Fyrirtæki í fararbroddi um samfélagsábyrgð Ketill Berg Magnússon skrifar 4. febrúar 2017 07:00 Mörg íslensk fyrirtæki hafa á undanförnum misserum sýnt eftirtektarvert frumkvæði um samfélagsábyrgð. Fyrir rúmu ári skrifuðu liðlega 100 fyrirtæki undir yfirlýsingu um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og sorps, og fyrr í þessum mánuði undirrituðu tæplega 300 ferðaþjónustufyrirtæki yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu. Þetta gerðu fyrirtækin af fúsum og frjálsum vilja, án íhlutunar stjórnvalda. Fyrirtækin vilja með þessu hafa jákvæð áhrif á umhverfi sitt og samfélagið og eru sammála um að samfélagsábyrgð er lykilþáttur í að treysta ímynd og sjálfbærni Íslands.Loftslagsmál eru ekki loftkennd mál Með loftslagsyfirlýsingu sem Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð, og Reykjavíkurborg hvöttu fyrirtæki til að skrifa undir, heita fyrirtæki því að setja sér mælanleg markmið um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og að minnka losun sorps. Dæmi eru um að fyrirtæki hafi náð miklum árangri í loftslagsmálum og snúið umtalsverðum kostnaði, til dæmis með því að minnka urðun sorps og fá tekjur af flokkuðum afurðum eins og pappa. Fyrirtæki hafa einnig náð að minnka jarðefnaeldsneytisnotkun og spara þannig mikla fjármuni á sama tíma og mengun þeirra hefur minnkað.Ábyrg ferðaþjónusta Þann 10. janúar síðastliðinn skrifuðu tæplega 300 fyrirtæki undir yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu. Í því felst að ferðaþjónustufyrirtækin ætla með markvissum hætti að vernda náttúruna, tryggja öryggi ferðamanna, virða réttindi starfsfólks og hafa jákvæð áhrif á nærsamfélögin sem ferðamenn sækja heim. Það eru Festa og Íslenski ferðaklasinn sem standa að hvatningarverkefninu í samstarfi við aðila í ferðaþjónustunni. Fyrirtækjunum er boðið upp á fræðslu og stuðning út árið 2017 til að innleiða ábyrga ferðaþjónustu í rekstur sinn. Mörg ferðaþjónustufyrirtæki eru nú þegar að vinna af mikilli ábyrgð gagnvart náttúrunni og samfélaginu og önnur eru að hefja þá vegferð. Þau reyndari geta því miðlað til annarra fyrirtækja og haft áhrif á ábyrga ferðaþjónustu á Íslandi. Það er hagur allra.Alþjóðleg þróun Fleiri og fleiri fyrirtæki úti um allan heim hafa opnað augun fyrir því að árangur næst ekki ef fókusinn er á skammtímagróða án tillits til þess hvaða afleiðingar reksturinn hefur á samfélagið nær og fjær. Ábyrg félög eru þau sem með markvissum hætti skipuleggja starfsemi sína þannig að þau skili fjárhagslegum ávinningi og hafi á sama tíma jákvæð áhrif á samfélagið og umhverfið. Framtíðarsýn okkar hjá Festu er að íslensk fyrirtæki verði þekkt fyrir samfélagsábyrgð sína, ábyrga umgengni um náttúruna og þann ávinning sem þau skapa fyrir samfélagið.Stjórnvöld sýni ábyrgð í verki Stjórnvöld geta haft mikil áhrif á samfélagsábyrgð fyrirtækja. Þar er það einkum þrennt sem Festa leggur til. Í fyrsta lagi ættu stjórnvöld að setja fram skýra og spennandi framtíðarsýn um sjálfbærni og samfélagsábyrgð á Íslandi. Í öðru lagi mætti styðja betur við og hvetja fyrirtæki og einstaklinga til góðra verka með skattaafsláttum, innviðauppbyggingu og öðrum stuðningsleiðum. Í þriðja lagi ættu stjórnvöld og sveitarfélög að ganga fram með góðu fordæmi og tryggja ábyrga og gagnsæja stjórnarhætti stjórnsýslunnar en ekki síður að stofnanir og fyrirtæki í eigu hins opinbera séu fyrirmyndir og innleiði samfélagsábyrgð í alla starfsemi sína. Ýmislegt í nýjum stjórnarsáttmála bendir til að samfélagsábyrgð verði á dagskrá núverandi ríkisstjórnar. Má þar nefna áherslur í umhverfismálum, mannréttindi og jafnrétti. Festa hvetur stjórnvöld til að styðja við samfélagsábyrgð fyrirtækja og býðst til að leggja því verkefni lið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ketill Berg Magnússon Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Mörg íslensk fyrirtæki hafa á undanförnum misserum sýnt eftirtektarvert frumkvæði um samfélagsábyrgð. Fyrir rúmu ári skrifuðu liðlega 100 fyrirtæki undir yfirlýsingu um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og sorps, og fyrr í þessum mánuði undirrituðu tæplega 300 ferðaþjónustufyrirtæki yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu. Þetta gerðu fyrirtækin af fúsum og frjálsum vilja, án íhlutunar stjórnvalda. Fyrirtækin vilja með þessu hafa jákvæð áhrif á umhverfi sitt og samfélagið og eru sammála um að samfélagsábyrgð er lykilþáttur í að treysta ímynd og sjálfbærni Íslands.Loftslagsmál eru ekki loftkennd mál Með loftslagsyfirlýsingu sem Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð, og Reykjavíkurborg hvöttu fyrirtæki til að skrifa undir, heita fyrirtæki því að setja sér mælanleg markmið um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og að minnka losun sorps. Dæmi eru um að fyrirtæki hafi náð miklum árangri í loftslagsmálum og snúið umtalsverðum kostnaði, til dæmis með því að minnka urðun sorps og fá tekjur af flokkuðum afurðum eins og pappa. Fyrirtæki hafa einnig náð að minnka jarðefnaeldsneytisnotkun og spara þannig mikla fjármuni á sama tíma og mengun þeirra hefur minnkað.Ábyrg ferðaþjónusta Þann 10. janúar síðastliðinn skrifuðu tæplega 300 fyrirtæki undir yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu. Í því felst að ferðaþjónustufyrirtækin ætla með markvissum hætti að vernda náttúruna, tryggja öryggi ferðamanna, virða réttindi starfsfólks og hafa jákvæð áhrif á nærsamfélögin sem ferðamenn sækja heim. Það eru Festa og Íslenski ferðaklasinn sem standa að hvatningarverkefninu í samstarfi við aðila í ferðaþjónustunni. Fyrirtækjunum er boðið upp á fræðslu og stuðning út árið 2017 til að innleiða ábyrga ferðaþjónustu í rekstur sinn. Mörg ferðaþjónustufyrirtæki eru nú þegar að vinna af mikilli ábyrgð gagnvart náttúrunni og samfélaginu og önnur eru að hefja þá vegferð. Þau reyndari geta því miðlað til annarra fyrirtækja og haft áhrif á ábyrga ferðaþjónustu á Íslandi. Það er hagur allra.Alþjóðleg þróun Fleiri og fleiri fyrirtæki úti um allan heim hafa opnað augun fyrir því að árangur næst ekki ef fókusinn er á skammtímagróða án tillits til þess hvaða afleiðingar reksturinn hefur á samfélagið nær og fjær. Ábyrg félög eru þau sem með markvissum hætti skipuleggja starfsemi sína þannig að þau skili fjárhagslegum ávinningi og hafi á sama tíma jákvæð áhrif á samfélagið og umhverfið. Framtíðarsýn okkar hjá Festu er að íslensk fyrirtæki verði þekkt fyrir samfélagsábyrgð sína, ábyrga umgengni um náttúruna og þann ávinning sem þau skapa fyrir samfélagið.Stjórnvöld sýni ábyrgð í verki Stjórnvöld geta haft mikil áhrif á samfélagsábyrgð fyrirtækja. Þar er það einkum þrennt sem Festa leggur til. Í fyrsta lagi ættu stjórnvöld að setja fram skýra og spennandi framtíðarsýn um sjálfbærni og samfélagsábyrgð á Íslandi. Í öðru lagi mætti styðja betur við og hvetja fyrirtæki og einstaklinga til góðra verka með skattaafsláttum, innviðauppbyggingu og öðrum stuðningsleiðum. Í þriðja lagi ættu stjórnvöld og sveitarfélög að ganga fram með góðu fordæmi og tryggja ábyrga og gagnsæja stjórnarhætti stjórnsýslunnar en ekki síður að stofnanir og fyrirtæki í eigu hins opinbera séu fyrirmyndir og innleiði samfélagsábyrgð í alla starfsemi sína. Ýmislegt í nýjum stjórnarsáttmála bendir til að samfélagsábyrgð verði á dagskrá núverandi ríkisstjórnar. Má þar nefna áherslur í umhverfismálum, mannréttindi og jafnrétti. Festa hvetur stjórnvöld til að styðja við samfélagsábyrgð fyrirtækja og býðst til að leggja því verkefni lið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun