Körfubolti

Paul og Griffin í góðum gír í sigri LA Clippers | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Chris Paul og Damian Lillard, leikstjórnendur LA Clippers og Portland, eigast hér við.
Chris Paul og Damian Lillard, leikstjórnendur LA Clippers og Portland, eigast hér við. vísir/afp
Sjö leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Los Angeles Clippers virðist vera komið aftur á beinu brautina en í nótt lagði liðið Portland Trail Blazers að velli, 121-120.

Blake Griffin og Chris Paul voru í góðum gír í liði Clippers í leiknum. Griffin skoraði 26 stig og tók 12 fráköst og Paul skoraði 21 stig og gaf 14 stoðsendingar.

Hjá Portland var C.J. McCollum stigahæstur með 25 stig. Damian Lillard kom næstur með 24 stig en hann gaf einnig átta stoðsendingar. Portland er búið að tapa fjórum leikjum í röð.

James Harden fór mikinn þegar Houston Rockets vann Brooklyn Nets á heimavelli, 122-118.

Harden skoraði 36 stig, tók átta fráköst og gaf 11 stoðsendingar í sjöunda sigri Houston í röð. Liðið er í 4. sæti Vesturdeildarinnar.

Brook Lopez skoraði mest fyrir Brooklyn, eða 26 stig. Miðherjinn tók hins vegar aðeins eitt frákast á þeim 32 mínútum sem hann spilaði.

DeMar DeRozan skoraði 30 stig þegar Toronto Raptos vann Milwaukee Bucks, 122-100. DeRozan hitti úr sjö af 11 skotum sínum utan af velli og setti öll 15 vítin sín niður. Terrence Ross bætti 25 stigum við fyrir Toronto sem er í 2. sæti í Austurdeildinni.

Giannis Antetokounmpo skoraði 30 stig og tók átta fráköst í liði Milwaukee sem er búið að tapa þremur leikjum í röð.

Úrslitin í nótt:

LA Clippers 121-120 Portland

Houston 122-118 Brooklyn

Toronto 122-100 Milwaukee

Indiana 110-94 Charlotte

Miami 112-101 Washington

Dallas 112-92 Denver

Sacramento 116-92 LA Lakers

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×