Falskur stjórnarsáttmáli Sigurjón Þórðarson skrifar 26. janúar 2017 07:00 Mikil völd felast í miðlun upplýsinga. Á það við um það hvernig og hvaða mál eru sett fram og á hvaða tímapunkti upplýsingar eru veittar. Í því ljósi er hægt að skilja þá sem vilja tryggja eigin hagsmuni með því að halda úti fjölmiðlum á borð við Morgunblaðið og 365 miðla þó að iðulega sé mikið tap á rekstri þeirra. Það er heldur ekki sama hvenær upplýsingar eru veittar. Það var engin tilviljun að núverandi forsætisráðherra ákvað að halda leyndum upplýsingum um þær gríðarháu fjárhæðir sem auð- og fjárglæframenn höfðu falið í skattaskjólum fram yfir síðustu alþingiskosningar. Forsætisráðherra hefur nefnilega sjálfur komið fjármunum í umrædd skjól sem hafa þann helsta tilgang að svíkja undan skatti. Í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum varð sú leið áberandi að reynt var að hafa áhrif á skoðanir almennings með því að dreifa fölskum fréttum eða lygafréttum. Rifja má upp að lygaupplýsingar eru einnig komnar frá stjórnvöldum vestrænna lýðræðisríkja og hafa verið notaðar til að réttlæta hernaðaraðgerðir. Bjöguð og beinlínis röng upplýsingagjöf hefur orðið til þess að rýra traust almennings á fréttaflutningi og upplýsingagjöf stjórnvalda. Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar er það yfirlýsta markmið að byggja upp traust á grunnstoðum samfélagsins og gæta þess að ólík sjónarmið komist rækilega á framfæri. Engu að síður koma fram í stefnuyfirlýsingunni rammfalskar fullyrðingar sem standast ekki nokkra skoðun heldur þjóna mögulega þröngum sérhagsmunum. Hér er átt við ósannindin um að núverandi kvótakerfi hafi skilað þjóðhagslegum ávinningi og sé umhverfisvænt. Einokunarhagnaður Opinber tölfræði er í hrópandi mótsögn við framangreinda fullyrðingu en landaður afli helstu nytjategunda er helmingurinn af því sem hann var fyrir daga kvótakerfisins. Sjávarbyggðirnar sem áður skiluðu arði eru nú brothættar byggðir auk þess sem einokunarhagnaður þeirra sem hafa einkarétt á að róa til fiskjar fer með hverju árinu sem líður í æ færri vasa. Í glænýrri skýrslu Hafró kemur fram að þúsundum tonnum af þorski hafi verið hent í sjóinn á síðasta fiskveiðiári og hvernig sem litið er á málið getur það ekki talist „sjálfbært“. Við lestur stjórnarsáttmálans er ekki hægt að sjá neitt annað en að bæði Viðreisn og Björt framtíð séu sammála Sjálfstæðisflokknum um að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi sé það besta í heimi. Viðreisn sem hélt því að kjósendum að flokkurinn vildi koma á víðtækum kerfisbreytingum, einkum á sviði landbúnaðar og hagstjórnar en þó allra helst sjávarútvegi, hefur algerlega kúvent. Að minnsta kosti finnast engin merki um að slíkt sé í farvatninu ef lesin er stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar. Í sjálfu sér er ekkert við því að segja að leiðtogar Viðreisnar og BF hafi gefist upp á að ná fram stefnu flokka sinna eða skipt um skoðun þegar færi gafst á að setjast í mjúka ráðherrastóla. Í stað þess að forystumenn Viðreisnar og BF viðurkenni hið augljósa er farin leið sem verður vart aumari, þ.e. að halda á lofti ósannindum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Halldór 15.11.2025 Halldór Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Mikil völd felast í miðlun upplýsinga. Á það við um það hvernig og hvaða mál eru sett fram og á hvaða tímapunkti upplýsingar eru veittar. Í því ljósi er hægt að skilja þá sem vilja tryggja eigin hagsmuni með því að halda úti fjölmiðlum á borð við Morgunblaðið og 365 miðla þó að iðulega sé mikið tap á rekstri þeirra. Það er heldur ekki sama hvenær upplýsingar eru veittar. Það var engin tilviljun að núverandi forsætisráðherra ákvað að halda leyndum upplýsingum um þær gríðarháu fjárhæðir sem auð- og fjárglæframenn höfðu falið í skattaskjólum fram yfir síðustu alþingiskosningar. Forsætisráðherra hefur nefnilega sjálfur komið fjármunum í umrædd skjól sem hafa þann helsta tilgang að svíkja undan skatti. Í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum varð sú leið áberandi að reynt var að hafa áhrif á skoðanir almennings með því að dreifa fölskum fréttum eða lygafréttum. Rifja má upp að lygaupplýsingar eru einnig komnar frá stjórnvöldum vestrænna lýðræðisríkja og hafa verið notaðar til að réttlæta hernaðaraðgerðir. Bjöguð og beinlínis röng upplýsingagjöf hefur orðið til þess að rýra traust almennings á fréttaflutningi og upplýsingagjöf stjórnvalda. Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar er það yfirlýsta markmið að byggja upp traust á grunnstoðum samfélagsins og gæta þess að ólík sjónarmið komist rækilega á framfæri. Engu að síður koma fram í stefnuyfirlýsingunni rammfalskar fullyrðingar sem standast ekki nokkra skoðun heldur þjóna mögulega þröngum sérhagsmunum. Hér er átt við ósannindin um að núverandi kvótakerfi hafi skilað þjóðhagslegum ávinningi og sé umhverfisvænt. Einokunarhagnaður Opinber tölfræði er í hrópandi mótsögn við framangreinda fullyrðingu en landaður afli helstu nytjategunda er helmingurinn af því sem hann var fyrir daga kvótakerfisins. Sjávarbyggðirnar sem áður skiluðu arði eru nú brothættar byggðir auk þess sem einokunarhagnaður þeirra sem hafa einkarétt á að róa til fiskjar fer með hverju árinu sem líður í æ færri vasa. Í glænýrri skýrslu Hafró kemur fram að þúsundum tonnum af þorski hafi verið hent í sjóinn á síðasta fiskveiðiári og hvernig sem litið er á málið getur það ekki talist „sjálfbært“. Við lestur stjórnarsáttmálans er ekki hægt að sjá neitt annað en að bæði Viðreisn og Björt framtíð séu sammála Sjálfstæðisflokknum um að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi sé það besta í heimi. Viðreisn sem hélt því að kjósendum að flokkurinn vildi koma á víðtækum kerfisbreytingum, einkum á sviði landbúnaðar og hagstjórnar en þó allra helst sjávarútvegi, hefur algerlega kúvent. Að minnsta kosti finnast engin merki um að slíkt sé í farvatninu ef lesin er stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar. Í sjálfu sér er ekkert við því að segja að leiðtogar Viðreisnar og BF hafi gefist upp á að ná fram stefnu flokka sinna eða skipt um skoðun þegar færi gafst á að setjast í mjúka ráðherrastóla. Í stað þess að forystumenn Viðreisnar og BF viðurkenni hið augljósa er farin leið sem verður vart aumari, þ.e. að halda á lofti ósannindum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar