Tökum upplýsta ákvörðun Lára G. Sigurðardóttir skrifar 9. mars 2017 07:00 Frummælendur áfengisfrumvarpsins segja gjarnan að árangursríkasta leiðin til að sporna gegn óhóflegri neyslu áfengis sé fræðsla og forvarnir og að það sé deilt um það hvort sala áfengis í verslunum leiði til aukinnar og jafnvel óhóflegrar neyslu áfengis. Að gefnu tilefni er ástæða til að ítreka að í skýrslum og fræðigreinum um lýðheilsuaðgerðir kemur mjög skýrt fram að áfengisneysla eykst með auknu aðgengi í matvörubúðum, sérstaklega hjá ungmennum og þeim sem kunna verst með áfengi að fara. Fræðsla er mikilvæg en dugar ekki ein og sér. Árangursríkustu forvarnirnar eru: 1) Takmörkun á aðgengi; 2) Neyslustýringarskattur, og; 3) Bann við auglýsingum. Sumir þingmenn – vonandi í minnihluta – vilja nú virða að vettugi tvær mikilvægustu forvarnirnar af þremur. Lög eru venjulega sett til að þjóna hagsmunum þjóðfélagsins. Hvaða hagsmunum þjónar frumvarpið um breytingar á áfengissölulögunum þegar lítill minnihluti samfélagsins vill áfengi í búðir? Það er algjörlega óásættanlegt ef þingmenn setja eigin hagsmuni og hagsmuni matvöruverslanaeigenda fram yfir hagsmuni samfélagsins og hagsmuni æskunnar. Fyrirkomulagið í dag hefur reynst okkur vel og samkvæmt samanburðartölum OECD er neysla áfengis með því lægsta hér á landi. Afneitum ekki staðreyndum. Við getum gert svo miklu betur.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Frummælendur áfengisfrumvarpsins segja gjarnan að árangursríkasta leiðin til að sporna gegn óhóflegri neyslu áfengis sé fræðsla og forvarnir og að það sé deilt um það hvort sala áfengis í verslunum leiði til aukinnar og jafnvel óhóflegrar neyslu áfengis. Að gefnu tilefni er ástæða til að ítreka að í skýrslum og fræðigreinum um lýðheilsuaðgerðir kemur mjög skýrt fram að áfengisneysla eykst með auknu aðgengi í matvörubúðum, sérstaklega hjá ungmennum og þeim sem kunna verst með áfengi að fara. Fræðsla er mikilvæg en dugar ekki ein og sér. Árangursríkustu forvarnirnar eru: 1) Takmörkun á aðgengi; 2) Neyslustýringarskattur, og; 3) Bann við auglýsingum. Sumir þingmenn – vonandi í minnihluta – vilja nú virða að vettugi tvær mikilvægustu forvarnirnar af þremur. Lög eru venjulega sett til að þjóna hagsmunum þjóðfélagsins. Hvaða hagsmunum þjónar frumvarpið um breytingar á áfengissölulögunum þegar lítill minnihluti samfélagsins vill áfengi í búðir? Það er algjörlega óásættanlegt ef þingmenn setja eigin hagsmuni og hagsmuni matvöruverslanaeigenda fram yfir hagsmuni samfélagsins og hagsmuni æskunnar. Fyrirkomulagið í dag hefur reynst okkur vel og samkvæmt samanburðartölum OECD er neysla áfengis með því lægsta hér á landi. Afneitum ekki staðreyndum. Við getum gert svo miklu betur.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar