Fyrstu metrar nýrrar ríkisstjórnar Katrín Olga Jóhannesdóttir skrifar 30. nóvember 2016 09:00 Samkvæmisleikurinn um samsetningu næstu ríkisstjórnar hefur verið í algleymingi síðastliðinn mánuð. Aðstæður í efnahagslífinu eru góðar og minna hefur verið rætt um þau verkefni sem bíða nýrra stjórnvalda. Þó eru blikur á lofti um mögulega ofþenslu og skarpan samdrátt í kjölfarið. Þótt ný ríkisstjórn sé ekki upphaf og endir alls getur hún haft mikil áhrif á útkomuna. Þar ber þrjú mál hæst: mótun efnahagsstefnu, stöðugleika á vinnumarkaði og forgangsröðun hjá hinu opinbera. Mótun efnahagsstefnu er efst á listanum. Skortur á slíkri stefnu hefur lengi verið íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum Þrándur í Götu. Samráðsvettvangur um aukna hagsæld var stofnaður til að bæta úr þessu. Þar ræðir breiður hópur fólks tillögur um leiðir til að bæta lífskjör Íslendinga með langtímahugsun og heildarhagsmuni að leiðarljósi. Arfleifð nýrrar ríkisstjórnar veltur að miklum hluta á því hve vel tekst að halda áfram með vinnu af þessum toga. Næst ber að nefna vinnumarkaðinn. Laun hafa hækkað hratt síðustu misseri á meðan framleiðni hefur staðið í stað. Þetta skapar hættu á sársaukafullri aðlögun með gengislækkun. Þá hringrás þekkja Íslendingar orðið alltof vel. Aðilar vinnumarkaðarins hafa lagt í umsvifamikla vinnu við að koma okkur út úr þessum vítahring með nýju fyrirkomulagi kjarasamningagerðar. Sú vinna er nú í uppnámi af tveimur ástæðum: lífeyrisréttindi hafa ekki enn verið jöfnuð og nýlegar ákvarðanir kjararáðs eru á skjön við ramma samkomulagsins. Ný ríkisstjórn þarf að bregðast hratt við til að koma í veg fyrir að illa fari. Þriðja verkefnið er forgangsröðun hjá hinu opinbera. Stóraukin útgjöld voru meginstefið í loforðum margra stjórnmálaflokka í nýafstöðnum kosningum. Verði staðið við þau mun ný ríkisstjórn ýta undir ofþenslu á versta mögulega tíma. Öflug heilbrigðisþjónusta, bætt fjármögnun háskólakerfisins og markviss uppbygging innviða eru verkefni sem eiga að njóta forgangs á næstu árum. Á móti þarf ný ríkisstjórn hins vegar að draga úr öðrum útgjöldum með þrennum hætti: lækka vaxtagreiðslur með sölu opinberra fyrirtækja, draga úr verkefnum sem snúa að samfélagsmótun og nýta fyrirliggjandi tækifæri til að auka hagkvæmni í opinberum rekstri. Spennandi verður að sjá hvernig ný ríkisstjórn verður samsett. Mikilvægara er þó að hún sameinist um góð verkefni. Það er von mín að þessi mál verði þar ofarlega á blaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Olga Jóhannesdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Samkvæmisleikurinn um samsetningu næstu ríkisstjórnar hefur verið í algleymingi síðastliðinn mánuð. Aðstæður í efnahagslífinu eru góðar og minna hefur verið rætt um þau verkefni sem bíða nýrra stjórnvalda. Þó eru blikur á lofti um mögulega ofþenslu og skarpan samdrátt í kjölfarið. Þótt ný ríkisstjórn sé ekki upphaf og endir alls getur hún haft mikil áhrif á útkomuna. Þar ber þrjú mál hæst: mótun efnahagsstefnu, stöðugleika á vinnumarkaði og forgangsröðun hjá hinu opinbera. Mótun efnahagsstefnu er efst á listanum. Skortur á slíkri stefnu hefur lengi verið íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum Þrándur í Götu. Samráðsvettvangur um aukna hagsæld var stofnaður til að bæta úr þessu. Þar ræðir breiður hópur fólks tillögur um leiðir til að bæta lífskjör Íslendinga með langtímahugsun og heildarhagsmuni að leiðarljósi. Arfleifð nýrrar ríkisstjórnar veltur að miklum hluta á því hve vel tekst að halda áfram með vinnu af þessum toga. Næst ber að nefna vinnumarkaðinn. Laun hafa hækkað hratt síðustu misseri á meðan framleiðni hefur staðið í stað. Þetta skapar hættu á sársaukafullri aðlögun með gengislækkun. Þá hringrás þekkja Íslendingar orðið alltof vel. Aðilar vinnumarkaðarins hafa lagt í umsvifamikla vinnu við að koma okkur út úr þessum vítahring með nýju fyrirkomulagi kjarasamningagerðar. Sú vinna er nú í uppnámi af tveimur ástæðum: lífeyrisréttindi hafa ekki enn verið jöfnuð og nýlegar ákvarðanir kjararáðs eru á skjön við ramma samkomulagsins. Ný ríkisstjórn þarf að bregðast hratt við til að koma í veg fyrir að illa fari. Þriðja verkefnið er forgangsröðun hjá hinu opinbera. Stóraukin útgjöld voru meginstefið í loforðum margra stjórnmálaflokka í nýafstöðnum kosningum. Verði staðið við þau mun ný ríkisstjórn ýta undir ofþenslu á versta mögulega tíma. Öflug heilbrigðisþjónusta, bætt fjármögnun háskólakerfisins og markviss uppbygging innviða eru verkefni sem eiga að njóta forgangs á næstu árum. Á móti þarf ný ríkisstjórn hins vegar að draga úr öðrum útgjöldum með þrennum hætti: lækka vaxtagreiðslur með sölu opinberra fyrirtækja, draga úr verkefnum sem snúa að samfélagsmótun og nýta fyrirliggjandi tækifæri til að auka hagkvæmni í opinberum rekstri. Spennandi verður að sjá hvernig ný ríkisstjórn verður samsett. Mikilvægara er þó að hún sameinist um góð verkefni. Það er von mín að þessi mál verði þar ofarlega á blaði.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun