Pólitíski pókerinn Ívar Halldórsson skrifar 22. nóvember 2016 10:54 Það var vilji þjóðarinnar að ganga fyrr að kjörkössunum. Skjótt var brugðist við og blásið til kosninga fyrr en ella. Loks þegar vilji þjóðarinnar kom upp úr kjörkössunum virtist vilji þjóðarinnar litlu máli skipta. Það hentaði ekki ákveðnum flokkum að starfa með meirihlutaflokknum sem hlaut þó um þriðjung atkvæða. Á þeim forsendum var rödd þjóðarinnar í raun þögguð niður og með pólitísku handafli hafa nú þingmenn sveiflað stöðunni frá hægri til vinstri. Ég velti fyrir mér af hverju Íslendingar voru látnir ganga til kosninga um daginn. Af hverju voru ekki bara formennirnir látnir berjast um stjórnartaumana án aðkomu okkar hinna. Af hverju að kosta til milljónum í fokdýra kosningaumgjörð þegar niðurstaðan skiptir á endanum litlu máli? Þegar niðurstöður kannanna voru bornar saman við úrslit kosninganna kom í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn var með meira fylgi en búið var að spá fyrir og Píratarnir með minna. Samfylkingin fékk lítinn sem engan stuðning landsmanna þegar niðurstöður leiddu í ljós að flokkurinn náði bara einum þingmanni inn. Engu að síður lítur út fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn viki fyrir flokkum sem fengu minna eða áberandi lítið fylgi. Endanleg stjórn mun ekki endurspegla þann lýðræðislega vilja þjóðarinnar sem kom greinilega í ljós við lok talningar á atkvæðum landsmanna. Og einhverra hluta vegna virðast stjórnmálaflokkar ekki þurfa að beygja sig undir ósk meirihlutans þegar öllu er á botninn hvolft. Þeir geta að eigin geðþótta sameinast um að starfa ekki með meirihlutaflokki í tráss við vilja þjóðar. Ekki geta þó vinstri sinnaðir landsmenn neitað að beygja sig undir kjörna stjórn hægri manna, né hægri sinnaðir landsmenn undir kjörna vinstri stjórn. Vilji þjóðarinnar er í baksýnisspeglinum í dag og nú hafa valdafúsir þingmenn spilað sinn pólitíska póker á bak við tjöldin, og eflaust ýmislegt lagt undir til að ná fram flokkssigrum. Ég heyri á mörgum Íslendingum í dag að þeim finnst þeir hafa verið hafðir að fíflum í nýlega afstöðnum kosningum. Ég er nokkuð viss um að þetta pólitíska leikrit hafi ekki haft jákvæð áhrif á kjörsókn til framtíðar. Það er heldur fátt eins pirrandi og þegar einhver spyr um álit manns í einhvers konar yfirborðs einlægni, en svo kemur á daginn að viðkomandi var alveg sama um hvað þér fannst eftir allt saman. Þér átti bara að líða vel með að hafa verið spurður....og áttir svo ekki að skipta þér meira af. Láta heldur þá sem eiga að vita betur taka stóru ákvarðanirnar. Mér finnst umboð forseta til stjórnarmyndunar ekki hljóta næga virðingu í dag. Sér í lagi ekki þegar það er notað sem leyfi til að hlusta ekki á þjóðina. Mér er misboðið fyrir hönd allra þeirra sem fóru út í vonda veðrið til að greiða sitt atkvæði og hafa áttað sig á þeir hefðu líklega alveg eins getað skilað inn auðum seðli. Nú er hætt við að þegar þingmenn segja að þeir vilji hlusta á vilja þjóðarinnar, að fólk fái óbragð í munninn og fyllist efasemdum. Peningum og tíma var eytt í það sem nú virðist, þegar uppi er staðið, hafa verið einhvers konar sýndarkosning sem allir eiga að vera sáttir við - og þjóðin einhvers konar fyrirstaða og lýðræðisleg truflun. Ég hélt ekki að svona "Jókerar" væru leyfilegir í þessum einkennilega pólitíska póker sem þingmenn spila hérlendis. Hvernig væri bara að sleppa milliliðnum í næstu kosningum - okkur kjósendunum, sem virðumst standa í vegi fyrir einbeittum vilja stjórnarflokkanna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Það var vilji þjóðarinnar að ganga fyrr að kjörkössunum. Skjótt var brugðist við og blásið til kosninga fyrr en ella. Loks þegar vilji þjóðarinnar kom upp úr kjörkössunum virtist vilji þjóðarinnar litlu máli skipta. Það hentaði ekki ákveðnum flokkum að starfa með meirihlutaflokknum sem hlaut þó um þriðjung atkvæða. Á þeim forsendum var rödd þjóðarinnar í raun þögguð niður og með pólitísku handafli hafa nú þingmenn sveiflað stöðunni frá hægri til vinstri. Ég velti fyrir mér af hverju Íslendingar voru látnir ganga til kosninga um daginn. Af hverju voru ekki bara formennirnir látnir berjast um stjórnartaumana án aðkomu okkar hinna. Af hverju að kosta til milljónum í fokdýra kosningaumgjörð þegar niðurstaðan skiptir á endanum litlu máli? Þegar niðurstöður kannanna voru bornar saman við úrslit kosninganna kom í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn var með meira fylgi en búið var að spá fyrir og Píratarnir með minna. Samfylkingin fékk lítinn sem engan stuðning landsmanna þegar niðurstöður leiddu í ljós að flokkurinn náði bara einum þingmanni inn. Engu að síður lítur út fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn viki fyrir flokkum sem fengu minna eða áberandi lítið fylgi. Endanleg stjórn mun ekki endurspegla þann lýðræðislega vilja þjóðarinnar sem kom greinilega í ljós við lok talningar á atkvæðum landsmanna. Og einhverra hluta vegna virðast stjórnmálaflokkar ekki þurfa að beygja sig undir ósk meirihlutans þegar öllu er á botninn hvolft. Þeir geta að eigin geðþótta sameinast um að starfa ekki með meirihlutaflokki í tráss við vilja þjóðar. Ekki geta þó vinstri sinnaðir landsmenn neitað að beygja sig undir kjörna stjórn hægri manna, né hægri sinnaðir landsmenn undir kjörna vinstri stjórn. Vilji þjóðarinnar er í baksýnisspeglinum í dag og nú hafa valdafúsir þingmenn spilað sinn pólitíska póker á bak við tjöldin, og eflaust ýmislegt lagt undir til að ná fram flokkssigrum. Ég heyri á mörgum Íslendingum í dag að þeim finnst þeir hafa verið hafðir að fíflum í nýlega afstöðnum kosningum. Ég er nokkuð viss um að þetta pólitíska leikrit hafi ekki haft jákvæð áhrif á kjörsókn til framtíðar. Það er heldur fátt eins pirrandi og þegar einhver spyr um álit manns í einhvers konar yfirborðs einlægni, en svo kemur á daginn að viðkomandi var alveg sama um hvað þér fannst eftir allt saman. Þér átti bara að líða vel með að hafa verið spurður....og áttir svo ekki að skipta þér meira af. Láta heldur þá sem eiga að vita betur taka stóru ákvarðanirnar. Mér finnst umboð forseta til stjórnarmyndunar ekki hljóta næga virðingu í dag. Sér í lagi ekki þegar það er notað sem leyfi til að hlusta ekki á þjóðina. Mér er misboðið fyrir hönd allra þeirra sem fóru út í vonda veðrið til að greiða sitt atkvæði og hafa áttað sig á þeir hefðu líklega alveg eins getað skilað inn auðum seðli. Nú er hætt við að þegar þingmenn segja að þeir vilji hlusta á vilja þjóðarinnar, að fólk fái óbragð í munninn og fyllist efasemdum. Peningum og tíma var eytt í það sem nú virðist, þegar uppi er staðið, hafa verið einhvers konar sýndarkosning sem allir eiga að vera sáttir við - og þjóðin einhvers konar fyrirstaða og lýðræðisleg truflun. Ég hélt ekki að svona "Jókerar" væru leyfilegir í þessum einkennilega pólitíska póker sem þingmenn spila hérlendis. Hvernig væri bara að sleppa milliliðnum í næstu kosningum - okkur kjósendunum, sem virðumst standa í vegi fyrir einbeittum vilja stjórnarflokkanna?
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun