Jólaljós og uppistöðulón Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 16. desember 2016 07:00 Nú er tími jólaljósa og landsmenn keppast við að skreyta hús sín og slá nágrönnum við í ljósadýrðinni. En lýsingin staldrar stutt við, hún slær á skammdegið í mánuð eða svo og er síðan rifin niður og pakkað saman. Í ellefu mánuði nota jólaljósin því enga orku og eru því miður frekar óheppilegur raforkunotandi. Jólaljós eru ekki besti viðskiptavinur raforku af tveimur ástæðum; A) notkun þeirra er mest þegar vatnsrennsli í ám er sem minnst, og B) notkunin er mjög mikil í mjög stuttan tíma. Dæmið verður skýrara ef við hugsum okkur jólahald á lítilli eyðieyju þar sem dísilrafstöðvar framleiða rafmagn. Ekki nóg með að rafstöðvarnar þurfa að erfiða meira í kuldanum um jólin heldur þyrfti líka að kaupa auka dísilrafstöð sem væri bara keyrð í mánuð á ári til að mæta jólaaflþörfinni. Það þyrfti sem sagt að fjárfesta í auka rafstöð um jólin en nýtingin á henni væri afar slök og óhagkvæm á ársgrundvelli.Uppistöðulón Svona óregluleg notkun er ekki góð fyrir orku eins og raforku, sem erfitt er að geyma. Raforku verður nefnilega að nýta um leið og hún er framleidd. En það er til geymsluaðferð sem gerir mögulegt að geyma orkuna og jafna framleiðsluna milli árstíða. Þessi magnaða geymsla kallast uppistöðulón. Uppistöðulón hafa ekki notið mikilla vinsælda í gegnum tíðina enda þýðir tilurð þeirra að talsvert af misverðmætu landi sem áður var þurrt fer undir vatn. Víða um heim fer gríðarlegt magn af lífrænu efni undir lón og rotnun veldur útblæstri gróðurhúsaloftegunda. Hér á landi eru uppistöðulónin undantekningalaust á mun gróðurminni stöðum en víðast hvar erlendis og neikvæð loftlagsáhrif því hverfandi. Stærstu lónin hér á landi eru á hálendinu en samkvæmt eðlisfræðinni þarf minna vatn á kWst eftir því sem fallhæðin er meiri. Þannig fæst meiri orka úr hverjum rúmmetra af vatni eftir því sem það er geymt ofar. Fljótsdalsvirkjun nýtir t.d. um 600 metra náttúrulega fallhæð.Rafhlöður landsins Tilgangur uppistöðulóna er því fyrst og fremst að geyma stöðuorku þannig að hægt sé að viðhalda svipaðri framleiðslugetu allt árið, óháð sveiflum í sumar- og vetrarrennsli. Ef ekki væru uppistöðulón þá þyrfti einfaldlega fleiri virkjanir til að anna raforkuþörf á veturna þegar rennslið er takmarkað. Það má líkja þessu við vörubíl sem tekur 10 pakka og flytur að jafnaði um 8-10 pakka í ferð. Svo koma jólin og þá er spurning hvort ekki væri betra og ódýrara að eiga tengivagn sem getur tekið 5 pakka í viðbót frekar en að kaupa annan vörubíl sem stæði síðan ónotaður í ellefu mánuði á ári. Menn geta svo deilt um hvort raforkuþörf stórnotenda á Íslandi sé of mikil yfir höfuð en það er önnur umræða sem ekki verður tekin hér.Ný ljósatækni Sem betur fer eru nútíma jólaljós með LED perum sem nota aðeins um 10-15% af því afli og orku sem eldri perur þurftu. Nú þurfa landsmenn að taka sér tak og skipta yfir í LED lýsingu bæði í jólaljósum og almennri heimilislýsingu. Á heimasíðu Orkuseturs má finna ýmsar reiknivélar sem sýna orku- og rekstrarsparnað slíkra peruskipta. Landsmenn góðir, skiptið nú yfir í LED-ljósaseríur og hugsið hlýlega til uppistöðulóna sem eru mikilvægustu rafhlöður landsins. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nú er tími jólaljósa og landsmenn keppast við að skreyta hús sín og slá nágrönnum við í ljósadýrðinni. En lýsingin staldrar stutt við, hún slær á skammdegið í mánuð eða svo og er síðan rifin niður og pakkað saman. Í ellefu mánuði nota jólaljósin því enga orku og eru því miður frekar óheppilegur raforkunotandi. Jólaljós eru ekki besti viðskiptavinur raforku af tveimur ástæðum; A) notkun þeirra er mest þegar vatnsrennsli í ám er sem minnst, og B) notkunin er mjög mikil í mjög stuttan tíma. Dæmið verður skýrara ef við hugsum okkur jólahald á lítilli eyðieyju þar sem dísilrafstöðvar framleiða rafmagn. Ekki nóg með að rafstöðvarnar þurfa að erfiða meira í kuldanum um jólin heldur þyrfti líka að kaupa auka dísilrafstöð sem væri bara keyrð í mánuð á ári til að mæta jólaaflþörfinni. Það þyrfti sem sagt að fjárfesta í auka rafstöð um jólin en nýtingin á henni væri afar slök og óhagkvæm á ársgrundvelli.Uppistöðulón Svona óregluleg notkun er ekki góð fyrir orku eins og raforku, sem erfitt er að geyma. Raforku verður nefnilega að nýta um leið og hún er framleidd. En það er til geymsluaðferð sem gerir mögulegt að geyma orkuna og jafna framleiðsluna milli árstíða. Þessi magnaða geymsla kallast uppistöðulón. Uppistöðulón hafa ekki notið mikilla vinsælda í gegnum tíðina enda þýðir tilurð þeirra að talsvert af misverðmætu landi sem áður var þurrt fer undir vatn. Víða um heim fer gríðarlegt magn af lífrænu efni undir lón og rotnun veldur útblæstri gróðurhúsaloftegunda. Hér á landi eru uppistöðulónin undantekningalaust á mun gróðurminni stöðum en víðast hvar erlendis og neikvæð loftlagsáhrif því hverfandi. Stærstu lónin hér á landi eru á hálendinu en samkvæmt eðlisfræðinni þarf minna vatn á kWst eftir því sem fallhæðin er meiri. Þannig fæst meiri orka úr hverjum rúmmetra af vatni eftir því sem það er geymt ofar. Fljótsdalsvirkjun nýtir t.d. um 600 metra náttúrulega fallhæð.Rafhlöður landsins Tilgangur uppistöðulóna er því fyrst og fremst að geyma stöðuorku þannig að hægt sé að viðhalda svipaðri framleiðslugetu allt árið, óháð sveiflum í sumar- og vetrarrennsli. Ef ekki væru uppistöðulón þá þyrfti einfaldlega fleiri virkjanir til að anna raforkuþörf á veturna þegar rennslið er takmarkað. Það má líkja þessu við vörubíl sem tekur 10 pakka og flytur að jafnaði um 8-10 pakka í ferð. Svo koma jólin og þá er spurning hvort ekki væri betra og ódýrara að eiga tengivagn sem getur tekið 5 pakka í viðbót frekar en að kaupa annan vörubíl sem stæði síðan ónotaður í ellefu mánuði á ári. Menn geta svo deilt um hvort raforkuþörf stórnotenda á Íslandi sé of mikil yfir höfuð en það er önnur umræða sem ekki verður tekin hér.Ný ljósatækni Sem betur fer eru nútíma jólaljós með LED perum sem nota aðeins um 10-15% af því afli og orku sem eldri perur þurftu. Nú þurfa landsmenn að taka sér tak og skipta yfir í LED lýsingu bæði í jólaljósum og almennri heimilislýsingu. Á heimasíðu Orkuseturs má finna ýmsar reiknivélar sem sýna orku- og rekstrarsparnað slíkra peruskipta. Landsmenn góðir, skiptið nú yfir í LED-ljósaseríur og hugsið hlýlega til uppistöðulóna sem eru mikilvægustu rafhlöður landsins. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun