Manchester United dróst gegn Anderlecht í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Fyrri leikurinn fer fram á Constant Vanden Stock vellinum í Anderlecht 13. apríl en sá seinni á Old Trafford 20. apríl.
Viðureignin er merkileg fyrir þær sakir að fyrsti Evrópuleikur United var einmitt gegn Anderlecht, 12. september 1956 í Evrópukeppni meistaraliða, forvera Meistaradeildar Evrópu. United vann leikinn 0-2 með mörkum frá Tommy Taylor og Dennis Viollet.
Í seinni leiknum fóru Busby-börnin svo hamförum og unnu 10-0 sigur. Það er stærsti sigur United í Evrópukeppni frá upphafi. Leikurinn fór fram á Maine Road, gamla heimavelli Manchester City, vegna þess að það voru ekki flóðljós á Old Trafford á þeim tíma.
United og Anderlecht mættust aftur í Evrópukeppni meistaraliða haustið 1968. United, sem var ríkjandi Evrópumeistari, fór áfram, 4-3 samanlagt.
Liðin mættust svo í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu haustið 2000. Andy Cole skoraði þrennu í 5-1 sigri United í fyrri leiknum á Old Trafford en Anderlecht vann seinni leikinn 2-1.
Busby-börnin fóru illa með Anderlecht fyrir rúmum 60 árum

Tengdar fréttir

Keane: Kannski er Man Utd of stórt fyrir Mourinho
Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, fór hörðum orðum um José Mourinho, knattspyrnustjóra United, eftir 1-0 sigur liðsins á Rostov í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi.

Man Utd fer til Belgíu
Manchester United mætir Anderlecht í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Pogba ekki með gegn Boro
Paul Pogba, dýrasti fótboltamaður allra tíma, missir af leik Manchester United og Middlesbrough á sunnudaginn.