Sá eini rétti að mati mömmu Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. janúar 2017 07:00 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði níu mörk eftir áramót og fram að vori og meira og minna hélt heilu liði nánast einn síns liðs uppi í ensku úrvalsdeildinni, erfiðustu deild heims. Hann var síðan frábær á EM þar sem strákarnir okkar heilluðu heimsbyggðina og hélt svo áfram að fara á kostum á Englandi út árið. Samt tókst fullt af fólki að verða alveg tryllt yfir því að hann var kjörinn Íþróttamaður ársins. Eins og við mátti búast voru stuðningsmenn, aðdáendur og velunnarar hinna sem voru „hlunnfarnir“ um þessi stærstu einstaklingsverðlaun íslensks íþróttalífs ósáttir. En þeir gleyma því að með orðum sínum setja þeir Gylfa og afrek hans niður, sem er í raun skammarlegt. Besservisserar af gamla skólanum voru svo hissa að þeir gátu vart orða bundist og létu alla vita af því. Efstu þrjú í kjörinu voru Gylfi, Hrafnhildur og Ólafía Þórunn. Þau sem vonuðust eftir sigri stúlknanna mögnuðu voru ósátt og er það skiljanlegt þótt óþarfi sé að gera lítið úr sigurvegaranum alveg eins og fótboltamenn gerðu í fyrra þegar Eygló vann en ekki Gylfi. En svo er fólk eins og móðir mín góð sem hélt með engu af þessum þremur. Hún bara trúir ekki að Aron Einar Gunnarsson hafi ekki fengið útnefninguna að þessu sinni. Gefum mömmu orðið við eldhúsborðið: „Aron er búinn að vera fyrirliði íslenska liðsins og fyrirliði alls Íslands. Hann stóð frammi fyrir liðinu á EM. Hann er búinn að vera þvílík landkynning og stolt þjóðarinnar. Mikið svakalega getur þessi þjóð verið vanþakklát.“ Mamma gleymdi í smá stund að það er sonur hennar og 23 aðrir íþróttafréttamenn sem kusu, en ekki þjóðin. Það stóð ekki á svari: „Hvað er að ykkur?!“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði níu mörk eftir áramót og fram að vori og meira og minna hélt heilu liði nánast einn síns liðs uppi í ensku úrvalsdeildinni, erfiðustu deild heims. Hann var síðan frábær á EM þar sem strákarnir okkar heilluðu heimsbyggðina og hélt svo áfram að fara á kostum á Englandi út árið. Samt tókst fullt af fólki að verða alveg tryllt yfir því að hann var kjörinn Íþróttamaður ársins. Eins og við mátti búast voru stuðningsmenn, aðdáendur og velunnarar hinna sem voru „hlunnfarnir“ um þessi stærstu einstaklingsverðlaun íslensks íþróttalífs ósáttir. En þeir gleyma því að með orðum sínum setja þeir Gylfa og afrek hans niður, sem er í raun skammarlegt. Besservisserar af gamla skólanum voru svo hissa að þeir gátu vart orða bundist og létu alla vita af því. Efstu þrjú í kjörinu voru Gylfi, Hrafnhildur og Ólafía Þórunn. Þau sem vonuðust eftir sigri stúlknanna mögnuðu voru ósátt og er það skiljanlegt þótt óþarfi sé að gera lítið úr sigurvegaranum alveg eins og fótboltamenn gerðu í fyrra þegar Eygló vann en ekki Gylfi. En svo er fólk eins og móðir mín góð sem hélt með engu af þessum þremur. Hún bara trúir ekki að Aron Einar Gunnarsson hafi ekki fengið útnefninguna að þessu sinni. Gefum mömmu orðið við eldhúsborðið: „Aron er búinn að vera fyrirliði íslenska liðsins og fyrirliði alls Íslands. Hann stóð frammi fyrir liðinu á EM. Hann er búinn að vera þvílík landkynning og stolt þjóðarinnar. Mikið svakalega getur þessi þjóð verið vanþakklát.“ Mamma gleymdi í smá stund að það er sonur hennar og 23 aðrir íþróttafréttamenn sem kusu, en ekki þjóðin. Það stóð ekki á svari: „Hvað er að ykkur?!“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar