Ef það virkar fyrir fisk virkar það fyrir ferðamenn Lars Christensen skrifar 30. nóvember 2016 09:00 Stóran hluta efnahagsbatans á Íslandi síðan 2008 má eigna gríðarlegri fjölgun ferðamanna til landsins. Í síðustu viku birti Isavia nýjustu spá sína um fjölda ferðamanna til landsins með flugi árið 2017. Isavia spáir því að hin mikla fjölgun ferðamanna haldi áfram á næsta ári. Undanfarin ár hefur komum ferðamanna til Íslands fjölgað um 30% á ári. Árið 2017 býst Isavia við að 5,7 milljónir ferðamanna komi til Íslands (í gegnum Keflavíkurflugvöll). Velgengni íslensku ferðaþjónustunnar hefur sannarlega verið góð frétt og það er vissulega mjög góð ástæða til að fagna henni. Hins vegar láta æ fleiri Íslendingar í ljós áhyggjur af hugsanlegum neikvæðum umhverfisáhrifum af þessari sprengingu í ferðamennsku. Ég er vissulega enginn sérfræðingur í umhverfismálum og ég hef mjög litla þekkingu á því hver sé umhverfislega sjálfbær fjöldi ferðamanna sem Ísland getur tekið við, en það er ljóst að það eru takmörk. Mörkin fara auðvitað eftir því um hvers konar ferðamennsku er að ræða og almennum innviðum á Íslandi, en það er ekki erfitt að færa rök fyrir því að það gæti haft (of) neikvæð áhrif á umhverfið ef ferðamenn flæða yfir allt Ísland. Þetta er auðvitað það sem hagfræðingar kalla úthrif. Yfirleitt hafa stjórnvöld reynt að fást við úthrif með tilskipunum og stjórnun. En hagfræðingar kjósa fremur að nota hvatningu til að takast á við úthrifavandamál. Einfaldasta leiðin er að skattleggja það sem veldur úthrifunum. Ef við vildum hemja fjölda ferðamanna til Íslands gætum við þannig einfaldlega skattlagt ferðamennsku. Ísland hefur að vissu leyti slíkan skatt nú þegar. Það er gistináttagjaldið. Ég held hins vegar að það sé til betri leið.Framseljanleg flugsætiMín tillaga er að líkja eftir best heppnaða og hagkvæmasta umhverfisverndarkerfi Íslands – framseljanlega fiskveiðikvótanum. Ég legg til að við tökum upp „framseljanleg flugsæti“, það er að segja að til dæmis einu sinni á ári verði tiltekinn fjöldi leyfa til að koma til Íslands með flugi boðinn upp. Fjöldi leyfa sem seldur er skal ákveðinn af sjálfstæðum hópi sérfræðinga á grunni mismunandi raunhæfra kennistærða eins og ástands innviða, loftmengunar, átroðnings á helstu ferðamannastöðum o.s.frv. Þetta myndi þýða að flugfélögin myndu bjóða í þann „sætakvóta“ sem þau þyrftu fyrir tiltekið tímabil. Verðið á kvótanum færi eftir framboði og eftirspurn. Þetta hefði ótvíræða kosti umfram „ferðamannaskatt“. Segjum, til dæmis, að hægja myndi á hinu hnattræna hagkerfi og „eftirspurnin“ eftir ferðum til Íslands minnkaði þá myndi verðið á sætakvótanum lækka. Auk þess myndi kvótakerfi tryggja að skilvirkustu flugfélögin og þeir ferðamenn sem hefðu mesta löngun til að koma til Íslands væru þeir sem borguðu. Það væri rökrétt að losa sig við gistináttagjaldið ef slíkt kerfi væri tekið upp. Ég hef áður lagt til að stofnaður yrði náttúruauðlindasjóður á Íslandi. Eðlilegt væri að setja tekjurnar af sölu ferðamannakvóta í þennan sjóð. Hugsanlega væri líka hægt að eyrnamerkja hluta af tekjunum fyrir fjárfestingar í innviðum. Ferðamennskan á Íslandi er gríðarlega mikilvæg fyrir íslenska hagkerfið en henni fylgja nokkur úthrif. Það er mjög mikilvægt að allar tilraunir til að stjórna fjölda ferðamanna séu framkvæmdar þannig að þær skemmi ekki ferðaþjónustuna og verndi um leið umhverfið á Íslandi. Framseljanlegir ferðamannakvótar munu tryggja að þessum viðskiptum sé stjórnað á sem skilvirkastan hátt öllum Íslendingum til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Lars Christensen Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Stóran hluta efnahagsbatans á Íslandi síðan 2008 má eigna gríðarlegri fjölgun ferðamanna til landsins. Í síðustu viku birti Isavia nýjustu spá sína um fjölda ferðamanna til landsins með flugi árið 2017. Isavia spáir því að hin mikla fjölgun ferðamanna haldi áfram á næsta ári. Undanfarin ár hefur komum ferðamanna til Íslands fjölgað um 30% á ári. Árið 2017 býst Isavia við að 5,7 milljónir ferðamanna komi til Íslands (í gegnum Keflavíkurflugvöll). Velgengni íslensku ferðaþjónustunnar hefur sannarlega verið góð frétt og það er vissulega mjög góð ástæða til að fagna henni. Hins vegar láta æ fleiri Íslendingar í ljós áhyggjur af hugsanlegum neikvæðum umhverfisáhrifum af þessari sprengingu í ferðamennsku. Ég er vissulega enginn sérfræðingur í umhverfismálum og ég hef mjög litla þekkingu á því hver sé umhverfislega sjálfbær fjöldi ferðamanna sem Ísland getur tekið við, en það er ljóst að það eru takmörk. Mörkin fara auðvitað eftir því um hvers konar ferðamennsku er að ræða og almennum innviðum á Íslandi, en það er ekki erfitt að færa rök fyrir því að það gæti haft (of) neikvæð áhrif á umhverfið ef ferðamenn flæða yfir allt Ísland. Þetta er auðvitað það sem hagfræðingar kalla úthrif. Yfirleitt hafa stjórnvöld reynt að fást við úthrif með tilskipunum og stjórnun. En hagfræðingar kjósa fremur að nota hvatningu til að takast á við úthrifavandamál. Einfaldasta leiðin er að skattleggja það sem veldur úthrifunum. Ef við vildum hemja fjölda ferðamanna til Íslands gætum við þannig einfaldlega skattlagt ferðamennsku. Ísland hefur að vissu leyti slíkan skatt nú þegar. Það er gistináttagjaldið. Ég held hins vegar að það sé til betri leið.Framseljanleg flugsætiMín tillaga er að líkja eftir best heppnaða og hagkvæmasta umhverfisverndarkerfi Íslands – framseljanlega fiskveiðikvótanum. Ég legg til að við tökum upp „framseljanleg flugsæti“, það er að segja að til dæmis einu sinni á ári verði tiltekinn fjöldi leyfa til að koma til Íslands með flugi boðinn upp. Fjöldi leyfa sem seldur er skal ákveðinn af sjálfstæðum hópi sérfræðinga á grunni mismunandi raunhæfra kennistærða eins og ástands innviða, loftmengunar, átroðnings á helstu ferðamannastöðum o.s.frv. Þetta myndi þýða að flugfélögin myndu bjóða í þann „sætakvóta“ sem þau þyrftu fyrir tiltekið tímabil. Verðið á kvótanum færi eftir framboði og eftirspurn. Þetta hefði ótvíræða kosti umfram „ferðamannaskatt“. Segjum, til dæmis, að hægja myndi á hinu hnattræna hagkerfi og „eftirspurnin“ eftir ferðum til Íslands minnkaði þá myndi verðið á sætakvótanum lækka. Auk þess myndi kvótakerfi tryggja að skilvirkustu flugfélögin og þeir ferðamenn sem hefðu mesta löngun til að koma til Íslands væru þeir sem borguðu. Það væri rökrétt að losa sig við gistináttagjaldið ef slíkt kerfi væri tekið upp. Ég hef áður lagt til að stofnaður yrði náttúruauðlindasjóður á Íslandi. Eðlilegt væri að setja tekjurnar af sölu ferðamannakvóta í þennan sjóð. Hugsanlega væri líka hægt að eyrnamerkja hluta af tekjunum fyrir fjárfestingar í innviðum. Ferðamennskan á Íslandi er gríðarlega mikilvæg fyrir íslenska hagkerfið en henni fylgja nokkur úthrif. Það er mjög mikilvægt að allar tilraunir til að stjórna fjölda ferðamanna séu framkvæmdar þannig að þær skemmi ekki ferðaþjónustuna og verndi um leið umhverfið á Íslandi. Framseljanlegir ferðamannakvótar munu tryggja að þessum viðskiptum sé stjórnað á sem skilvirkastan hátt öllum Íslendingum til hagsbóta.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar