Námsárangur fór fram úr villtustu væntingum Snærós Sindradóttir skrifar 14. desember 2016 07:00 Börn í Reykjanesbæ standa mun betur að vígi en áður. Þrír af skólunum sex eru á topplistanum eftir samræmdu prófin í ár. „Við vildum sanna að þó menntunarstig sé ekki endilega það hæsta á landinu og félagsleg staða allra ekki svo góð þá þarf það ekki að þýða að við getum ekki staðið okkur í skólanum. Við erum búin að sanna það,“ segir Gyða Margrét Arnmundsdóttir, deildarstjóri hjá Reykjanesbæ. Grunnskólanemar bæjarins hafa tekið miklum framförum á fáum árum. Árangurinn má sjá svart á hvítu í nýútkominni PISA-könnun og niðurstöðum samræmdra prófa. Ráðist var í átak í öllum grunnskólum Reykjanesbæjar árið 2011 til að bæta námsárangur skólanna. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær nýtti bærinn sér niðurstöður samræmdra prófa til að fara í naflaskoðun um skólahald bæjarins. Niðurstöður samræmdra prófa eru settar fram á kvarða þar sem landsmeðaltal er á bilinu 29 til 31. Fái skóli meðaltal einkunna fyrir neðan 28 þykir það slæm niðurstaða fyrir skólann. Niðurstöður yfir 32 þykja sérstaklega góðar. Sem dæmi um árangur einstakra skóla í Reykjanesbæ má nefna Akurskóla sem skoraði afleita einkunn, 21,5 hjá sjöunda bekk í íslensku árið 2006. Í ár fékk skólinn aftur á móti 29,5 og náði þá landsmeðaltali. Annað gott dæmi er sjöundi bekkur Holtaskóla. Árið 2006 náðu nemendur einkunninni 25,9 í stærðfræði sem er slök einkunn. Tíu árum síðar, árið 2016, er einkunnin 35,2 sem er einstaklega góður árangur. „Við tókum okkur saman árið 2011 og breyttum vinnulagi í skólunum með utanumhaldi og ráðgjöf bæði í íslensku og stærðfræði. Þá var gerð samfélagsleg samþykkt um að við ætluðum að bæta námsárangur. Þegar við breyttum verklaginu og settum inn markviss skimunarpróf byrjaði það strax að skila sér í niðurstöðum samræmdra prófa,“ segir Gyða Margrét. Samkomulagið gilti á milli stjórnmálamannanna, forstöðumanna skólanna, nemenda og foreldra. „Við vorum með mottóið að við værum öll í sama liði. Skólarnir deildu svo því sem þeir voru að gera vel og sýndu allar mælingar. Þeir deildu sínum aðferðum sem fór að skila sér í þeim skólum sem voru lakari.“ Skimunarpróf voru markvisst lögð fyrir nemendur svo sjá mætti hverjir þyrftu að bæta sig. Brugðist var við vanda einstakra nemenda þegar þurfa þótti. Fundað var með öllum kennurum bæjarins og sérstakir kennsluráðgjafar á bæjarskrifstofunni voru kennurum til halds og trausts. Þá náði verkefnið alla leið niður í leikskóla bæjarins. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir átaksverkefnið ekki hafa kostað mikið. „Ég hef ekki orðið var við að þetta hafi kostað eina einustu krónu. Þetta var bara spurning um verklag og hvernig menn nýttu tímann. Það segir einhvers staðar að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn og þarna tókst að stilla saman strengi.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
„Við vildum sanna að þó menntunarstig sé ekki endilega það hæsta á landinu og félagsleg staða allra ekki svo góð þá þarf það ekki að þýða að við getum ekki staðið okkur í skólanum. Við erum búin að sanna það,“ segir Gyða Margrét Arnmundsdóttir, deildarstjóri hjá Reykjanesbæ. Grunnskólanemar bæjarins hafa tekið miklum framförum á fáum árum. Árangurinn má sjá svart á hvítu í nýútkominni PISA-könnun og niðurstöðum samræmdra prófa. Ráðist var í átak í öllum grunnskólum Reykjanesbæjar árið 2011 til að bæta námsárangur skólanna. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær nýtti bærinn sér niðurstöður samræmdra prófa til að fara í naflaskoðun um skólahald bæjarins. Niðurstöður samræmdra prófa eru settar fram á kvarða þar sem landsmeðaltal er á bilinu 29 til 31. Fái skóli meðaltal einkunna fyrir neðan 28 þykir það slæm niðurstaða fyrir skólann. Niðurstöður yfir 32 þykja sérstaklega góðar. Sem dæmi um árangur einstakra skóla í Reykjanesbæ má nefna Akurskóla sem skoraði afleita einkunn, 21,5 hjá sjöunda bekk í íslensku árið 2006. Í ár fékk skólinn aftur á móti 29,5 og náði þá landsmeðaltali. Annað gott dæmi er sjöundi bekkur Holtaskóla. Árið 2006 náðu nemendur einkunninni 25,9 í stærðfræði sem er slök einkunn. Tíu árum síðar, árið 2016, er einkunnin 35,2 sem er einstaklega góður árangur. „Við tókum okkur saman árið 2011 og breyttum vinnulagi í skólunum með utanumhaldi og ráðgjöf bæði í íslensku og stærðfræði. Þá var gerð samfélagsleg samþykkt um að við ætluðum að bæta námsárangur. Þegar við breyttum verklaginu og settum inn markviss skimunarpróf byrjaði það strax að skila sér í niðurstöðum samræmdra prófa,“ segir Gyða Margrét. Samkomulagið gilti á milli stjórnmálamannanna, forstöðumanna skólanna, nemenda og foreldra. „Við vorum með mottóið að við værum öll í sama liði. Skólarnir deildu svo því sem þeir voru að gera vel og sýndu allar mælingar. Þeir deildu sínum aðferðum sem fór að skila sér í þeim skólum sem voru lakari.“ Skimunarpróf voru markvisst lögð fyrir nemendur svo sjá mætti hverjir þyrftu að bæta sig. Brugðist var við vanda einstakra nemenda þegar þurfa þótti. Fundað var með öllum kennurum bæjarins og sérstakir kennsluráðgjafar á bæjarskrifstofunni voru kennurum til halds og trausts. Þá náði verkefnið alla leið niður í leikskóla bæjarins. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir átaksverkefnið ekki hafa kostað mikið. „Ég hef ekki orðið var við að þetta hafi kostað eina einustu krónu. Þetta var bara spurning um verklag og hvernig menn nýttu tímann. Það segir einhvers staðar að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn og þarna tókst að stilla saman strengi.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira