Lækkum vexti með stöðugleikasjóði Sigurður Hannesson skrifar 9. mars 2017 07:00 Ef rétt er á málum haldið má lækka vexti með stofnun stöðugleikasjóðs sem hefði sveiflujöfnun hagkerfisins og opinberan sparnað að leiðarljósi. Útgjöld hins opinbera hafa bein áhrif á vaxtastigið í landinu. Óhóflegur útgjaldavöxtur ríkisins er þensluhvetjandi og kallar á viðbrögð Seðlabankans, sem nýtir stýrivexti til að slá á þenslu. Nú þegar vel árar virðast ríkisstjórn og Seðlabanki ekki ætla að ganga í takt. Í stað þess að draga úr eftirspurn í hagkerfinu, auka aðhald og stefna að myndarlegum rekstrarafgangi ríkissjóðs er stefnt á 1,5% afgang næstu árin samkvæmt fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. Sá litli afgangur heldur vöxtum hærri en ella og leggur þyngri vaxtabyrði en annars væri á fyrirtæki og heimili landsins. Stöðugleikasjóður ætti að fá framlög með þrennum hætti. Í fyrsta lagi með stofnframlagi, til dæmis hluta af stöðugleikaframlögum slitabúanna sem nýttur er til kaupa á gjaldeyri af Seðlabankanum. Slíkt myndi létta undir með Seðlabankanum sem ber tugmilljarða kostnað á hverju ári af stórum gjaldeyrisforða. Í annan stað ætti sjóðurinn að fá myndarlegt framlag úr ríkissjóði þegar vel árar eins og nú. Í þriðja lagi ætti að nýta tekjur hins opinbera af nýtingu helstu auðlinda landsins – sjávarútvegi, orkuiðnaði og ferðaþjónustu. Stöðugleikasjóðurinn ætti að fjárfesta erlendis, enda er sveiflujöfnun eitt af markmiðum hans og ekki ráðlegt að setja öll eggin í sömu efnahagskörfuna. Þegar vel áraði kæmi framlag úr ríkissjóði. Slíkt drægi úr sveiflum og gerði Seðlabankanum kleift að lækka vexti. Þegar verr áraði myndi stöðugleikasjóðurinn fjármagna uppbyggingu innviða innanlands og minnka áhrif af niðursveiflu. Reynslan sýnir að krónan hefur tilhneigingu til að styrkjast smám saman þegar vel árar og veikjast skyndilega við áföll. Stöðugleikasjóður eins og hér er lýst jafnar því gengissveiflur svo fremi sem umgjörð sjóðsins er vönduð og tryggt sé að ekki sé hægt að taka út úr honum nema við fyrirfram tilgreindar aðstæður. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Hannesson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ef rétt er á málum haldið má lækka vexti með stofnun stöðugleikasjóðs sem hefði sveiflujöfnun hagkerfisins og opinberan sparnað að leiðarljósi. Útgjöld hins opinbera hafa bein áhrif á vaxtastigið í landinu. Óhóflegur útgjaldavöxtur ríkisins er þensluhvetjandi og kallar á viðbrögð Seðlabankans, sem nýtir stýrivexti til að slá á þenslu. Nú þegar vel árar virðast ríkisstjórn og Seðlabanki ekki ætla að ganga í takt. Í stað þess að draga úr eftirspurn í hagkerfinu, auka aðhald og stefna að myndarlegum rekstrarafgangi ríkissjóðs er stefnt á 1,5% afgang næstu árin samkvæmt fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. Sá litli afgangur heldur vöxtum hærri en ella og leggur þyngri vaxtabyrði en annars væri á fyrirtæki og heimili landsins. Stöðugleikasjóður ætti að fá framlög með þrennum hætti. Í fyrsta lagi með stofnframlagi, til dæmis hluta af stöðugleikaframlögum slitabúanna sem nýttur er til kaupa á gjaldeyri af Seðlabankanum. Slíkt myndi létta undir með Seðlabankanum sem ber tugmilljarða kostnað á hverju ári af stórum gjaldeyrisforða. Í annan stað ætti sjóðurinn að fá myndarlegt framlag úr ríkissjóði þegar vel árar eins og nú. Í þriðja lagi ætti að nýta tekjur hins opinbera af nýtingu helstu auðlinda landsins – sjávarútvegi, orkuiðnaði og ferðaþjónustu. Stöðugleikasjóðurinn ætti að fjárfesta erlendis, enda er sveiflujöfnun eitt af markmiðum hans og ekki ráðlegt að setja öll eggin í sömu efnahagskörfuna. Þegar vel áraði kæmi framlag úr ríkissjóði. Slíkt drægi úr sveiflum og gerði Seðlabankanum kleift að lækka vexti. Þegar verr áraði myndi stöðugleikasjóðurinn fjármagna uppbyggingu innviða innanlands og minnka áhrif af niðursveiflu. Reynslan sýnir að krónan hefur tilhneigingu til að styrkjast smám saman þegar vel árar og veikjast skyndilega við áföll. Stöðugleikasjóður eins og hér er lýst jafnar því gengissveiflur svo fremi sem umgjörð sjóðsins er vönduð og tryggt sé að ekki sé hægt að taka út úr honum nema við fyrirfram tilgreindar aðstæður. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun