Dagur íslenskrar tónlistar? Sigurgeir Sigmundsson skrifar 15. desember 2016 07:00 Nú er Dagur íslenskrar tónlistar nýliðinn og við tekur aðventan þar sem tónlistin hljómar úti um allt. Íslendingar eru stoltir af tónlistarfólkinu sínu og flykkjast nú í tónleikahallir og á samkomustaði þar sem tónlistin er aðalatriðið. Áhorfendur finna hvernig tónarnir flæða um krók og kima hugarfylgsnanna en fæstir átta sig á því að á bak við hvern tón liggja mörg þúsund tímar þrotlausra æfinga. Það má segja að árið sé að verða ein samfelld tónlistarhátíð og sem dæmi má nefna Blúshátíð í Reykjavík, Jazzhátíð, Myrka músíkdaga, Menningarnótt, Iceland Airwaves, Aldrei fór ég suður, Neistaflug, Þjóðhátíð, Fiskidaginn, Sumartónleika í Skálholti, Íslensku óperuna, Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju, Reykholtshátíð, Gay Pride, Ljósanótt, kirkjutónleika, tónleika í Hörpu, á veitingahúsum og svo mætti lengi telja. Varlega áætlað fara því um 600 þúsund manns á auglýsta tónleika á Íslandi árlega ef tekið er mið af könnunum sem gerðar voru fyrir byggingu Hörpu. Með menningarhátíðum bæjarfélaganna má því áætla að allt að milljón Íslendingar sæki tónleika og tónlistarviðburði árlega. Sú sprenging sem hefur orðið í íslensku tónlistarlífi hefur ekki komið til að sjálfu sér, hún er afleiðing þrotlausrar vinnu í tónlistarskólum landsins sem enn fremur útskrifa nemendur sem margir hverjir hafa komist inn í æðstu menntastofnanir sem finnast í tónlist erlendis. Þetta hefur í för með sér gríðarlegar tekjur fyrir sveitarfélögin í formi beinna og óbeinna skatta að ónefndum þeim fjársjóði sem tónlistarmenningin er. Fjárfesting í tónlist er því fjárfesting til framtíðar. Á ábyrgð sveitarfélaga Nú þegar tónlistarskólakennarar berjast fyrir tilveru sinni er það algerlega á ábyrgð sveitarfélaganna, með Reykjavíkurborg í broddi fylkingar, að hægt verði að halda því góða starfi áfram sem grunnur hefur verið lagður að. Tónlistarskólakennarar voru svo óheppnir að vera í samningsviðræðum „hrunhaustið 2008“ og misstu þannig af vöfflubakstri og eðlilegum launahækkunum. Laun tónlistarskólakennara eru því nú þegar þetta er skrifað 25 prósentum lakari en laun grunnskólakennara. Það þarf að leiðrétta. Þeim sem hafa fylgst með málefnum tónlistarskólakennara verður það fljótlega ljóst að sveitarfélög í dreifbýlinu hafa viljað gera sitt til þess að mæta réttmætum kröfum tónlistarskólakennara um leiðréttingu en Reykjavíkurborg hefur ekki léð máls á því. Tónlistarskólakennarar hafa ítrekað óskað eftir fundi með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra síðastliðin þrjú ár, án árangurs. Fundarefnið er staða tónlistarskólakennara. Hvort sem hann er sáttur við það eða ekki heldur „Dagur íslenskrar tónlistar“ á lyklunum að lausn kjaradeilu tónlistarskólakennara, nema hann vilji senda málefni þeirra til umfjöllunar hjá kjararáði. Það væri nú ekki slæmt. Þessi pistill birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur íslenskrar tónlistar Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú er Dagur íslenskrar tónlistar nýliðinn og við tekur aðventan þar sem tónlistin hljómar úti um allt. Íslendingar eru stoltir af tónlistarfólkinu sínu og flykkjast nú í tónleikahallir og á samkomustaði þar sem tónlistin er aðalatriðið. Áhorfendur finna hvernig tónarnir flæða um krók og kima hugarfylgsnanna en fæstir átta sig á því að á bak við hvern tón liggja mörg þúsund tímar þrotlausra æfinga. Það má segja að árið sé að verða ein samfelld tónlistarhátíð og sem dæmi má nefna Blúshátíð í Reykjavík, Jazzhátíð, Myrka músíkdaga, Menningarnótt, Iceland Airwaves, Aldrei fór ég suður, Neistaflug, Þjóðhátíð, Fiskidaginn, Sumartónleika í Skálholti, Íslensku óperuna, Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju, Reykholtshátíð, Gay Pride, Ljósanótt, kirkjutónleika, tónleika í Hörpu, á veitingahúsum og svo mætti lengi telja. Varlega áætlað fara því um 600 þúsund manns á auglýsta tónleika á Íslandi árlega ef tekið er mið af könnunum sem gerðar voru fyrir byggingu Hörpu. Með menningarhátíðum bæjarfélaganna má því áætla að allt að milljón Íslendingar sæki tónleika og tónlistarviðburði árlega. Sú sprenging sem hefur orðið í íslensku tónlistarlífi hefur ekki komið til að sjálfu sér, hún er afleiðing þrotlausrar vinnu í tónlistarskólum landsins sem enn fremur útskrifa nemendur sem margir hverjir hafa komist inn í æðstu menntastofnanir sem finnast í tónlist erlendis. Þetta hefur í för með sér gríðarlegar tekjur fyrir sveitarfélögin í formi beinna og óbeinna skatta að ónefndum þeim fjársjóði sem tónlistarmenningin er. Fjárfesting í tónlist er því fjárfesting til framtíðar. Á ábyrgð sveitarfélaga Nú þegar tónlistarskólakennarar berjast fyrir tilveru sinni er það algerlega á ábyrgð sveitarfélaganna, með Reykjavíkurborg í broddi fylkingar, að hægt verði að halda því góða starfi áfram sem grunnur hefur verið lagður að. Tónlistarskólakennarar voru svo óheppnir að vera í samningsviðræðum „hrunhaustið 2008“ og misstu þannig af vöfflubakstri og eðlilegum launahækkunum. Laun tónlistarskólakennara eru því nú þegar þetta er skrifað 25 prósentum lakari en laun grunnskólakennara. Það þarf að leiðrétta. Þeim sem hafa fylgst með málefnum tónlistarskólakennara verður það fljótlega ljóst að sveitarfélög í dreifbýlinu hafa viljað gera sitt til þess að mæta réttmætum kröfum tónlistarskólakennara um leiðréttingu en Reykjavíkurborg hefur ekki léð máls á því. Tónlistarskólakennarar hafa ítrekað óskað eftir fundi með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra síðastliðin þrjú ár, án árangurs. Fundarefnið er staða tónlistarskólakennara. Hvort sem hann er sáttur við það eða ekki heldur „Dagur íslenskrar tónlistar“ á lyklunum að lausn kjaradeilu tónlistarskólakennara, nema hann vilji senda málefni þeirra til umfjöllunar hjá kjararáði. Það væri nú ekki slæmt. Þessi pistill birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun