Þankar að baki bakþönkum Kári Stefánsson skrifar 23. febrúar 2017 07:00 Í bakþönkum Fréttablaðsins á þriðjudaginn var birtist greinarstúfur eftir Sirrý Hallgrímsdóttur undir fyrirsögninni Útkall í þágu vísinda. Í greininni sem er lofsverð fyrir þær sakir að höfundur reynir að vera fyndinn eru eftirfarandi atriði sem ég hef út á að setja:1. Sirrý gefur í skyn að Íslensk erfðagreining hafi ekki aflað lífsýna hjá íslenskri þjóð í þágu vísinda heldur í annarlegum tilgangi, óskilgreindum. Staðreyndin er sú að með því að vinna gögn úr þessum sýnum og rýna í þau hefur Íslensk erfðagreining leitt heiminn á sviði mannerfðafræði í um tvo áratugi og er það í eina skiptið í sögunni sem Ísland hefur svo ekki verður um deilt verið í fararbroddi nútíma vísinda. Fyrirtækið hefur birt rúmlega 400 ritrýndar vísindagreinar í bestu tímaritum heims. Þar sem Sirrý nefnir undirritaðan á nafn sé ég ástæðu til þess að benda á að ég hef tekið þátt í að skrifa 520 vísindagreinar og það hafa birst meira en 80.000 vísindagreinar eftir aðra vísindamenn þar sem er vitnað í mín verk. H-stuðull er einn af þeim mælikvörðum sem eru notaðir á áhrif manna í vísindum og er minn H-stuðull 141, sá hæsti sem íslenskur vísindamaður hefur hlotið. Afköst í vísindum hljóta að vera einn mælikvarði á það hversu líklegt það kunni að teljast að menn meini það þegar þeir segjast vera að gera eitthvað í þágu vísinda. Ég væri hissa ef það fyndust margir vísindamenn í Evrópu sem hefðu skilað meiri afköstum. Það nægði samt ekki til þess að koma í veg fyrir að Sirrý, sem var aðstoðarmaður ráðherra mennta og vísinda þangað til fyrir örfáum dögum, gæfi það í skyn að ég noti vísindin til þess að fela annarlegan tilgang að baki söfnun lífsýna.2. Sirrý segir að Íslensk erfðagreining hafi safnað lífsýnum fyrir amerískan lyfjarisa. Staðreyndin er sú að Íslensk erfðagreining hefur aldrei safnað lífsýnum fyrir annan aðila en Íslenska erfðagreiningu og hefur aldrei veitt utanaðkomandi aðila aðgang að sýnum. Íslensk erfðagreining hefur hvorki veitt Amgen né öðrum utanaðkomandi aðilum aðgang að gögnum unnum úr lífsýnum eða annars staðar að. Íslensk erfðagreining á ekki gögnin heldur eru vísindamenn fyrirtækisins vörsluaðilar gagnanna og er aðgangur þeirra takmarkaður af Vísindasiðanefnd og Persónuvernd.3. Öll gögn hjá Íslenskri erfðagreiningu eru geymd undir kennitölum sem hafa verið dulkóðaðar af þriðja aðila samkvæmt ferli sem hefur verið blessaður af Persónuvernd. Þar af leiðandi getur Íslensk erfðagreining ekki borið kennsl á einstaklinga og hefur ekkert að vinna og öllu að tapa með því að gera slíkt. Sá möguleiki er hins vegar fyrir hendi að íslenskt samfélag nýti sér getuna til þess að finna dulkóðaða kennitölu þess sem hefur skilið eftir lífsýni á vettvangi glæps sem Persónuvernd gæti síðan afkóðað ef lagaheimild væri fyrir hendi. Það eina sem við hjá Íslenskri erfðagreiningu höfum gert af okkur í þessum málum er að bjóðast til þess að aðstoða lögregluna innan ramma laganna til þess að leysa flókin mál. Fyrirtækið hefur ekkert á því að græða og við vorum okkur meðvituð um að boðið myndi að öllum líkindum leiða til þess að fólk af Sirrýjar sauðahúsi reyndi að ata okkur auri. Hvers vegna skyldi Sirrý skrifa þessa grein núna, spyr kannski einhver? Að öllum líkindum vegna þess að hún er að reyna að koma sér í mjúkinn hjá Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra í von um starf. Sirrý var áður aðstoðarkona Illuga Gunnarssonar, þáverandi menntamálaráðherra, og sá um almannatengsl fyrir hann. Nú heldur hún augljóslega að hún gæti gagnast Sigríði jafnvel og Illuga. Í því felst reginmisskilningur vegna þess að Illugi er gáfaður maður og greindur og það þurfti fjall af heimskulegum ráðum almannatengils til þess að hrekja hann úr pólitík. Það er hins vegar ljóst að Sigríður Á. Andersen mun í sínu tilfelli sjá um þetta sjálf og þarf enga hjálp.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í bakþönkum Fréttablaðsins á þriðjudaginn var birtist greinarstúfur eftir Sirrý Hallgrímsdóttur undir fyrirsögninni Útkall í þágu vísinda. Í greininni sem er lofsverð fyrir þær sakir að höfundur reynir að vera fyndinn eru eftirfarandi atriði sem ég hef út á að setja:1. Sirrý gefur í skyn að Íslensk erfðagreining hafi ekki aflað lífsýna hjá íslenskri þjóð í þágu vísinda heldur í annarlegum tilgangi, óskilgreindum. Staðreyndin er sú að með því að vinna gögn úr þessum sýnum og rýna í þau hefur Íslensk erfðagreining leitt heiminn á sviði mannerfðafræði í um tvo áratugi og er það í eina skiptið í sögunni sem Ísland hefur svo ekki verður um deilt verið í fararbroddi nútíma vísinda. Fyrirtækið hefur birt rúmlega 400 ritrýndar vísindagreinar í bestu tímaritum heims. Þar sem Sirrý nefnir undirritaðan á nafn sé ég ástæðu til þess að benda á að ég hef tekið þátt í að skrifa 520 vísindagreinar og það hafa birst meira en 80.000 vísindagreinar eftir aðra vísindamenn þar sem er vitnað í mín verk. H-stuðull er einn af þeim mælikvörðum sem eru notaðir á áhrif manna í vísindum og er minn H-stuðull 141, sá hæsti sem íslenskur vísindamaður hefur hlotið. Afköst í vísindum hljóta að vera einn mælikvarði á það hversu líklegt það kunni að teljast að menn meini það þegar þeir segjast vera að gera eitthvað í þágu vísinda. Ég væri hissa ef það fyndust margir vísindamenn í Evrópu sem hefðu skilað meiri afköstum. Það nægði samt ekki til þess að koma í veg fyrir að Sirrý, sem var aðstoðarmaður ráðherra mennta og vísinda þangað til fyrir örfáum dögum, gæfi það í skyn að ég noti vísindin til þess að fela annarlegan tilgang að baki söfnun lífsýna.2. Sirrý segir að Íslensk erfðagreining hafi safnað lífsýnum fyrir amerískan lyfjarisa. Staðreyndin er sú að Íslensk erfðagreining hefur aldrei safnað lífsýnum fyrir annan aðila en Íslenska erfðagreiningu og hefur aldrei veitt utanaðkomandi aðila aðgang að sýnum. Íslensk erfðagreining hefur hvorki veitt Amgen né öðrum utanaðkomandi aðilum aðgang að gögnum unnum úr lífsýnum eða annars staðar að. Íslensk erfðagreining á ekki gögnin heldur eru vísindamenn fyrirtækisins vörsluaðilar gagnanna og er aðgangur þeirra takmarkaður af Vísindasiðanefnd og Persónuvernd.3. Öll gögn hjá Íslenskri erfðagreiningu eru geymd undir kennitölum sem hafa verið dulkóðaðar af þriðja aðila samkvæmt ferli sem hefur verið blessaður af Persónuvernd. Þar af leiðandi getur Íslensk erfðagreining ekki borið kennsl á einstaklinga og hefur ekkert að vinna og öllu að tapa með því að gera slíkt. Sá möguleiki er hins vegar fyrir hendi að íslenskt samfélag nýti sér getuna til þess að finna dulkóðaða kennitölu þess sem hefur skilið eftir lífsýni á vettvangi glæps sem Persónuvernd gæti síðan afkóðað ef lagaheimild væri fyrir hendi. Það eina sem við hjá Íslenskri erfðagreiningu höfum gert af okkur í þessum málum er að bjóðast til þess að aðstoða lögregluna innan ramma laganna til þess að leysa flókin mál. Fyrirtækið hefur ekkert á því að græða og við vorum okkur meðvituð um að boðið myndi að öllum líkindum leiða til þess að fólk af Sirrýjar sauðahúsi reyndi að ata okkur auri. Hvers vegna skyldi Sirrý skrifa þessa grein núna, spyr kannski einhver? Að öllum líkindum vegna þess að hún er að reyna að koma sér í mjúkinn hjá Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra í von um starf. Sirrý var áður aðstoðarkona Illuga Gunnarssonar, þáverandi menntamálaráðherra, og sá um almannatengsl fyrir hann. Nú heldur hún augljóslega að hún gæti gagnast Sigríði jafnvel og Illuga. Í því felst reginmisskilningur vegna þess að Illugi er gáfaður maður og greindur og það þurfti fjall af heimskulegum ráðum almannatengils til þess að hrekja hann úr pólitík. Það er hins vegar ljóst að Sigríður Á. Andersen mun í sínu tilfelli sjá um þetta sjálf og þarf enga hjálp.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun