Ísland og loftslagsmál – staðan núna og framtíðarsýn Björt Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2017 07:00 Hagfræðistofnun Háskóla Íslands birti nýlega skýrsluna Ísland og loftslagsmál sem fjallar um þróun í útstreymi gróðurhúsalofttegunda hérlendis frá 1990-2030. Skýrslan sýnir að staðan er alvarleg. Hóflegri spárnar sýna að við munum losa 50% meira árið 2030 en við gerðum árið 1990 – spáin sem gerir ráð fyrir aukinni stóriðju sýnir að losunin geti orðið allt að 100% meiri yfir sama tímabil. Ísland stefnir þannig í að auka losun meira til ársins 2030 en flest önnur þróuð ríki heimsins og að öllu óbreyttu munum við ekki ná að standa við skuldbindingar okkar á alþjóðavettvangi varðandi samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Sem betur fer sýnir skýrslan líka að við getum snúið þessari þróun við og bendir á marga vænlega kosti sem við getum nýtt okkur til að standa við skuldbindingar Íslands. Aðgerðirnar sem við þurfum að grípa til eru misdýrar. Sumar þeirra koma til með að borga sig strax fjárhagslega en aðrar kalla á talsverð fjárútlát í upphafi. Allar munu þær þó skila þjóðhagslegum ábata til lengri tíma litið. Höfum við sofið á verðinum? Við höfum ekki gripið grænu tækifærin síðustu áratugina eins hratt og hefði verið æskilegt. Það er að sjálfsögðu mjög jákvætt að rafmagnið og heita vatnið okkar komi því sem næst allt frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Það er bara ekki nóg lengur. Losun gróðurhúsalofttegunda á mann á Íslandi er með því hæsta sem þekkist í Evrópu. Við umbyltum stórum hluta af orkukerfi landsins þegar við skiptum kolum út fyrir jarðhita til húshitunar. Nú er komið að frekari umbyltingu á orkukerfinu og jarðefnaeldsneyti verður einfaldlega að víkja fyrir rafmagni og öðru grænu eldsneyti. Við þurfum líka að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda innan allra atvinnuvega og stefna á lágkolefnishagkerfi 2050. Getum við staðið við skuldbindingar Íslands? Við getum staðið við skuldbindingar Íslands um samdrátt í losun. Það verður hins vegar ekki gert án markvissra og samhentra aðgerða. Ísland er í hópi 30 Evrópuríkja sem samtals ætla að draga úr losun um 40% til 2030, miðað við 1990. Ríkin eiga eftir að ganga frá innri reglum um skiptingu, en stóra myndin liggur fyrir. Við berum engu að síður einnig samfélagslega ábyrgð á að draga úr losun sem kemur til með að falla utan skuldbindinga okkar í alþjóðasamhenginu. Næstu skref í aðgerðum Markvissar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum eru forgangsmál hjá ríkisstjórninni. Það sést best á því að í stjórnarsáttmálanum er tiltekið sérstaklega að hún mun ekki gera ívilnandi samninga við mengandi stóriðju. Ég vonast því eftir góðri samstöðu og stuðningi, bæði á Alþingi, innan atvinnulífsins og almennt innan samfélagsins. Við þurfum að stilla saman strengi og við þurfum að setja meira fjármagn og aukinn kraft í loftslagsmálin. Mörg verkefni sem miða að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu kolefnis í jarðvegi og gróðri eru nú þegar í gangi og mörg til viðbótar eru innan seilingar. Þar má helst nefna þingsályktunartillögu iðnaðarráðherra um aðgerðaáætlun um orkuskipti, sem lögð verður fram á Alþingi bráðlega. Það þarf þó mun meira til en fögur fyrirheit svo við náum settum markmiðum. Heildstæð aðgerðaáætlun með tímasettum og mælanlegum markmiðum mun varða leiðina til 2030 en aukin fjármögnun er grunnforsenda og í sumum tilfellum mun þurfa nýja lagasetningu. Það þarf einnig að virkja og samhæfa stjórnsýsluna. Við þurfum að beina aðgerðum í hagkvæmustu farvegina og við verðum að efla græna nýsköpun. Fyrst og síðast þurfum við þó að vinna að þessu verkefni saman því minni losun gróðurhúsalofttegunda er risamál sem varðar okkur öll. Viðfangsefnið er ekki einfalt en ég veit að þetta er hægt. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björt Ólafsdóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands birti nýlega skýrsluna Ísland og loftslagsmál sem fjallar um þróun í útstreymi gróðurhúsalofttegunda hérlendis frá 1990-2030. Skýrslan sýnir að staðan er alvarleg. Hóflegri spárnar sýna að við munum losa 50% meira árið 2030 en við gerðum árið 1990 – spáin sem gerir ráð fyrir aukinni stóriðju sýnir að losunin geti orðið allt að 100% meiri yfir sama tímabil. Ísland stefnir þannig í að auka losun meira til ársins 2030 en flest önnur þróuð ríki heimsins og að öllu óbreyttu munum við ekki ná að standa við skuldbindingar okkar á alþjóðavettvangi varðandi samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Sem betur fer sýnir skýrslan líka að við getum snúið þessari þróun við og bendir á marga vænlega kosti sem við getum nýtt okkur til að standa við skuldbindingar Íslands. Aðgerðirnar sem við þurfum að grípa til eru misdýrar. Sumar þeirra koma til með að borga sig strax fjárhagslega en aðrar kalla á talsverð fjárútlát í upphafi. Allar munu þær þó skila þjóðhagslegum ábata til lengri tíma litið. Höfum við sofið á verðinum? Við höfum ekki gripið grænu tækifærin síðustu áratugina eins hratt og hefði verið æskilegt. Það er að sjálfsögðu mjög jákvætt að rafmagnið og heita vatnið okkar komi því sem næst allt frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Það er bara ekki nóg lengur. Losun gróðurhúsalofttegunda á mann á Íslandi er með því hæsta sem þekkist í Evrópu. Við umbyltum stórum hluta af orkukerfi landsins þegar við skiptum kolum út fyrir jarðhita til húshitunar. Nú er komið að frekari umbyltingu á orkukerfinu og jarðefnaeldsneyti verður einfaldlega að víkja fyrir rafmagni og öðru grænu eldsneyti. Við þurfum líka að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda innan allra atvinnuvega og stefna á lágkolefnishagkerfi 2050. Getum við staðið við skuldbindingar Íslands? Við getum staðið við skuldbindingar Íslands um samdrátt í losun. Það verður hins vegar ekki gert án markvissra og samhentra aðgerða. Ísland er í hópi 30 Evrópuríkja sem samtals ætla að draga úr losun um 40% til 2030, miðað við 1990. Ríkin eiga eftir að ganga frá innri reglum um skiptingu, en stóra myndin liggur fyrir. Við berum engu að síður einnig samfélagslega ábyrgð á að draga úr losun sem kemur til með að falla utan skuldbindinga okkar í alþjóðasamhenginu. Næstu skref í aðgerðum Markvissar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum eru forgangsmál hjá ríkisstjórninni. Það sést best á því að í stjórnarsáttmálanum er tiltekið sérstaklega að hún mun ekki gera ívilnandi samninga við mengandi stóriðju. Ég vonast því eftir góðri samstöðu og stuðningi, bæði á Alþingi, innan atvinnulífsins og almennt innan samfélagsins. Við þurfum að stilla saman strengi og við þurfum að setja meira fjármagn og aukinn kraft í loftslagsmálin. Mörg verkefni sem miða að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu kolefnis í jarðvegi og gróðri eru nú þegar í gangi og mörg til viðbótar eru innan seilingar. Þar má helst nefna þingsályktunartillögu iðnaðarráðherra um aðgerðaáætlun um orkuskipti, sem lögð verður fram á Alþingi bráðlega. Það þarf þó mun meira til en fögur fyrirheit svo við náum settum markmiðum. Heildstæð aðgerðaáætlun með tímasettum og mælanlegum markmiðum mun varða leiðina til 2030 en aukin fjármögnun er grunnforsenda og í sumum tilfellum mun þurfa nýja lagasetningu. Það þarf einnig að virkja og samhæfa stjórnsýsluna. Við þurfum að beina aðgerðum í hagkvæmustu farvegina og við verðum að efla græna nýsköpun. Fyrst og síðast þurfum við þó að vinna að þessu verkefni saman því minni losun gróðurhúsalofttegunda er risamál sem varðar okkur öll. Viðfangsefnið er ekki einfalt en ég veit að þetta er hægt. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun