Ef það virkar fyrir fisk virkar það fyrir ferðamenn Lars Christensen skrifar 30. nóvember 2016 09:00 Stóran hluta efnahagsbatans á Íslandi síðan 2008 má eigna gríðarlegri fjölgun ferðamanna til landsins. Í síðustu viku birti Isavia nýjustu spá sína um fjölda ferðamanna til landsins með flugi árið 2017. Isavia spáir því að hin mikla fjölgun ferðamanna haldi áfram á næsta ári. Undanfarin ár hefur komum ferðamanna til Íslands fjölgað um 30% á ári. Árið 2017 býst Isavia við að 5,7 milljónir ferðamanna komi til Íslands (í gegnum Keflavíkurflugvöll). Velgengni íslensku ferðaþjónustunnar hefur sannarlega verið góð frétt og það er vissulega mjög góð ástæða til að fagna henni. Hins vegar láta æ fleiri Íslendingar í ljós áhyggjur af hugsanlegum neikvæðum umhverfisáhrifum af þessari sprengingu í ferðamennsku. Ég er vissulega enginn sérfræðingur í umhverfismálum og ég hef mjög litla þekkingu á því hver sé umhverfislega sjálfbær fjöldi ferðamanna sem Ísland getur tekið við, en það er ljóst að það eru takmörk. Mörkin fara auðvitað eftir því um hvers konar ferðamennsku er að ræða og almennum innviðum á Íslandi, en það er ekki erfitt að færa rök fyrir því að það gæti haft (of) neikvæð áhrif á umhverfið ef ferðamenn flæða yfir allt Ísland. Þetta er auðvitað það sem hagfræðingar kalla úthrif. Yfirleitt hafa stjórnvöld reynt að fást við úthrif með tilskipunum og stjórnun. En hagfræðingar kjósa fremur að nota hvatningu til að takast á við úthrifavandamál. Einfaldasta leiðin er að skattleggja það sem veldur úthrifunum. Ef við vildum hemja fjölda ferðamanna til Íslands gætum við þannig einfaldlega skattlagt ferðamennsku. Ísland hefur að vissu leyti slíkan skatt nú þegar. Það er gistináttagjaldið. Ég held hins vegar að það sé til betri leið.Framseljanleg flugsætiMín tillaga er að líkja eftir best heppnaða og hagkvæmasta umhverfisverndarkerfi Íslands – framseljanlega fiskveiðikvótanum. Ég legg til að við tökum upp „framseljanleg flugsæti“, það er að segja að til dæmis einu sinni á ári verði tiltekinn fjöldi leyfa til að koma til Íslands með flugi boðinn upp. Fjöldi leyfa sem seldur er skal ákveðinn af sjálfstæðum hópi sérfræðinga á grunni mismunandi raunhæfra kennistærða eins og ástands innviða, loftmengunar, átroðnings á helstu ferðamannastöðum o.s.frv. Þetta myndi þýða að flugfélögin myndu bjóða í þann „sætakvóta“ sem þau þyrftu fyrir tiltekið tímabil. Verðið á kvótanum færi eftir framboði og eftirspurn. Þetta hefði ótvíræða kosti umfram „ferðamannaskatt“. Segjum, til dæmis, að hægja myndi á hinu hnattræna hagkerfi og „eftirspurnin“ eftir ferðum til Íslands minnkaði þá myndi verðið á sætakvótanum lækka. Auk þess myndi kvótakerfi tryggja að skilvirkustu flugfélögin og þeir ferðamenn sem hefðu mesta löngun til að koma til Íslands væru þeir sem borguðu. Það væri rökrétt að losa sig við gistináttagjaldið ef slíkt kerfi væri tekið upp. Ég hef áður lagt til að stofnaður yrði náttúruauðlindasjóður á Íslandi. Eðlilegt væri að setja tekjurnar af sölu ferðamannakvóta í þennan sjóð. Hugsanlega væri líka hægt að eyrnamerkja hluta af tekjunum fyrir fjárfestingar í innviðum. Ferðamennskan á Íslandi er gríðarlega mikilvæg fyrir íslenska hagkerfið en henni fylgja nokkur úthrif. Það er mjög mikilvægt að allar tilraunir til að stjórna fjölda ferðamanna séu framkvæmdar þannig að þær skemmi ekki ferðaþjónustuna og verndi um leið umhverfið á Íslandi. Framseljanlegir ferðamannakvótar munu tryggja að þessum viðskiptum sé stjórnað á sem skilvirkastan hátt öllum Íslendingum til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Lars Christensen Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Stóran hluta efnahagsbatans á Íslandi síðan 2008 má eigna gríðarlegri fjölgun ferðamanna til landsins. Í síðustu viku birti Isavia nýjustu spá sína um fjölda ferðamanna til landsins með flugi árið 2017. Isavia spáir því að hin mikla fjölgun ferðamanna haldi áfram á næsta ári. Undanfarin ár hefur komum ferðamanna til Íslands fjölgað um 30% á ári. Árið 2017 býst Isavia við að 5,7 milljónir ferðamanna komi til Íslands (í gegnum Keflavíkurflugvöll). Velgengni íslensku ferðaþjónustunnar hefur sannarlega verið góð frétt og það er vissulega mjög góð ástæða til að fagna henni. Hins vegar láta æ fleiri Íslendingar í ljós áhyggjur af hugsanlegum neikvæðum umhverfisáhrifum af þessari sprengingu í ferðamennsku. Ég er vissulega enginn sérfræðingur í umhverfismálum og ég hef mjög litla þekkingu á því hver sé umhverfislega sjálfbær fjöldi ferðamanna sem Ísland getur tekið við, en það er ljóst að það eru takmörk. Mörkin fara auðvitað eftir því um hvers konar ferðamennsku er að ræða og almennum innviðum á Íslandi, en það er ekki erfitt að færa rök fyrir því að það gæti haft (of) neikvæð áhrif á umhverfið ef ferðamenn flæða yfir allt Ísland. Þetta er auðvitað það sem hagfræðingar kalla úthrif. Yfirleitt hafa stjórnvöld reynt að fást við úthrif með tilskipunum og stjórnun. En hagfræðingar kjósa fremur að nota hvatningu til að takast á við úthrifavandamál. Einfaldasta leiðin er að skattleggja það sem veldur úthrifunum. Ef við vildum hemja fjölda ferðamanna til Íslands gætum við þannig einfaldlega skattlagt ferðamennsku. Ísland hefur að vissu leyti slíkan skatt nú þegar. Það er gistináttagjaldið. Ég held hins vegar að það sé til betri leið.Framseljanleg flugsætiMín tillaga er að líkja eftir best heppnaða og hagkvæmasta umhverfisverndarkerfi Íslands – framseljanlega fiskveiðikvótanum. Ég legg til að við tökum upp „framseljanleg flugsæti“, það er að segja að til dæmis einu sinni á ári verði tiltekinn fjöldi leyfa til að koma til Íslands með flugi boðinn upp. Fjöldi leyfa sem seldur er skal ákveðinn af sjálfstæðum hópi sérfræðinga á grunni mismunandi raunhæfra kennistærða eins og ástands innviða, loftmengunar, átroðnings á helstu ferðamannastöðum o.s.frv. Þetta myndi þýða að flugfélögin myndu bjóða í þann „sætakvóta“ sem þau þyrftu fyrir tiltekið tímabil. Verðið á kvótanum færi eftir framboði og eftirspurn. Þetta hefði ótvíræða kosti umfram „ferðamannaskatt“. Segjum, til dæmis, að hægja myndi á hinu hnattræna hagkerfi og „eftirspurnin“ eftir ferðum til Íslands minnkaði þá myndi verðið á sætakvótanum lækka. Auk þess myndi kvótakerfi tryggja að skilvirkustu flugfélögin og þeir ferðamenn sem hefðu mesta löngun til að koma til Íslands væru þeir sem borguðu. Það væri rökrétt að losa sig við gistináttagjaldið ef slíkt kerfi væri tekið upp. Ég hef áður lagt til að stofnaður yrði náttúruauðlindasjóður á Íslandi. Eðlilegt væri að setja tekjurnar af sölu ferðamannakvóta í þennan sjóð. Hugsanlega væri líka hægt að eyrnamerkja hluta af tekjunum fyrir fjárfestingar í innviðum. Ferðamennskan á Íslandi er gríðarlega mikilvæg fyrir íslenska hagkerfið en henni fylgja nokkur úthrif. Það er mjög mikilvægt að allar tilraunir til að stjórna fjölda ferðamanna séu framkvæmdar þannig að þær skemmi ekki ferðaþjónustuna og verndi um leið umhverfið á Íslandi. Framseljanlegir ferðamannakvótar munu tryggja að þessum viðskiptum sé stjórnað á sem skilvirkastan hátt öllum Íslendingum til hagsbóta.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun