Skýrslan um Matvælastofnun Árni Stefán Árnason skrifar 29. mars 2017 15:09 Birt hefur verið skýrsla um starfshætti Matvælastofnunar. Verkið virkar eins og meðalgóð Ba ritgerð um afmarkað stjórnsýsluverkefni. Ekkert í skýrslunni er nýtt. Meginatriðin og niðurstaðan hafa verið þekkt síðan a.m.k. 2011 þegar mín eigin ritgerð, meistararitgerð í lögfræði um réttaráhrif og framkvæmd dýraverndarlaga var birt og gerð öllum aðgengileg. Hin nýja skýrsla ber þess merki að höfundar hafi haft skamman tíma til að kynna sér efnið, virðast valdir hafa handahófi en þegið góða búbót enda reikna ég með að kostnaður hafi fylgt verkinu fyrir ríkissjóð. Starfshætti Matvælastofnunar á sviði dýravelferðar er útilokað að kynna sér á nokkrum vikum. Til þess þurfti greinarhöfundur 18 mánuði vegna framangreindrar ritgerðar. Skýrsluhöfundar eru varfærnir og því undir sömu sök seldir og Matvælastofnun. Þeir sneiða hjá aðalatriðum þ.e. hvar hin endanlega ábyrgð illrar meðferðar dýra, sem eiga, að lúta vernd laga liggur. Hún liggur hjá þeim ráðherrum, sem voru í brúnni þegar hinir hrottalegu atburðir áttu sér stað, forstjóra Matvælastofnunar, yfirdýralæknum og umráðamönnum fórnarlambanna og auðvitað eftirlitsaðila framkvæmdavaldsins, alþingi. Ef grannt er skoðað skv. dýravelferðarlögum, refsiverð háttsemi, sem heimfæra má á marga þessa aðila ef málsatvik eru rannsökuð af nákvæmni og þess sama gætt við beitingu laga. „Við drögum af þessu lærdóm,“ eru viðbrögð ráðherra. Honum skal sagt að opinberir starfsmenn, sem heyra undir ráðuneyti eru ekki í stöðum sínum til að draga lærdóm af öllu því, sem misferst í framkvæmd laga heldur til að sinna faglegri framkvæmd þeirra! Þeir, sem hafa orðið uppvísir að öðru eru ekki starfi sínu vaxnir. Þetta ætti ráðherrann Þorgerður Katrín að vita, sem lögfræðingur. Flugstjóri sem brotlendir flugvél vegna handvammar missir að öllum líkindum vinnu sína, lifi hann slysið af. Gerðar hafa verið margar tilraunir af hálfu alþingis, í lögum, að færa eftirlit með dýravernd á milli ýmissa stofnana og ætíð hefur sama staða komið upp. Eftirlitið stendur ekki undir nafni og dýr þjást. Allar tilraunir til betrumbóta hafa mistekist. Ábendingar um praktískar lausnir í þessum efnum hefur alþingi ekki hlustað á og gagnrýni um hvað má betur fara taka eftirlitsstofnanir á Íslandi almennt ekki alvarlega, að því er virðist. Yfirmenn líta á slíkt, sem persónulega árás og snúast til varnar. Erlendis og þar sem siðuð stjórnmál eru stunduð yrðu yfirmenn, sem gerst hafa sekir um alvarlega handvömm og leitt hefur af sér illa meðferð dýra, látnir taka pokann sinn. Ekki á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Birt hefur verið skýrsla um starfshætti Matvælastofnunar. Verkið virkar eins og meðalgóð Ba ritgerð um afmarkað stjórnsýsluverkefni. Ekkert í skýrslunni er nýtt. Meginatriðin og niðurstaðan hafa verið þekkt síðan a.m.k. 2011 þegar mín eigin ritgerð, meistararitgerð í lögfræði um réttaráhrif og framkvæmd dýraverndarlaga var birt og gerð öllum aðgengileg. Hin nýja skýrsla ber þess merki að höfundar hafi haft skamman tíma til að kynna sér efnið, virðast valdir hafa handahófi en þegið góða búbót enda reikna ég með að kostnaður hafi fylgt verkinu fyrir ríkissjóð. Starfshætti Matvælastofnunar á sviði dýravelferðar er útilokað að kynna sér á nokkrum vikum. Til þess þurfti greinarhöfundur 18 mánuði vegna framangreindrar ritgerðar. Skýrsluhöfundar eru varfærnir og því undir sömu sök seldir og Matvælastofnun. Þeir sneiða hjá aðalatriðum þ.e. hvar hin endanlega ábyrgð illrar meðferðar dýra, sem eiga, að lúta vernd laga liggur. Hún liggur hjá þeim ráðherrum, sem voru í brúnni þegar hinir hrottalegu atburðir áttu sér stað, forstjóra Matvælastofnunar, yfirdýralæknum og umráðamönnum fórnarlambanna og auðvitað eftirlitsaðila framkvæmdavaldsins, alþingi. Ef grannt er skoðað skv. dýravelferðarlögum, refsiverð háttsemi, sem heimfæra má á marga þessa aðila ef málsatvik eru rannsökuð af nákvæmni og þess sama gætt við beitingu laga. „Við drögum af þessu lærdóm,“ eru viðbrögð ráðherra. Honum skal sagt að opinberir starfsmenn, sem heyra undir ráðuneyti eru ekki í stöðum sínum til að draga lærdóm af öllu því, sem misferst í framkvæmd laga heldur til að sinna faglegri framkvæmd þeirra! Þeir, sem hafa orðið uppvísir að öðru eru ekki starfi sínu vaxnir. Þetta ætti ráðherrann Þorgerður Katrín að vita, sem lögfræðingur. Flugstjóri sem brotlendir flugvél vegna handvammar missir að öllum líkindum vinnu sína, lifi hann slysið af. Gerðar hafa verið margar tilraunir af hálfu alþingis, í lögum, að færa eftirlit með dýravernd á milli ýmissa stofnana og ætíð hefur sama staða komið upp. Eftirlitið stendur ekki undir nafni og dýr þjást. Allar tilraunir til betrumbóta hafa mistekist. Ábendingar um praktískar lausnir í þessum efnum hefur alþingi ekki hlustað á og gagnrýni um hvað má betur fara taka eftirlitsstofnanir á Íslandi almennt ekki alvarlega, að því er virðist. Yfirmenn líta á slíkt, sem persónulega árás og snúast til varnar. Erlendis og þar sem siðuð stjórnmál eru stunduð yrðu yfirmenn, sem gerst hafa sekir um alvarlega handvömm og leitt hefur af sér illa meðferð dýra, látnir taka pokann sinn. Ekki á Íslandi.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar