika og mun leggja mitt lóð á vogarskálarnar til að svo verði. Forsendur sjálfbærrar auðlindanýtingar Þau sem halda um stjórntaumana hverju sinni verða að tileinka sér fagleg vinnubrögð þegar kemur að stórum stefnumarkandi ákvörðunum sem hafa áhrif langt inn í framtíðina. Við viljum að ákvarðanirnar byggist á bestu fáanlegri faglegri þekkingu og eigum því að marka undirbúningsferli ákvarðanatöku skýran ramma til að tryggja hlutleysi útkomunnar. Það tók okkur marga áratugi að byggja upp fiskveiðistjórnunarkerfi sem segir til um hversu mikið megi veiða af hverri nytjafisktegund á tilteknu tímabili. Það tók okkur reyndar líka mörg ár að ná sátt um að miða aflamarkið við þær magntölur sem fagaðilar Hafrannsóknastofnunar mæltu með. Við sáum samt á endanum að til lengri tíma litið væri farsælla að hlusta og fylgja ráðum byggðum á hlutlausu og fræðilegu mati á stofnstærðum ? og veiðar og viðkoma nytjastofna okkar virðast í dag vera í ágætu jafnvægi. Það sama gildir um rammaáætlun og niðurstöður hennar. Við eigum að virða ferlið og niðurstöður þess. Ef það er ekki gert er mikil hætta á því að allt fari aftur undir. Það væri ekki í þágu verndar víðerna eða náttúru- og menningarminja Íslands. Að mínu mati eigum við hins vegar að hinkra við og spyrja okkur í hvað við eigum að nota orku sem enn hefur ekki verið virkjuð. Þó að svæði séu komin í nýtingarflokk þýðir það ekki að rjúka eigi til og nota orkuna sem þar er í boði. Kannanir sýna að meirihluti landsmanna vill ekki nýta orku í frekari stóriðjuuppbyggingu. Svo ef við horfum fram hjá henni þá liggur ekkert á að virkja meira. Það liggur hins vegar á að vernda meira. Í fyrirliggjandi tillögu er lagt til að vernda fjölmörg ný svæði, til að mynda þrjú afskaplega falleg og umfangsmikil vatnasvið sem ná langt inn á hálendi bæði á sunnan- og norðanverðu landinu. Þau eru Héraðsvötn, Skjálfandafljót og Skaftá. Vernd þessara vatnasviða mun hafa gríðarlegt vægi fyrir áframhaldandi vinnu við vernd miðhálendisins, eins og bent hefur verið á af íslenskum umhverfisverndarsamtökum. Það er mín von að Alþingi samþykki rammaáætlun óbreytta og styðji þannig við þá góðu vinnu sem unnin hefur verið af þeim sem að verkefninu koma. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun