Brexit, ESB og Ísland Þröstur Ólafsson skrifar 16. mars 2017 07:00 Tvíeykið Bannon/Trump hefur sagt, að þeir vilji veikja ESB og helst koma því á kné. Í þeirra augum var og er hnattvæðingin forsending, sem kveða þurfi niður. Framtíðarsýn þeirra á NATO hefur verið keimlík. Með því telja þeir sig geta endurvakið BNA sem einsleitt forysturíki, ekki bara á Vesturlöndum heldur um heim allan. Þeir telja að BNA séu sterkari án bandamanna. Það er skoðun sem taka verður mark á. Ef þeir framfylgja henni, munu verða miklar breytingar á áhrifa- og valdastöðu ríkja á næstu árum. Fyrir okkur Íslendinga er óvissan ekkert fagnaðarefni, hvorki viðskiptalega né hvað öryggi landsins varðar. Velgengni okkar og uggleysi, hefur og mun áfram, hvíla á nánu samstarfi við norrænar og vestrænar vina- og lýðræðisþjóðir. Því nánari og samtvinnaðri sem félagsskapur þeirra er, þeim mun betra fyrir okkur, að því tilskyldu að við tökum þátt í því líka. Sérhver einangrun leiðir til stöðnunar á einstaka eða mörgum sviðum. Sundrung og pólitísk spenna milli þjóða í álfunni er þekkt ólyfjan sem of oft hefur leitt til opinna átaka. Það er okkur síst til framdráttar. Öll sundrung veikir auðlegð þjóða, einnig okkar. Við þurfum samfellu, traust og samstarf. Er Brexit tækifæri? Mér brá því óneitanlega þegar ég heyrði bæði Lilju, fv. utanríkisráðherra, og Guðlaug Þór, þann núverandi, segja að Brexit-ákvörðunin fæli í sér fjölmörg tækifæri fyrir Ísland. Sem sagt góð tíðindi. Vonandi var þetta bara innantóm taltugga, gerð til að þóknast harðbalanum í eigin flokkum. Raunskoðun gefur allt aðra niðurstöðu. Eftir útgönguna mun það taka Breta mörg ár að semja um nýja viðskiptasamninga við nánast alla heimsbyggðina. Sjálfir munu þeir þurfa að breyta yfir 20.000 lögum og reglugerðum í aðdraganda og í eftirmála útgöngunnar. Halda hinir galvösku utanríkisráðherrar að Ísland verði fyrst í röðinni, þegar kemur að því að semja um nýjan viðskiptasamning? Hvað gerist eftir að Bretar eru gengnir út og enginn nýr viðskiptasamningur við þá er í gildi? Bara vinna við einn fríverslunarsamning með nýjum stöðlum og regluverki tekur langan tíma. Brexit gengur ekki út á það að auðvelda innflutning, heldur öfugt. Nei, útganga Breta úr sameiginlega markaðnum eru slæmar fréttir fyrir okkur, hvernig sem á það er litið. Þröngsýn og þvermóðskuleg andúð á ESB er ekki það sem við þurfum á að halda nú. Álfa deilandi smáríkja? Hér heyrast sjónarmið svipuð þeirra Bannons/Trumps. Sterkir kjarnar bæði innan Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, en einnig í VG, vilja sjá ESB leysast upp í þjóðríki gömlu Evrópu, þar sem hver og einn otar þeim tota sem hann megnar. Í þess konar heimi verða þeir sterkustu ofan á. Bæði NATO og ESB eru tilorðin undir keimlíkum sólarmerkjum; til að halda Þjóðverjum niðri en Rússum úti. ESB átti að tryggja litlu þjóðunum sanngjarna viðskiptahætti og þátttöku í framþróun álfunnar, en hernaðarlegu öryggi frá NATO. Þess vegna þyrptust nýfrjálsu austur-evrópsku þjóðirnar allar beint í faðmlag ESB og NATO. Sú ákvörðun þeirra að ganga í ESB hefur fært þeim ómæld tækifæri, fjárhagslega aðstoð og nýjar vandaðar lagasetningar á fjölmörgum sviðum. ESB er nefnilega ekki bara samstarf um sameiginlegan evrópskan innri markað. Þetta snýst um samstöðu og sameiginlega lausn á málum sem snerta mörg þjóðríki. Við höfum t.d. fengið frá Brussel mörg vönduð lög s.s. á sviði neytendamála, vinnuverndarmála, félagsmála og umhverfismála. Því miður verður að viðurkennast, að flest þau lög sem koma frá Alþingi eru hvorki eins vönduð né eins vel unnin. Meginstraumar eða sérleiðir? Þeim atvinnugreinum, sem standa utan áhrifasviðs sameiginlega markaðsins, hefur hnignað, í besta falli staðið í stað. Það á t.d. bæði við um byggingarstarfsemi og landbúnað. Sjálfstæð íslensk lög og reglugerðir um byggingamál gera byggingar hér mun dýrari, en ef við tækjum upp byggingareglugerðir frá Norðurlöndum. Af hverju þurfum við sjálfstætt lyfjaeftirlit? Hér ættu að fást sömu lyf og t.d. í Danmörku. Við erum að loka okkur frá meginstraumum í nafni sjálfstæðis og fullveldis, hugtök sem þjóðin þarf að endurmeta í gjörbreyttum heimi. Uppskrúfuð fullveldisímynd og sérhagsmunir hindra okkur í að þroska samfélag okkar og auðvelda þeim lífsbaráttuna sem á brattann þurfa að sækja. Þótt umsókn um aðild að ESB sé ekki forgangsmál í svipinn, þá er það okkur mikið hagsmunamál að halda sem bestu sambandi við ESB. Það er váleg blekking að þykjast vera stórveldi sem geti gengið á milli ávaxtagarða þjóðanna og valið þaðan það ljúffengasta, ekki síst þegar slík óskhyggja kemur frá fólki, sem situr eða hefur setið í stóli utanríkisráðherra. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Tengdar fréttir Lög um brókun nr. 4/2018 Það er langt síðan opinber smánun og líkamlegar refsingar voru lagðar niður hér á landi og er það vel að stærstum hluta. Þó eru til undantekningar frá því. 16. mars 2017 07:00 Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Tvíeykið Bannon/Trump hefur sagt, að þeir vilji veikja ESB og helst koma því á kné. Í þeirra augum var og er hnattvæðingin forsending, sem kveða þurfi niður. Framtíðarsýn þeirra á NATO hefur verið keimlík. Með því telja þeir sig geta endurvakið BNA sem einsleitt forysturíki, ekki bara á Vesturlöndum heldur um heim allan. Þeir telja að BNA séu sterkari án bandamanna. Það er skoðun sem taka verður mark á. Ef þeir framfylgja henni, munu verða miklar breytingar á áhrifa- og valdastöðu ríkja á næstu árum. Fyrir okkur Íslendinga er óvissan ekkert fagnaðarefni, hvorki viðskiptalega né hvað öryggi landsins varðar. Velgengni okkar og uggleysi, hefur og mun áfram, hvíla á nánu samstarfi við norrænar og vestrænar vina- og lýðræðisþjóðir. Því nánari og samtvinnaðri sem félagsskapur þeirra er, þeim mun betra fyrir okkur, að því tilskyldu að við tökum þátt í því líka. Sérhver einangrun leiðir til stöðnunar á einstaka eða mörgum sviðum. Sundrung og pólitísk spenna milli þjóða í álfunni er þekkt ólyfjan sem of oft hefur leitt til opinna átaka. Það er okkur síst til framdráttar. Öll sundrung veikir auðlegð þjóða, einnig okkar. Við þurfum samfellu, traust og samstarf. Er Brexit tækifæri? Mér brá því óneitanlega þegar ég heyrði bæði Lilju, fv. utanríkisráðherra, og Guðlaug Þór, þann núverandi, segja að Brexit-ákvörðunin fæli í sér fjölmörg tækifæri fyrir Ísland. Sem sagt góð tíðindi. Vonandi var þetta bara innantóm taltugga, gerð til að þóknast harðbalanum í eigin flokkum. Raunskoðun gefur allt aðra niðurstöðu. Eftir útgönguna mun það taka Breta mörg ár að semja um nýja viðskiptasamninga við nánast alla heimsbyggðina. Sjálfir munu þeir þurfa að breyta yfir 20.000 lögum og reglugerðum í aðdraganda og í eftirmála útgöngunnar. Halda hinir galvösku utanríkisráðherrar að Ísland verði fyrst í röðinni, þegar kemur að því að semja um nýjan viðskiptasamning? Hvað gerist eftir að Bretar eru gengnir út og enginn nýr viðskiptasamningur við þá er í gildi? Bara vinna við einn fríverslunarsamning með nýjum stöðlum og regluverki tekur langan tíma. Brexit gengur ekki út á það að auðvelda innflutning, heldur öfugt. Nei, útganga Breta úr sameiginlega markaðnum eru slæmar fréttir fyrir okkur, hvernig sem á það er litið. Þröngsýn og þvermóðskuleg andúð á ESB er ekki það sem við þurfum á að halda nú. Álfa deilandi smáríkja? Hér heyrast sjónarmið svipuð þeirra Bannons/Trumps. Sterkir kjarnar bæði innan Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, en einnig í VG, vilja sjá ESB leysast upp í þjóðríki gömlu Evrópu, þar sem hver og einn otar þeim tota sem hann megnar. Í þess konar heimi verða þeir sterkustu ofan á. Bæði NATO og ESB eru tilorðin undir keimlíkum sólarmerkjum; til að halda Þjóðverjum niðri en Rússum úti. ESB átti að tryggja litlu þjóðunum sanngjarna viðskiptahætti og þátttöku í framþróun álfunnar, en hernaðarlegu öryggi frá NATO. Þess vegna þyrptust nýfrjálsu austur-evrópsku þjóðirnar allar beint í faðmlag ESB og NATO. Sú ákvörðun þeirra að ganga í ESB hefur fært þeim ómæld tækifæri, fjárhagslega aðstoð og nýjar vandaðar lagasetningar á fjölmörgum sviðum. ESB er nefnilega ekki bara samstarf um sameiginlegan evrópskan innri markað. Þetta snýst um samstöðu og sameiginlega lausn á málum sem snerta mörg þjóðríki. Við höfum t.d. fengið frá Brussel mörg vönduð lög s.s. á sviði neytendamála, vinnuverndarmála, félagsmála og umhverfismála. Því miður verður að viðurkennast, að flest þau lög sem koma frá Alþingi eru hvorki eins vönduð né eins vel unnin. Meginstraumar eða sérleiðir? Þeim atvinnugreinum, sem standa utan áhrifasviðs sameiginlega markaðsins, hefur hnignað, í besta falli staðið í stað. Það á t.d. bæði við um byggingarstarfsemi og landbúnað. Sjálfstæð íslensk lög og reglugerðir um byggingamál gera byggingar hér mun dýrari, en ef við tækjum upp byggingareglugerðir frá Norðurlöndum. Af hverju þurfum við sjálfstætt lyfjaeftirlit? Hér ættu að fást sömu lyf og t.d. í Danmörku. Við erum að loka okkur frá meginstraumum í nafni sjálfstæðis og fullveldis, hugtök sem þjóðin þarf að endurmeta í gjörbreyttum heimi. Uppskrúfuð fullveldisímynd og sérhagsmunir hindra okkur í að þroska samfélag okkar og auðvelda þeim lífsbaráttuna sem á brattann þurfa að sækja. Þótt umsókn um aðild að ESB sé ekki forgangsmál í svipinn, þá er það okkur mikið hagsmunamál að halda sem bestu sambandi við ESB. Það er váleg blekking að þykjast vera stórveldi sem geti gengið á milli ávaxtagarða þjóðanna og valið þaðan það ljúffengasta, ekki síst þegar slík óskhyggja kemur frá fólki, sem situr eða hefur setið í stóli utanríkisráðherra. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Lög um brókun nr. 4/2018 Það er langt síðan opinber smánun og líkamlegar refsingar voru lagðar niður hér á landi og er það vel að stærstum hluta. Þó eru til undantekningar frá því. 16. mars 2017 07:00
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar