Brúnegg gjaldþrota: „Nú er mál að linni“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. mars 2017 11:04 Þessar pakkningar sjást ekki lengur í hillum stærstu verslana landsins. Vísir/Daníel Eigendur Brúneggja ehf. hafa óskað eftir því að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Þeir segja tilraunir til að rétta hlut fyrirtækisins eftir umfjöllun Kastljóss um slæman aðbúnað hænsna hjá fyrirtækinu hafi ekki borið árangur. Í tilkynningu frá eigendum Brúneggja segir að nær öll eggjasala fyrirtækisins hafi stöðvast strax eftir umfjöllun Kastljóss. Segja þeir að fljótlega hafi það blasað við „lífróður eigendanna myndi ekki duga til að halda fyrirtækinu gangandi nema í takmarkaðan tíma,“ líkt og segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að enginn atvinnurekstur þoli það að „missa nær allar tekjur sínar svo að segja á einni nóttu en sitja eftir með tilheyrandi kostnað og útgjöld.“ Stærstu matvælaverslanir landsins lokuðu á fyrirtækið í nóvember.Vísir/Anton Öllu starfsfólki fyrirtækisins var sagt upp og ákveðið var að leggja niður starfsemi Brúneggja á Teigi og í Silfurhöll í Mosfellsbæ síðastliðinn janúar. Í tilkynningunni segir að aðstæður í gömlu fuglahúsunum þar hafi gert mönnum erfitt fyrir að uppfylla viðmið um loftgæði sem kveðið er á um í reglugerðum. Mál Brúneggja olli töluverðri hneykslan en í umfjöllun Kastljóss kom fram að Matvælastofnun hafi gert athugasemdir við það hvernig farið var með hænur fyrirtækisins í júlí 2015 og krafist umbóta en í ljós kom að Brúnegg ehf. hafði ítrekað brotið lög um velferð dýra sem og reglugerðir um velferð alifugla. Í Kastljósi voru sýndar myndir og myndbönd sem sýndu skelfilegan aðbúnað dýranna, en þar kom fram að starfsmenn hefðu sett músaeitur á gólf í forrými þar sem egg væru geymd og að þar hefði einnig fundist dauð mús og lirfur á gólfi. „Eigendur Brúneggja harma þá vankanta í starfseminni sem fundið hefur verið að á liðnum misserum en harma ekki síður að þessi verði endalok fyrirtækisins. Nú er mál að linni“ segir í tilkynningu frá eigendum Brúneggja. Tilkynning eigenda Brúneggja í heild sinni „Eigendur Brúneggja ehf. óskuðu eftir því í dag að félagið yrði tekið til gjaldþrota-meðferðar. Nær öll eggjasala stöðvaðist strax eftir að Kastljós RÚV fjallaði um starfsemina 28. nóvember sl. Tilraunir til að rétta hlut fyrirtækisins í óvæginni umfjöllun dagana á eftir báru ekki árangur og við blasti fljótlega að lífróður eigendanna myndi ekki duga til að halda fyrirtækinu gangandi nema í takmarkaðan tíma. Enginn atvinnurekstur þolir það að missa nær allar tekjur sínar svo að segja á einni nóttu en sitja eftir með tilheyrandi kostnað og útgjöld. Öllu starfsfólki fyrirtækisins var sagt upp og þrátt fyrir að starfsstöðvar þess væru allar með fullt starfsleyfi frá Matvælastofnun var ákveðið að leggja niður starfsemi á Teigi og í Silfurhöll í Mosfellsbæ í janúar sl. Aðstæður í gömlu fuglahúsunum þar gerðu mönnum erfitt fyrir með að uppfylla viðmið um loftgæði sem kveðið er á um í reglugerð um dýravelferð frá 2015. Eigendur Brúneggja harma þá vankanta í starfseminni sem fundið hefur verið að á liðnum misserum en harma ekki síður að þessi verði endalok fyrirtækisins. Nú er mál að linni. Eigendur Brúneggja ehf.“ Gjaldþrot Brúneggjamálið Mosfellsbær Tengdar fréttir Brúneggjum gengur illa að selja egg og tveggja vikna birgðir á lager 15. desember 2016 07:00 Vilja selja Brúnegg fyrir lok febrúar Eigendur Brúneggja eiga í viðræðum við "þrjá aðskilda hópa fjárfesta“ um að þeir kaupi fyrirtækið og stefnt er að því að niðurstaða fáist í þær fyrir lok mánaðarins. 2. febrúar 2017 15:37 Sala á Brúneggjum gekk ekki eftir Eigendur Múlakaffis og Dalsárrós vildu kaupa fyrirtækið Brúnegg ehf. 1. febrúar 2017 19:15 Eigandi Brúneggja: „Ætlum að reyna að byggja upp trúverðugleika okkar“ Kristinn Gylfi Jónsson segir rekstrargrundvöll fyrirtækisins enn fyrir hendi. 29. nóvember 2016 14:49 Mál Brúneggja aldrei kært til ráðuneytisins Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið var fyrst upplýst um möguleg brot á lögum um velferð dýra af hálfu Brúneggja hinn 25. nóvember 2016. 27. febrúar 2017 16:30 Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Komið hefur í ljós að fyrirtækið hefur ítrekað brotið lög um velferð dýra auk þess að merkja vörur sínar með villandi hætti. 28. nóvember 2016 22:09 Landbúnaðarráðherra segir mál Brúneggja „mjög sjokkerandi“ Gunnar Bragi Sveinsson heyrði fyrst af málinu fyrir nokkrum dögum síðan og segir að nú taki við vinna í ráðuneytinu við athuga verkferla. 29. nóvember 2016 10:28 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf „Algjört siðleysi“ Neytendur Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Eigendur Brúneggja ehf. hafa óskað eftir því að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Þeir segja tilraunir til að rétta hlut fyrirtækisins eftir umfjöllun Kastljóss um slæman aðbúnað hænsna hjá fyrirtækinu hafi ekki borið árangur. Í tilkynningu frá eigendum Brúneggja segir að nær öll eggjasala fyrirtækisins hafi stöðvast strax eftir umfjöllun Kastljóss. Segja þeir að fljótlega hafi það blasað við „lífróður eigendanna myndi ekki duga til að halda fyrirtækinu gangandi nema í takmarkaðan tíma,“ líkt og segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að enginn atvinnurekstur þoli það að „missa nær allar tekjur sínar svo að segja á einni nóttu en sitja eftir með tilheyrandi kostnað og útgjöld.“ Stærstu matvælaverslanir landsins lokuðu á fyrirtækið í nóvember.Vísir/Anton Öllu starfsfólki fyrirtækisins var sagt upp og ákveðið var að leggja niður starfsemi Brúneggja á Teigi og í Silfurhöll í Mosfellsbæ síðastliðinn janúar. Í tilkynningunni segir að aðstæður í gömlu fuglahúsunum þar hafi gert mönnum erfitt fyrir að uppfylla viðmið um loftgæði sem kveðið er á um í reglugerðum. Mál Brúneggja olli töluverðri hneykslan en í umfjöllun Kastljóss kom fram að Matvælastofnun hafi gert athugasemdir við það hvernig farið var með hænur fyrirtækisins í júlí 2015 og krafist umbóta en í ljós kom að Brúnegg ehf. hafði ítrekað brotið lög um velferð dýra sem og reglugerðir um velferð alifugla. Í Kastljósi voru sýndar myndir og myndbönd sem sýndu skelfilegan aðbúnað dýranna, en þar kom fram að starfsmenn hefðu sett músaeitur á gólf í forrými þar sem egg væru geymd og að þar hefði einnig fundist dauð mús og lirfur á gólfi. „Eigendur Brúneggja harma þá vankanta í starfseminni sem fundið hefur verið að á liðnum misserum en harma ekki síður að þessi verði endalok fyrirtækisins. Nú er mál að linni“ segir í tilkynningu frá eigendum Brúneggja. Tilkynning eigenda Brúneggja í heild sinni „Eigendur Brúneggja ehf. óskuðu eftir því í dag að félagið yrði tekið til gjaldþrota-meðferðar. Nær öll eggjasala stöðvaðist strax eftir að Kastljós RÚV fjallaði um starfsemina 28. nóvember sl. Tilraunir til að rétta hlut fyrirtækisins í óvæginni umfjöllun dagana á eftir báru ekki árangur og við blasti fljótlega að lífróður eigendanna myndi ekki duga til að halda fyrirtækinu gangandi nema í takmarkaðan tíma. Enginn atvinnurekstur þolir það að missa nær allar tekjur sínar svo að segja á einni nóttu en sitja eftir með tilheyrandi kostnað og útgjöld. Öllu starfsfólki fyrirtækisins var sagt upp og þrátt fyrir að starfsstöðvar þess væru allar með fullt starfsleyfi frá Matvælastofnun var ákveðið að leggja niður starfsemi á Teigi og í Silfurhöll í Mosfellsbæ í janúar sl. Aðstæður í gömlu fuglahúsunum þar gerðu mönnum erfitt fyrir með að uppfylla viðmið um loftgæði sem kveðið er á um í reglugerð um dýravelferð frá 2015. Eigendur Brúneggja harma þá vankanta í starfseminni sem fundið hefur verið að á liðnum misserum en harma ekki síður að þessi verði endalok fyrirtækisins. Nú er mál að linni. Eigendur Brúneggja ehf.“
Gjaldþrot Brúneggjamálið Mosfellsbær Tengdar fréttir Brúneggjum gengur illa að selja egg og tveggja vikna birgðir á lager 15. desember 2016 07:00 Vilja selja Brúnegg fyrir lok febrúar Eigendur Brúneggja eiga í viðræðum við "þrjá aðskilda hópa fjárfesta“ um að þeir kaupi fyrirtækið og stefnt er að því að niðurstaða fáist í þær fyrir lok mánaðarins. 2. febrúar 2017 15:37 Sala á Brúneggjum gekk ekki eftir Eigendur Múlakaffis og Dalsárrós vildu kaupa fyrirtækið Brúnegg ehf. 1. febrúar 2017 19:15 Eigandi Brúneggja: „Ætlum að reyna að byggja upp trúverðugleika okkar“ Kristinn Gylfi Jónsson segir rekstrargrundvöll fyrirtækisins enn fyrir hendi. 29. nóvember 2016 14:49 Mál Brúneggja aldrei kært til ráðuneytisins Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið var fyrst upplýst um möguleg brot á lögum um velferð dýra af hálfu Brúneggja hinn 25. nóvember 2016. 27. febrúar 2017 16:30 Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Komið hefur í ljós að fyrirtækið hefur ítrekað brotið lög um velferð dýra auk þess að merkja vörur sínar með villandi hætti. 28. nóvember 2016 22:09 Landbúnaðarráðherra segir mál Brúneggja „mjög sjokkerandi“ Gunnar Bragi Sveinsson heyrði fyrst af málinu fyrir nokkrum dögum síðan og segir að nú taki við vinna í ráðuneytinu við athuga verkferla. 29. nóvember 2016 10:28 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf „Algjört siðleysi“ Neytendur Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Vilja selja Brúnegg fyrir lok febrúar Eigendur Brúneggja eiga í viðræðum við "þrjá aðskilda hópa fjárfesta“ um að þeir kaupi fyrirtækið og stefnt er að því að niðurstaða fáist í þær fyrir lok mánaðarins. 2. febrúar 2017 15:37
Sala á Brúneggjum gekk ekki eftir Eigendur Múlakaffis og Dalsárrós vildu kaupa fyrirtækið Brúnegg ehf. 1. febrúar 2017 19:15
Eigandi Brúneggja: „Ætlum að reyna að byggja upp trúverðugleika okkar“ Kristinn Gylfi Jónsson segir rekstrargrundvöll fyrirtækisins enn fyrir hendi. 29. nóvember 2016 14:49
Mál Brúneggja aldrei kært til ráðuneytisins Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið var fyrst upplýst um möguleg brot á lögum um velferð dýra af hálfu Brúneggja hinn 25. nóvember 2016. 27. febrúar 2017 16:30
Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Komið hefur í ljós að fyrirtækið hefur ítrekað brotið lög um velferð dýra auk þess að merkja vörur sínar með villandi hætti. 28. nóvember 2016 22:09
Landbúnaðarráðherra segir mál Brúneggja „mjög sjokkerandi“ Gunnar Bragi Sveinsson heyrði fyrst af málinu fyrir nokkrum dögum síðan og segir að nú taki við vinna í ráðuneytinu við athuga verkferla. 29. nóvember 2016 10:28