Bannið vandræðaskatta í stjórnarskrá Helgi Tómasson skrifar 2. desember 2016 07:00 Á Íslandi er nýafstaðin kosningabarátta þar sem metnaðarfullir stjórnmálamenn kepptust um að skuldbinda ríkið til útgjalda. Það þurfa að vera skatttekjur á móti þessum útgjöldum og ber að reyna að afla þeirra tekna með sem skynsamlegustum hætti. Í Danmörku er nýlokið stjórnarkreppu þar sem meðal annars var tekist á um skattamál. Stjórnmálamenn þar í landi eru að miklu leyti sammála um æskilegar megináherslur. Flokkum gengur hins vegar illa að ganga í takt að markmiðinu. Nú síðast var deiluefnið vandræðaskattur á fasteignir. Á síðustu 20 árum hafa fasteignir, lóðir o.s.frv. hækkað langt umfram verðlag í löndum eins og til dæmis Danmörku og Svíþjóð. Ef skattstofn er byggður á metnu verðmæti eigna blasir við að hætt er við að þannig skattar gangi ekki í takt við verðlag og virki sem bóluskattar. Í báðum þessum löndum sáu menn sitt óvænna í umhverfi hækkandi eignaverðs og frystu fasteignaskatta í þeirri krónutölu sem gilti 2001. Ef til vill var þetta hugsað sem tímabundin ráðstöfun en verðhækkanir á eignamörkuðum héldu áfram og á árunum 2005-2008 tóku Svíar ærlega til í skattkerfinu varðandi svona skatta. Allir eignaskattar, skattar á gjafir, erfðir og eignir voru afnumdir og fasteignaskattur til sveitarfélaga skilgreindur í krónutölu, til dæmis ákveðinn krónutölufjöldi á einbýlishús. Hugmyndin er að skattheimta sveitarfélags af fasteign skuli ráðast af þeirri þjónustu sem veitt er en ekki af áætluðum söluhagnaði. Menn höfðu lengi vitað að skattstofnar af þessari gerð eru illkynja. Danir hafa ekki enn verið svo lánsamir að ryðja þessu út úr kerfinu hjá sér. Dönsk sveitarfélög hafa haft til ráðstöfunar ákveðna gerð af lóðaskatti, grundskyld, sem leggst á virði lóðar. Sá skattur hefur ekki verið frystur og hækkað mikið umfram almennt verðlag. Pólitíska slagorðið, að ekki skuli skattleggja fólk út úr húsum sínum (ingen skal beskattes ud af sin bolig) hefur orðið til því lífeyrisþegar í gömlum litlum skuldlausum húsum en með stóra lóð hafa fengið á sig grófar hækkanir langt umfram eigin tekjuþróun. Stjórnmálamenn hafa rætt um að sameina skattstofnana, fasteignaskatt, ejendomsværdiskat, sem reiknast af markaðsvirði íbúðar og lóðarskattinn. Það hefur hins vegar ekki verið auðvelt því að þetta hefði í för með sér skattahækkun hjá sumum og skattalækkun hjá öðrum. Í nýjum stjórnarsáttmála dönsku ríkisstjórnarinnar er nú talað um að frysta líka lóðarskattinn í krónutölunni sem gilti 2015 (vandræðalending). Upphaflega átti frystingin að gilda til 2020 en nú ræða menn hvernig skattareglunar skuli vera eftir 2020-2025. Hér er sænska útfærslan greinilega vandræðaminni en sú danska. Við höfum heyrt ljótar sögur um lífeyrisþega sem í sínu virka lífi greiddu upp skuldir sínar og þurfa síðan að selja eða veðsetja eignir til að eiga fyrir sköttum. Áður en svona skattar voru lagðir niður í Svíþjóð voru sagðar sögur af netagerðarmönnum sem lentu í því að nýríkir bankamenn keyptu netaskúra við hliðina á þeim og spenntu upp skattstofninn. Hæfni netagerðarmanna til skattgreiðslu jókst ekki vegna ríku nágrannanna. Svipaðar sögur eru nú sagðar í Reykjavík um gamalgróin fyrirtæki sem horfast í augu við að opinberar aðilar hyggi á skattahækkanir vegna þess að verðmat nærliggjandi húsnæði hækkar, eða jafnvel að verið sé að skipta um reikniformúlur við verðmatið. Ef Bill Gates félli frá blasir við að það væri ekki skynsamlegt að þvinga erfingja til að selja mikið magn hlutabréfa til að eiga fyrir sköttum.Hvatning til stjórnarskrársmiða Hópur hugsjónafólks hefur undanfarin ár unnið við endurhönnun stjórnarskrárinnar. Hér er því gullið tækifæri að hnykkja á eignarréttinum í stjórnarskránni þannig að eignaskattar og aðrir slíkir þar sem skattstofninn er matsvirði eignar (erfðaskattur, fasteignaskattur o.fl.) séu fortakslaust bannaðir í stjórnarskrá. Ef skattstofn er matsvirði eignar er um eignaupptöku að ræða. Æskilegt er að fasteignaskattar framtíðarinnar verði þannig að íbúðarkaupendur þyrftu ekki að verða fyrir forsendubresti vegna þess að sveitarstjórn dettur skyndilega í hug að snarhækka skatt á eignir. Ef Íslendingar fara sænsku leiðina í þessu máli væri skynsamlegt að fara í áföngum, t.d. á 5-10 árum, að markinu. Verðhækkun eigna á ekki að vera grundvöllur aukinnar eyðslu, hvorki hjá einkaaðlinum, fyrirtækjum né hinu opinbera. Að minnsta kosti á að fara mjög gætilega á þeirri braut. Annars kann illa að fara þegar verðfallið kemur. Eyðslu á að fjármagna með tekjum. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Tómasson Mest lesið Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi er nýafstaðin kosningabarátta þar sem metnaðarfullir stjórnmálamenn kepptust um að skuldbinda ríkið til útgjalda. Það þurfa að vera skatttekjur á móti þessum útgjöldum og ber að reyna að afla þeirra tekna með sem skynsamlegustum hætti. Í Danmörku er nýlokið stjórnarkreppu þar sem meðal annars var tekist á um skattamál. Stjórnmálamenn þar í landi eru að miklu leyti sammála um æskilegar megináherslur. Flokkum gengur hins vegar illa að ganga í takt að markmiðinu. Nú síðast var deiluefnið vandræðaskattur á fasteignir. Á síðustu 20 árum hafa fasteignir, lóðir o.s.frv. hækkað langt umfram verðlag í löndum eins og til dæmis Danmörku og Svíþjóð. Ef skattstofn er byggður á metnu verðmæti eigna blasir við að hætt er við að þannig skattar gangi ekki í takt við verðlag og virki sem bóluskattar. Í báðum þessum löndum sáu menn sitt óvænna í umhverfi hækkandi eignaverðs og frystu fasteignaskatta í þeirri krónutölu sem gilti 2001. Ef til vill var þetta hugsað sem tímabundin ráðstöfun en verðhækkanir á eignamörkuðum héldu áfram og á árunum 2005-2008 tóku Svíar ærlega til í skattkerfinu varðandi svona skatta. Allir eignaskattar, skattar á gjafir, erfðir og eignir voru afnumdir og fasteignaskattur til sveitarfélaga skilgreindur í krónutölu, til dæmis ákveðinn krónutölufjöldi á einbýlishús. Hugmyndin er að skattheimta sveitarfélags af fasteign skuli ráðast af þeirri þjónustu sem veitt er en ekki af áætluðum söluhagnaði. Menn höfðu lengi vitað að skattstofnar af þessari gerð eru illkynja. Danir hafa ekki enn verið svo lánsamir að ryðja þessu út úr kerfinu hjá sér. Dönsk sveitarfélög hafa haft til ráðstöfunar ákveðna gerð af lóðaskatti, grundskyld, sem leggst á virði lóðar. Sá skattur hefur ekki verið frystur og hækkað mikið umfram almennt verðlag. Pólitíska slagorðið, að ekki skuli skattleggja fólk út úr húsum sínum (ingen skal beskattes ud af sin bolig) hefur orðið til því lífeyrisþegar í gömlum litlum skuldlausum húsum en með stóra lóð hafa fengið á sig grófar hækkanir langt umfram eigin tekjuþróun. Stjórnmálamenn hafa rætt um að sameina skattstofnana, fasteignaskatt, ejendomsværdiskat, sem reiknast af markaðsvirði íbúðar og lóðarskattinn. Það hefur hins vegar ekki verið auðvelt því að þetta hefði í för með sér skattahækkun hjá sumum og skattalækkun hjá öðrum. Í nýjum stjórnarsáttmála dönsku ríkisstjórnarinnar er nú talað um að frysta líka lóðarskattinn í krónutölunni sem gilti 2015 (vandræðalending). Upphaflega átti frystingin að gilda til 2020 en nú ræða menn hvernig skattareglunar skuli vera eftir 2020-2025. Hér er sænska útfærslan greinilega vandræðaminni en sú danska. Við höfum heyrt ljótar sögur um lífeyrisþega sem í sínu virka lífi greiddu upp skuldir sínar og þurfa síðan að selja eða veðsetja eignir til að eiga fyrir sköttum. Áður en svona skattar voru lagðir niður í Svíþjóð voru sagðar sögur af netagerðarmönnum sem lentu í því að nýríkir bankamenn keyptu netaskúra við hliðina á þeim og spenntu upp skattstofninn. Hæfni netagerðarmanna til skattgreiðslu jókst ekki vegna ríku nágrannanna. Svipaðar sögur eru nú sagðar í Reykjavík um gamalgróin fyrirtæki sem horfast í augu við að opinberar aðilar hyggi á skattahækkanir vegna þess að verðmat nærliggjandi húsnæði hækkar, eða jafnvel að verið sé að skipta um reikniformúlur við verðmatið. Ef Bill Gates félli frá blasir við að það væri ekki skynsamlegt að þvinga erfingja til að selja mikið magn hlutabréfa til að eiga fyrir sköttum.Hvatning til stjórnarskrársmiða Hópur hugsjónafólks hefur undanfarin ár unnið við endurhönnun stjórnarskrárinnar. Hér er því gullið tækifæri að hnykkja á eignarréttinum í stjórnarskránni þannig að eignaskattar og aðrir slíkir þar sem skattstofninn er matsvirði eignar (erfðaskattur, fasteignaskattur o.fl.) séu fortakslaust bannaðir í stjórnarskrá. Ef skattstofn er matsvirði eignar er um eignaupptöku að ræða. Æskilegt er að fasteignaskattar framtíðarinnar verði þannig að íbúðarkaupendur þyrftu ekki að verða fyrir forsendubresti vegna þess að sveitarstjórn dettur skyndilega í hug að snarhækka skatt á eignir. Ef Íslendingar fara sænsku leiðina í þessu máli væri skynsamlegt að fara í áföngum, t.d. á 5-10 árum, að markinu. Verðhækkun eigna á ekki að vera grundvöllur aukinnar eyðslu, hvorki hjá einkaaðlinum, fyrirtækjum né hinu opinbera. Að minnsta kosti á að fara mjög gætilega á þeirri braut. Annars kann illa að fara þegar verðfallið kemur. Eyðslu á að fjármagna með tekjum. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun