Útblástur og offita Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 13. desember 2016 07:00 Enn eru til þeir sem afneita því að loftlagsbreytingar séu af mannavöldum og vilja helst hætta öllum aðgerðum sem stuðla að minni útblæstri kolefnis. Þetta er þægileg afstaða enda er alltaf auðveldast að gera ekki neitt. Það er samt mikið hugrekki fólgið í því að treysta á að loftslagsbreytingar hafi ekkert með mannlegt eðli að gera. Ég t.d. trúi því ekki að það muni kvikna í húsinu mínu en sannfæring mín nær þó ekki lengra en svo að ég brunatryggi húsið upp í topp og eyði stórfé í reykskynjara, eldvarnateppi og slökkvitæki. Loftslagsmál eru ekki svo flókin þegar þau eru skoðuð í samhengi við offitu. Gróðurhúsaáhrif eru, sem betur fer staðreynd, enda myndi meðalhiti á jörðinni vera -18°C ef þeirra nyti ekki við. Kolefni í lofthjúpnum virkar sem einangrun þannig að hluti af hitageislum frá jörðu endurkastast til baka og gerir loftslagið bærilegra. Matur er kolefni og við mannfólkið borðum kolefni til að brenna í frumum okkar þannig að hitinn í okkur verði bærilegur eða 37°C. Kolefnið er því mikilvægt í hitastjórnun jarðar sem og mannslíkamans. Kolefnið sem við brennum í bílum, skipum og orkuverum fer upp í lofthjúpinn og eykur einangrunina. Á sama hátt verður kolefnið sem við brennum ekki í líkamanum að fitu. Meira kolefni í lofthjúpi myndar meiri einangrun og meiri einangrun veldur minna hitatapi og því hærra hitastigi. Meira af kolefni í líkama okkar veldur meiri fitu og þar með meiri einangrun. Mælingar sýna að styrkur kolefnis eykst hratt í lofthjúpi og hefur aldrei verið meiri. Mælingar sýna einnig að offita eykst á Vesturlöndum og hefur aldrei verið meiri. Við brennum kolefni í formi olíu, kola og gass, í mörg hundruð sinnum meira magni en binst í gróðri. Allt of margir innbyrða miklu meira af kolefni í formi fæðu en þeir brenna með hreyfingu. Þess vegna eykst einangrun í lofthjúpi og utan á mannfólki. Spurningin er því, þurfum við að bregðast við eða er offita kannski ekki af mannavöldum? Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Enn eru til þeir sem afneita því að loftlagsbreytingar séu af mannavöldum og vilja helst hætta öllum aðgerðum sem stuðla að minni útblæstri kolefnis. Þetta er þægileg afstaða enda er alltaf auðveldast að gera ekki neitt. Það er samt mikið hugrekki fólgið í því að treysta á að loftslagsbreytingar hafi ekkert með mannlegt eðli að gera. Ég t.d. trúi því ekki að það muni kvikna í húsinu mínu en sannfæring mín nær þó ekki lengra en svo að ég brunatryggi húsið upp í topp og eyði stórfé í reykskynjara, eldvarnateppi og slökkvitæki. Loftslagsmál eru ekki svo flókin þegar þau eru skoðuð í samhengi við offitu. Gróðurhúsaáhrif eru, sem betur fer staðreynd, enda myndi meðalhiti á jörðinni vera -18°C ef þeirra nyti ekki við. Kolefni í lofthjúpnum virkar sem einangrun þannig að hluti af hitageislum frá jörðu endurkastast til baka og gerir loftslagið bærilegra. Matur er kolefni og við mannfólkið borðum kolefni til að brenna í frumum okkar þannig að hitinn í okkur verði bærilegur eða 37°C. Kolefnið er því mikilvægt í hitastjórnun jarðar sem og mannslíkamans. Kolefnið sem við brennum í bílum, skipum og orkuverum fer upp í lofthjúpinn og eykur einangrunina. Á sama hátt verður kolefnið sem við brennum ekki í líkamanum að fitu. Meira kolefni í lofthjúpi myndar meiri einangrun og meiri einangrun veldur minna hitatapi og því hærra hitastigi. Meira af kolefni í líkama okkar veldur meiri fitu og þar með meiri einangrun. Mælingar sýna að styrkur kolefnis eykst hratt í lofthjúpi og hefur aldrei verið meiri. Mælingar sýna einnig að offita eykst á Vesturlöndum og hefur aldrei verið meiri. Við brennum kolefni í formi olíu, kola og gass, í mörg hundruð sinnum meira magni en binst í gróðri. Allt of margir innbyrða miklu meira af kolefni í formi fæðu en þeir brenna með hreyfingu. Þess vegna eykst einangrun í lofthjúpi og utan á mannfólki. Spurningin er því, þurfum við að bregðast við eða er offita kannski ekki af mannavöldum? Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun