Minning um Chuck Guðmundur Andri Thorsson skrifar 20. mars 2017 07:00 Ég man ekki hvenær ég heyrði fyrst í Chuck Berry en samt býr minningin innra með mér því að ég get auðveldlega framkallað kenndina sem hún vakti. Það var frelsiskennd. Það var einhvers konar fögnuður og eftirvænting samfara þeirri fullvissu að bjart væri framundan. Þetta var kraftbirtingarhljómlist. Ég hlýt að hafa verið lítill og hef sjálfsagt heyrt þetta í útvarpinu hjá henni Gerði G. Bjarklind, því að heima hjá mér rúlluðu bara plötur með Beethoven. Annars voru einkum í útvarpinu sinfóníur og hin geysilega dapurlega íslensku dægurlög, full af andlátsfregnum, aðskilnaði og sektarkennd yfir því að hafa flutt úr dalnum, að ógleymdum Victori Silvester og hljómsveit sem er sú tónlist sem hefur næst komist því að hljóma eins og súld.Ameríka Ég heyrði lit og sól í tónlist Chucks Berry, takt og gleði. Ég heyrði líf og skelmislegt glott. Það sem ég heyrði í þessari tónlist var Ameríka. En það var önnur Ameríka en ég hafði haft stopul kynni af áður, þarna í Vogunum á sjöunda áratug síðustu aldar. Maður hafði séð myndir um köttinn Felix í kanasjónvarpinu hjá ömmu og nokkra þætti um bræðurna á Bonanzastöðum, sem í minningunni voru sívolandi við hestagirðingar, sem að vísu fær varla staðist, þó að því verði ekki neitað að fólk var furðu grátgjarnt í bandarískum sjónvarpsmyndum þessara ára. Stundum fóru kommabörnin í Karfavogi og lögðust á nærliggjandi glugga til að horfa þar á kafbátamyndir og Gunsmoke – ég lagði aldrei í þá leiðangra en var samt vel kunnugur þessum þáttum því að vinir mínir léku þá fyrir mig daginn eftir. Ég þekkti Elvis og mér þótti kátlegt hvernig hann gat hikstað sig gegnum lögin sín, þó að ég áttaði mig ekki á því að hann ætti við mig sérstakt erindi. Svo kom sem sagt Chuck með þessa tónlist sem hljómaði eins og hún sprytti úr raunverulegu lífi. Maður skynjaði sannleikann í þessari músík. Hún var sniðug en ekki íbyggin, yfirlætislaus en litrík, glaðhlakkaleg án þess að vera sjálfbirgingsleg og víðsfjarri þeim slepjulega og uppgerðarlega tilfinningaútaustri sem svo margt af sönglögum þessara ára frá Ameríku var fullt af, þar sem söngvari kjökraði eitthvað undir grátandi fiðlum án þess að meina orð af því sem hann sagði, eins og heyrðist líka langar leiðir. Það voru engar slíkar leifar af evrópsku óperettu-glundri hjá Chuck heldur var þetta séramerísk blanda af allri mögulegri tónlist þeirra þjóðarbrota sem þessa álfu höfðu skapað. Sjálfur leit hann út eins og Ameríka: ótilgreind blanda þjóðarbrota í andlitsdráttum og yfirbragði. Og alltaf í þessum skræpóttu skyrtum. Og með þetta skelmislega glott á vör, eins og vís til alls. Sem hann svo sem var.Sannar sögur handa jóni&gunnu Takturinn hjá Chuck var kæruleysislegur en um leið hárbeittur og taktfastur; gítarleikurinn var krubbulegur – eiginlega skræpóttur – og vitnaði um skringilegar stillingar, mishljómar í honum, viss óhreinindi sem maður vissi að gáfu einmitt tónlistinni sjálft lífsmagn sitt. Mishljómurinn kom auðvitað úr blúsnum eins og hljómagangurinn oftast nær – þaðan kom líka krafturinn og riffin, og glaðværðin, enda útbreiddur misskilningur að blústónlist sé eintóm mæða og andvörp. Þetta var ung veröld og björt, víðsfjarri grámuggunni í kanasjónvarpinu þar sem samanbitnir fölskinna kallar með hatta töluðu hver við annan út um annað munnvikið. Chuck söng um forboðna hluti á borð við sjoppuhangs. Hann söng um bíla sem hann hafði lengi verið að safna sér fyrir og hugsaði vel um. Hann söng um stelpur sem hann hafði augastað á en voru utan seilingar. Hann sagði sögu af kvennaljóma með brún augu, aðra af gítarstráknum efnilega Jóni góða og svo henni Maríu litlu sem er bara sex ára og hann langar svo að fá að tala við í símann. Þetta voru litlar sögur og yfirlætislausar um um jón&gunnu sagðar handa jóni&gunnu, með gleði og glampa í augum, án ýktra gleðiláta eða þvingunarkæti. Sannar sögur, sniðuglega sagðar. Með skelmislegu brosi út í annað. Þetta er á hátindi og blómaskeiði amerísku aldarinnar sem nú er að líða undir lok með harmkvælum. Þetta er áður en þeir álpast út í Víetnam-stríðið með allri þeirri afsiðun og upplausn allra gilda sem því fylgdi. Áður en þeir skjóta Kennedy og Martin Luther King. Þetta var Ameríka sem mann langaði ósjálfrátt að eiga hlutdeild í, enda átti hún eftir að verða ríkur þáttur af lífi okkar. Kannski hefði Chuck Berry samt gleymst ef ekki hefði komið til dálæti bresku eftirstríðsáradrengjanna á honum og ómæld áhrif sem hann hafði á þá. Bítlarnir og Rollingarnir og sporgöngumenn þeirra létu ekkert tækifæri ónotað til að spila lögin hans og komu honum þar með á framfæri í eigin landi á ný; færðu Ameríku aftur þá Ameríku sem hann stóð fyrir. Chuck Berry: blessaður kallinn, hann dó um helgina, níræður að aldri, með skelmisglottið á vör framundir það síðasta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ég man ekki hvenær ég heyrði fyrst í Chuck Berry en samt býr minningin innra með mér því að ég get auðveldlega framkallað kenndina sem hún vakti. Það var frelsiskennd. Það var einhvers konar fögnuður og eftirvænting samfara þeirri fullvissu að bjart væri framundan. Þetta var kraftbirtingarhljómlist. Ég hlýt að hafa verið lítill og hef sjálfsagt heyrt þetta í útvarpinu hjá henni Gerði G. Bjarklind, því að heima hjá mér rúlluðu bara plötur með Beethoven. Annars voru einkum í útvarpinu sinfóníur og hin geysilega dapurlega íslensku dægurlög, full af andlátsfregnum, aðskilnaði og sektarkennd yfir því að hafa flutt úr dalnum, að ógleymdum Victori Silvester og hljómsveit sem er sú tónlist sem hefur næst komist því að hljóma eins og súld.Ameríka Ég heyrði lit og sól í tónlist Chucks Berry, takt og gleði. Ég heyrði líf og skelmislegt glott. Það sem ég heyrði í þessari tónlist var Ameríka. En það var önnur Ameríka en ég hafði haft stopul kynni af áður, þarna í Vogunum á sjöunda áratug síðustu aldar. Maður hafði séð myndir um köttinn Felix í kanasjónvarpinu hjá ömmu og nokkra þætti um bræðurna á Bonanzastöðum, sem í minningunni voru sívolandi við hestagirðingar, sem að vísu fær varla staðist, þó að því verði ekki neitað að fólk var furðu grátgjarnt í bandarískum sjónvarpsmyndum þessara ára. Stundum fóru kommabörnin í Karfavogi og lögðust á nærliggjandi glugga til að horfa þar á kafbátamyndir og Gunsmoke – ég lagði aldrei í þá leiðangra en var samt vel kunnugur þessum þáttum því að vinir mínir léku þá fyrir mig daginn eftir. Ég þekkti Elvis og mér þótti kátlegt hvernig hann gat hikstað sig gegnum lögin sín, þó að ég áttaði mig ekki á því að hann ætti við mig sérstakt erindi. Svo kom sem sagt Chuck með þessa tónlist sem hljómaði eins og hún sprytti úr raunverulegu lífi. Maður skynjaði sannleikann í þessari músík. Hún var sniðug en ekki íbyggin, yfirlætislaus en litrík, glaðhlakkaleg án þess að vera sjálfbirgingsleg og víðsfjarri þeim slepjulega og uppgerðarlega tilfinningaútaustri sem svo margt af sönglögum þessara ára frá Ameríku var fullt af, þar sem söngvari kjökraði eitthvað undir grátandi fiðlum án þess að meina orð af því sem hann sagði, eins og heyrðist líka langar leiðir. Það voru engar slíkar leifar af evrópsku óperettu-glundri hjá Chuck heldur var þetta séramerísk blanda af allri mögulegri tónlist þeirra þjóðarbrota sem þessa álfu höfðu skapað. Sjálfur leit hann út eins og Ameríka: ótilgreind blanda þjóðarbrota í andlitsdráttum og yfirbragði. Og alltaf í þessum skræpóttu skyrtum. Og með þetta skelmislega glott á vör, eins og vís til alls. Sem hann svo sem var.Sannar sögur handa jóni&gunnu Takturinn hjá Chuck var kæruleysislegur en um leið hárbeittur og taktfastur; gítarleikurinn var krubbulegur – eiginlega skræpóttur – og vitnaði um skringilegar stillingar, mishljómar í honum, viss óhreinindi sem maður vissi að gáfu einmitt tónlistinni sjálft lífsmagn sitt. Mishljómurinn kom auðvitað úr blúsnum eins og hljómagangurinn oftast nær – þaðan kom líka krafturinn og riffin, og glaðværðin, enda útbreiddur misskilningur að blústónlist sé eintóm mæða og andvörp. Þetta var ung veröld og björt, víðsfjarri grámuggunni í kanasjónvarpinu þar sem samanbitnir fölskinna kallar með hatta töluðu hver við annan út um annað munnvikið. Chuck söng um forboðna hluti á borð við sjoppuhangs. Hann söng um bíla sem hann hafði lengi verið að safna sér fyrir og hugsaði vel um. Hann söng um stelpur sem hann hafði augastað á en voru utan seilingar. Hann sagði sögu af kvennaljóma með brún augu, aðra af gítarstráknum efnilega Jóni góða og svo henni Maríu litlu sem er bara sex ára og hann langar svo að fá að tala við í símann. Þetta voru litlar sögur og yfirlætislausar um um jón&gunnu sagðar handa jóni&gunnu, með gleði og glampa í augum, án ýktra gleðiláta eða þvingunarkæti. Sannar sögur, sniðuglega sagðar. Með skelmislegu brosi út í annað. Þetta er á hátindi og blómaskeiði amerísku aldarinnar sem nú er að líða undir lok með harmkvælum. Þetta er áður en þeir álpast út í Víetnam-stríðið með allri þeirri afsiðun og upplausn allra gilda sem því fylgdi. Áður en þeir skjóta Kennedy og Martin Luther King. Þetta var Ameríka sem mann langaði ósjálfrátt að eiga hlutdeild í, enda átti hún eftir að verða ríkur þáttur af lífi okkar. Kannski hefði Chuck Berry samt gleymst ef ekki hefði komið til dálæti bresku eftirstríðsáradrengjanna á honum og ómæld áhrif sem hann hafði á þá. Bítlarnir og Rollingarnir og sporgöngumenn þeirra létu ekkert tækifæri ónotað til að spila lögin hans og komu honum þar með á framfæri í eigin landi á ný; færðu Ameríku aftur þá Ameríku sem hann stóð fyrir. Chuck Berry: blessaður kallinn, hann dó um helgina, níræður að aldri, með skelmisglottið á vör framundir það síðasta.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun