Er fjársvelt háskólakerfi lykillinn að framtíðinni? Ragna Sigurðardóttir skrifar 30. janúar 2017 08:04 Útgjöld til háskólakerfisins á hvern háskólanema á Íslandi eru um það bil helmingur af því sem gerist á öðrum Norðurlöndum. Lítið sem ekkert breyttist í þeim efnum í fjárlögum ársins 2017, og slík vanræksla á háskólastiginu er í andstöðu við loforð allra flokka sem nú sitja á þingi. Í stefnuræðu Bjarna Benediktssonar í síðustu viku kom fram að til þess að ná árangri í nýsköpun og þróun, til þess að bæta samkeppnishæfni Íslands, þyrfti að bæta menntun. „Menntun er lykillinn að framtíðinni,“ sagði nýr forsætisráðherra. Ef marka má stefnuskrár stjórnmálaflokkanna sem náðu inn á þing má áætla að flestir þingmenn séu honum sammála. Nýkjörið þing hefur hins vegar ekki sýnt þessa stefnu í verki í fjárlögum þar sem aukning framlaga til Háskóla Íslands eru í engu samræmi við það sem mátti búast við út frá orðum stjórnmálamanna nú og fyrir kosningar. Fyrir jól var 1,3 milljarði bætt inn í háskólakerfið eftir seinni umræður þingsins og meðferð í nefnd á fjárlögum þessa árs. Háskóli Íslands er um tveir þriðju af háskólastiginu og því hefði mátt búast við um 850 - 900 m.kr. til skólans af þessari upphæð ef miðað hefði verið við stærð skólans. Enn meiru hefði mátt búast við ef horft er til árangurs í alþjóðlegum samanburði. Skólinn fékk hins vegar einungis liðlega 500 m.kr. eða rúmlega þriðjung af þessum 1,3 milljarði. Í ályktun háskólaráðs frá 14. nóvember 2016 kom þó fram að Háskóla Íslands einan vantaði um 1,5 milljarð til að framlög árið 2017 yrðu sambærileg við fjárframlög fyrir hrun. Háskóli Íslands fékk því augljóslega ekki þá upphæð sem hann þurfti til þess að efla starfsemi sína. Það er kaldhæðnislegt að á sömu stundu og forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar lofsyngja menntun og ítreka mikilvægi þess að bæta hana er niðurstaðan þessi í fjárveitingum til Háskóla Íslands, lang stærstu menntastofnunar landsins. Allar námsgreinar háskólans þurfa á mun meiri fjármunum að halda ef efla á menntun á Íslandi og flestar greinar við háskólann eru verulega undirfjármagnaðar. Stjórnmálamenn eru þó sammála því að bæta þurfi fjármögnun háskólanna, allavega í orði. Vísinda- og tækniráð, sem var m.a. skipuð af ráðherrum síðustu ríkisstjórnar og átti að vera stefnumarkandi fyrir hana, setti sér það markmið á síðasta kjörtímabili að ná meðaltali annarra Norðurlanda í framlögum á hvern nemanda árið 2020. Ráðið og ríkisstjórnin settu sér reyndar líka það markmið árið 2014 að ná meðaltali OECD-ríkjanna í framlögum á hvern háskólanema árið 2016, en tókst það ekki. Ef stjórnmálamenn telja menntun raunverulega vera lykilinn að framtíðinni hljótum við að fara að sjá töluvert meiri innspýtingu milli ára til háskólanna. 8 milljarða vantar inn í háskólakerfið til þess að ná markmiðinu sem ná átti árið 2016, og 16 milljarða vantar inn í kerfið ef við eigum að vera á pari við önnur Norðurlönd. Í stað þess að sjá efndir og bætta fjármögnun Háskóla Íslands mun háskólinn þurfa að loka námsleiðum ef ekki rætist úr fjármögnun, seinka eða stöðva nýráðningar við háskólann, fækka kennslustundum og/eða námskeiðum og fresta eða hætta jafnvel við áform um bætta kennsluhætti. Ef menntun er raunverulega lykillinn að framtíðinni og ef stjórnmálamenn trúa því sem þeir segja, þá förum við vonandi að sjá eflingu menntakerfisins á borði en ekki bara í orði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragna Sigurðardóttir Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Útgjöld til háskólakerfisins á hvern háskólanema á Íslandi eru um það bil helmingur af því sem gerist á öðrum Norðurlöndum. Lítið sem ekkert breyttist í þeim efnum í fjárlögum ársins 2017, og slík vanræksla á háskólastiginu er í andstöðu við loforð allra flokka sem nú sitja á þingi. Í stefnuræðu Bjarna Benediktssonar í síðustu viku kom fram að til þess að ná árangri í nýsköpun og þróun, til þess að bæta samkeppnishæfni Íslands, þyrfti að bæta menntun. „Menntun er lykillinn að framtíðinni,“ sagði nýr forsætisráðherra. Ef marka má stefnuskrár stjórnmálaflokkanna sem náðu inn á þing má áætla að flestir þingmenn séu honum sammála. Nýkjörið þing hefur hins vegar ekki sýnt þessa stefnu í verki í fjárlögum þar sem aukning framlaga til Háskóla Íslands eru í engu samræmi við það sem mátti búast við út frá orðum stjórnmálamanna nú og fyrir kosningar. Fyrir jól var 1,3 milljarði bætt inn í háskólakerfið eftir seinni umræður þingsins og meðferð í nefnd á fjárlögum þessa árs. Háskóli Íslands er um tveir þriðju af háskólastiginu og því hefði mátt búast við um 850 - 900 m.kr. til skólans af þessari upphæð ef miðað hefði verið við stærð skólans. Enn meiru hefði mátt búast við ef horft er til árangurs í alþjóðlegum samanburði. Skólinn fékk hins vegar einungis liðlega 500 m.kr. eða rúmlega þriðjung af þessum 1,3 milljarði. Í ályktun háskólaráðs frá 14. nóvember 2016 kom þó fram að Háskóla Íslands einan vantaði um 1,5 milljarð til að framlög árið 2017 yrðu sambærileg við fjárframlög fyrir hrun. Háskóli Íslands fékk því augljóslega ekki þá upphæð sem hann þurfti til þess að efla starfsemi sína. Það er kaldhæðnislegt að á sömu stundu og forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar lofsyngja menntun og ítreka mikilvægi þess að bæta hana er niðurstaðan þessi í fjárveitingum til Háskóla Íslands, lang stærstu menntastofnunar landsins. Allar námsgreinar háskólans þurfa á mun meiri fjármunum að halda ef efla á menntun á Íslandi og flestar greinar við háskólann eru verulega undirfjármagnaðar. Stjórnmálamenn eru þó sammála því að bæta þurfi fjármögnun háskólanna, allavega í orði. Vísinda- og tækniráð, sem var m.a. skipuð af ráðherrum síðustu ríkisstjórnar og átti að vera stefnumarkandi fyrir hana, setti sér það markmið á síðasta kjörtímabili að ná meðaltali annarra Norðurlanda í framlögum á hvern nemanda árið 2020. Ráðið og ríkisstjórnin settu sér reyndar líka það markmið árið 2014 að ná meðaltali OECD-ríkjanna í framlögum á hvern háskólanema árið 2016, en tókst það ekki. Ef stjórnmálamenn telja menntun raunverulega vera lykilinn að framtíðinni hljótum við að fara að sjá töluvert meiri innspýtingu milli ára til háskólanna. 8 milljarða vantar inn í háskólakerfið til þess að ná markmiðinu sem ná átti árið 2016, og 16 milljarða vantar inn í kerfið ef við eigum að vera á pari við önnur Norðurlönd. Í stað þess að sjá efndir og bætta fjármögnun Háskóla Íslands mun háskólinn þurfa að loka námsleiðum ef ekki rætist úr fjármögnun, seinka eða stöðva nýráðningar við háskólann, fækka kennslustundum og/eða námskeiðum og fresta eða hætta jafnvel við áform um bætta kennsluhætti. Ef menntun er raunverulega lykillinn að framtíðinni og ef stjórnmálamenn trúa því sem þeir segja, þá förum við vonandi að sjá eflingu menntakerfisins á borði en ekki bara í orði.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun