Námsárangur fór fram úr villtustu væntingum Snærós Sindradóttir skrifar 14. desember 2016 07:00 Börn í Reykjanesbæ standa mun betur að vígi en áður. Þrír af skólunum sex eru á topplistanum eftir samræmdu prófin í ár. „Við vildum sanna að þó menntunarstig sé ekki endilega það hæsta á landinu og félagsleg staða allra ekki svo góð þá þarf það ekki að þýða að við getum ekki staðið okkur í skólanum. Við erum búin að sanna það,“ segir Gyða Margrét Arnmundsdóttir, deildarstjóri hjá Reykjanesbæ. Grunnskólanemar bæjarins hafa tekið miklum framförum á fáum árum. Árangurinn má sjá svart á hvítu í nýútkominni PISA-könnun og niðurstöðum samræmdra prófa. Ráðist var í átak í öllum grunnskólum Reykjanesbæjar árið 2011 til að bæta námsárangur skólanna. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær nýtti bærinn sér niðurstöður samræmdra prófa til að fara í naflaskoðun um skólahald bæjarins. Niðurstöður samræmdra prófa eru settar fram á kvarða þar sem landsmeðaltal er á bilinu 29 til 31. Fái skóli meðaltal einkunna fyrir neðan 28 þykir það slæm niðurstaða fyrir skólann. Niðurstöður yfir 32 þykja sérstaklega góðar. Sem dæmi um árangur einstakra skóla í Reykjanesbæ má nefna Akurskóla sem skoraði afleita einkunn, 21,5 hjá sjöunda bekk í íslensku árið 2006. Í ár fékk skólinn aftur á móti 29,5 og náði þá landsmeðaltali. Annað gott dæmi er sjöundi bekkur Holtaskóla. Árið 2006 náðu nemendur einkunninni 25,9 í stærðfræði sem er slök einkunn. Tíu árum síðar, árið 2016, er einkunnin 35,2 sem er einstaklega góður árangur. „Við tókum okkur saman árið 2011 og breyttum vinnulagi í skólunum með utanumhaldi og ráðgjöf bæði í íslensku og stærðfræði. Þá var gerð samfélagsleg samþykkt um að við ætluðum að bæta námsárangur. Þegar við breyttum verklaginu og settum inn markviss skimunarpróf byrjaði það strax að skila sér í niðurstöðum samræmdra prófa,“ segir Gyða Margrét. Samkomulagið gilti á milli stjórnmálamannanna, forstöðumanna skólanna, nemenda og foreldra. „Við vorum með mottóið að við værum öll í sama liði. Skólarnir deildu svo því sem þeir voru að gera vel og sýndu allar mælingar. Þeir deildu sínum aðferðum sem fór að skila sér í þeim skólum sem voru lakari.“ Skimunarpróf voru markvisst lögð fyrir nemendur svo sjá mætti hverjir þyrftu að bæta sig. Brugðist var við vanda einstakra nemenda þegar þurfa þótti. Fundað var með öllum kennurum bæjarins og sérstakir kennsluráðgjafar á bæjarskrifstofunni voru kennurum til halds og trausts. Þá náði verkefnið alla leið niður í leikskóla bæjarins. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir átaksverkefnið ekki hafa kostað mikið. „Ég hef ekki orðið var við að þetta hafi kostað eina einustu krónu. Þetta var bara spurning um verklag og hvernig menn nýttu tímann. Það segir einhvers staðar að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn og þarna tókst að stilla saman strengi.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Sjá meira
„Við vildum sanna að þó menntunarstig sé ekki endilega það hæsta á landinu og félagsleg staða allra ekki svo góð þá þarf það ekki að þýða að við getum ekki staðið okkur í skólanum. Við erum búin að sanna það,“ segir Gyða Margrét Arnmundsdóttir, deildarstjóri hjá Reykjanesbæ. Grunnskólanemar bæjarins hafa tekið miklum framförum á fáum árum. Árangurinn má sjá svart á hvítu í nýútkominni PISA-könnun og niðurstöðum samræmdra prófa. Ráðist var í átak í öllum grunnskólum Reykjanesbæjar árið 2011 til að bæta námsárangur skólanna. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær nýtti bærinn sér niðurstöður samræmdra prófa til að fara í naflaskoðun um skólahald bæjarins. Niðurstöður samræmdra prófa eru settar fram á kvarða þar sem landsmeðaltal er á bilinu 29 til 31. Fái skóli meðaltal einkunna fyrir neðan 28 þykir það slæm niðurstaða fyrir skólann. Niðurstöður yfir 32 þykja sérstaklega góðar. Sem dæmi um árangur einstakra skóla í Reykjanesbæ má nefna Akurskóla sem skoraði afleita einkunn, 21,5 hjá sjöunda bekk í íslensku árið 2006. Í ár fékk skólinn aftur á móti 29,5 og náði þá landsmeðaltali. Annað gott dæmi er sjöundi bekkur Holtaskóla. Árið 2006 náðu nemendur einkunninni 25,9 í stærðfræði sem er slök einkunn. Tíu árum síðar, árið 2016, er einkunnin 35,2 sem er einstaklega góður árangur. „Við tókum okkur saman árið 2011 og breyttum vinnulagi í skólunum með utanumhaldi og ráðgjöf bæði í íslensku og stærðfræði. Þá var gerð samfélagsleg samþykkt um að við ætluðum að bæta námsárangur. Þegar við breyttum verklaginu og settum inn markviss skimunarpróf byrjaði það strax að skila sér í niðurstöðum samræmdra prófa,“ segir Gyða Margrét. Samkomulagið gilti á milli stjórnmálamannanna, forstöðumanna skólanna, nemenda og foreldra. „Við vorum með mottóið að við værum öll í sama liði. Skólarnir deildu svo því sem þeir voru að gera vel og sýndu allar mælingar. Þeir deildu sínum aðferðum sem fór að skila sér í þeim skólum sem voru lakari.“ Skimunarpróf voru markvisst lögð fyrir nemendur svo sjá mætti hverjir þyrftu að bæta sig. Brugðist var við vanda einstakra nemenda þegar þurfa þótti. Fundað var með öllum kennurum bæjarins og sérstakir kennsluráðgjafar á bæjarskrifstofunni voru kennurum til halds og trausts. Þá náði verkefnið alla leið niður í leikskóla bæjarins. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir átaksverkefnið ekki hafa kostað mikið. „Ég hef ekki orðið var við að þetta hafi kostað eina einustu krónu. Þetta var bara spurning um verklag og hvernig menn nýttu tímann. Það segir einhvers staðar að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn og þarna tókst að stilla saman strengi.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Sjá meira