Gamla eða nýja Ísland Þröstur Ólafsson skrifar 10. nóvember 2016 07:00 Viðræður um myndun næstu ríkisstjórnar eru hafnar. Það mun verða ljóst af málefnasamningnum, hvort komandi ríkisstjórn endurspeglar væntingar um nýtt Ísland eða hvort verður um að ræða áframhald þess gamla. Allt frá hruni og fram að umliðnum kosningum hefur þjóðin verið innbyrðis klofin. Til að sætta þjóðina og brúa gjána milli þjóðarinnar og, að hennar mati, rangsnúins samfélagskerfis, þarf umbætur. Gömlu kerfisflokkarnir náðu ekki meirihluta. Þeir munu því ólíklega geta haldið ótrauðir áfram með gömlu uppskriftina. Misvægi atkvæða er þeim í hag. Sterk kosningastaða þeirra er m.a. misvæginu að þakka. Hver afstaða VG verður í þessum málum, verði þeim kippt um borð, er óljóst. Af ummælum sumra alþingismanna flokksins fyrir kosningar var ljóst að þar fóru einarðir stuðningsmenn búvörusamningsins. Fyrrverandi formaður VG hefur einnig haft lítinn áhuga á jöfnun atkvæðisréttar. Málefnasamningurinn Með nýjum málefnasamningi koma skýr skilaboð. Það eru fáein mikilvæg mál sem tekið verður eftir hvernig ákveðin verða. Allt eru það mál sem við höfum deilt um lengi en verða þjóðinni að fótakefli meðan ekki nást þær málamiðlanir, sem gera þjóðina sátta að kalla. Jöfnun atkvæðavægis: Jafna verður vægi atkvæða milli kjördæma. Misvægi atkvæða eftir búsetu er mikið óréttlæti. Flestar vestrænar lýðræðisþjóðir hafa leyst það fyrir öld eða fjölmörgum áratugum síðan. Við búum við almennan en þó ekki jafnan kosningarrétt. Það er hneisa. Alþingi endurspeglar ekki þjóðina sem heild og lögin sem þaðan koma ekki heldur. Alþingi Íslendinga er því ekki þjóðþing í þess göfugustu merkingu. Þótt ekkert annað yrði gert í stjórnarskrármálinu en þetta, væri það góður áfangi. Auðlindagjald: Finna þarf sátt um greiðslu fyrir einkaafnot af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Mest brennur á sanngjörnum greiðslum fyrir afnot af sjávarauðlindinni, sem eru í einhverju eðlilegu samræmi við gjöfulleika hennar. Alþingi samþykkti metnaðarfull lög um verndun og stjórnun fiskveiða, sem gert hefur nýtingu auðlindarinnar mun arðbærari en áður. Það eru einkum þessi lög sem eru grundvöllur hins mikla arðs sem fiskimiðin gefa. Sanngjarnt afgjald er ein af forsendum þess að geta endurreist heilbrigðiskerfi þjóðarinnar. Búvörusamningurinn: Fátt vegur þyngra í buddu almennings en matvöruverð. Verðlagning, framleiðsla og innflutningur matvöru skiptir afkomu almennings mestu máli. Lág laun má gera þolanlegri með lækkun framfærslukostnaðar. Núverandi landbúnaðarkerfi sóar miklum verðmætum, ekki hvað síst í mikilli offramleiðslu á lambakjöti; Kerfið er rándýrt. Það er ekki umhverfisvænt og heldur fjölda bænda við hokur. Finna þarf leið til að endurskoða búvörulögin þannig að við fáum heilbrigðan og sæmilega arðbæran landbúnað. Það yrði mikilvægt skref inn í væntanlegar kjaraviðræður. Heilbrigðismál: Endurreisn heilbrigðiskerfisins og bygging nýs Landspítala verður að vera forgangsverkefni. Búið er að eyða allt of löngum tíma í deilur um staðsetningu hans, deilur sem litlu máli skipta og eru afar ófrjóar. Þær skila ekki niðurstöðum, því þær byggjast á persónulegum skoðunum. Þær þjóna deilugirni okkar meir en efninu sjálfu. Búið er að eyða löngum og dýrmætum tíma í undirbúning sem þyrfti að hefja að nýju verði ný staðsetning ákveðin. Það mun örugglega seinka verkefninu um árabil. Þjóðin vill og þarf nýjan spítala, sem fyrst. Fjármálakerfið: Mig rekur ekki minni til þess að nokkuð bitastætt hafi komið fram í kosningabaráttunni um framtíðarskipan fjármálakerfisins eftir að gjaldeyrishöftin hafa verið afnumin. Hér er þó á ferð feikna mikilvægt mál. Þrír stórir bankar sem, vegna smæðar íslenska hagkerfisins, verða að leita verkefna erlendis, gætu á ný vaxið hagkerfi okkar yfir höfuð eins og gerðist fyrir hrun. Þetta þarf að koma í veg fyrir. Í þessu samhengi er einkavæðing ekki gilt úrræði. Það myndi frekar ausa olíu á eldinn. Parísarsáttmálinn og umhverfismál: Ekki var gamla ríkisstjórnin afkastamikil þegar að umhverfismálum kom. Lítið liggur fyrir um hvernig við ætlum að standa við skuldbindingar okkar í loftslagsmálum. Verndun sjávarins, vatnsfalla, votlendis og gróðurs verður að taka alvarlega og leggja fram sannfærandi aðgerðaáætlun um úrbætur. Þetta gæti orðið upphaf nýs samfélagssáttmála, sem síðan yrði fyllt frekar út í. Hér vantar t.d bæði skóla- og fræðslumál sem og Evrópumál. Aðalatriðið er að hefjast handa. Nú gæti verið tækifærið. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Sjá meira
Viðræður um myndun næstu ríkisstjórnar eru hafnar. Það mun verða ljóst af málefnasamningnum, hvort komandi ríkisstjórn endurspeglar væntingar um nýtt Ísland eða hvort verður um að ræða áframhald þess gamla. Allt frá hruni og fram að umliðnum kosningum hefur þjóðin verið innbyrðis klofin. Til að sætta þjóðina og brúa gjána milli þjóðarinnar og, að hennar mati, rangsnúins samfélagskerfis, þarf umbætur. Gömlu kerfisflokkarnir náðu ekki meirihluta. Þeir munu því ólíklega geta haldið ótrauðir áfram með gömlu uppskriftina. Misvægi atkvæða er þeim í hag. Sterk kosningastaða þeirra er m.a. misvæginu að þakka. Hver afstaða VG verður í þessum málum, verði þeim kippt um borð, er óljóst. Af ummælum sumra alþingismanna flokksins fyrir kosningar var ljóst að þar fóru einarðir stuðningsmenn búvörusamningsins. Fyrrverandi formaður VG hefur einnig haft lítinn áhuga á jöfnun atkvæðisréttar. Málefnasamningurinn Með nýjum málefnasamningi koma skýr skilaboð. Það eru fáein mikilvæg mál sem tekið verður eftir hvernig ákveðin verða. Allt eru það mál sem við höfum deilt um lengi en verða þjóðinni að fótakefli meðan ekki nást þær málamiðlanir, sem gera þjóðina sátta að kalla. Jöfnun atkvæðavægis: Jafna verður vægi atkvæða milli kjördæma. Misvægi atkvæða eftir búsetu er mikið óréttlæti. Flestar vestrænar lýðræðisþjóðir hafa leyst það fyrir öld eða fjölmörgum áratugum síðan. Við búum við almennan en þó ekki jafnan kosningarrétt. Það er hneisa. Alþingi endurspeglar ekki þjóðina sem heild og lögin sem þaðan koma ekki heldur. Alþingi Íslendinga er því ekki þjóðþing í þess göfugustu merkingu. Þótt ekkert annað yrði gert í stjórnarskrármálinu en þetta, væri það góður áfangi. Auðlindagjald: Finna þarf sátt um greiðslu fyrir einkaafnot af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Mest brennur á sanngjörnum greiðslum fyrir afnot af sjávarauðlindinni, sem eru í einhverju eðlilegu samræmi við gjöfulleika hennar. Alþingi samþykkti metnaðarfull lög um verndun og stjórnun fiskveiða, sem gert hefur nýtingu auðlindarinnar mun arðbærari en áður. Það eru einkum þessi lög sem eru grundvöllur hins mikla arðs sem fiskimiðin gefa. Sanngjarnt afgjald er ein af forsendum þess að geta endurreist heilbrigðiskerfi þjóðarinnar. Búvörusamningurinn: Fátt vegur þyngra í buddu almennings en matvöruverð. Verðlagning, framleiðsla og innflutningur matvöru skiptir afkomu almennings mestu máli. Lág laun má gera þolanlegri með lækkun framfærslukostnaðar. Núverandi landbúnaðarkerfi sóar miklum verðmætum, ekki hvað síst í mikilli offramleiðslu á lambakjöti; Kerfið er rándýrt. Það er ekki umhverfisvænt og heldur fjölda bænda við hokur. Finna þarf leið til að endurskoða búvörulögin þannig að við fáum heilbrigðan og sæmilega arðbæran landbúnað. Það yrði mikilvægt skref inn í væntanlegar kjaraviðræður. Heilbrigðismál: Endurreisn heilbrigðiskerfisins og bygging nýs Landspítala verður að vera forgangsverkefni. Búið er að eyða allt of löngum tíma í deilur um staðsetningu hans, deilur sem litlu máli skipta og eru afar ófrjóar. Þær skila ekki niðurstöðum, því þær byggjast á persónulegum skoðunum. Þær þjóna deilugirni okkar meir en efninu sjálfu. Búið er að eyða löngum og dýrmætum tíma í undirbúning sem þyrfti að hefja að nýju verði ný staðsetning ákveðin. Það mun örugglega seinka verkefninu um árabil. Þjóðin vill og þarf nýjan spítala, sem fyrst. Fjármálakerfið: Mig rekur ekki minni til þess að nokkuð bitastætt hafi komið fram í kosningabaráttunni um framtíðarskipan fjármálakerfisins eftir að gjaldeyrishöftin hafa verið afnumin. Hér er þó á ferð feikna mikilvægt mál. Þrír stórir bankar sem, vegna smæðar íslenska hagkerfisins, verða að leita verkefna erlendis, gætu á ný vaxið hagkerfi okkar yfir höfuð eins og gerðist fyrir hrun. Þetta þarf að koma í veg fyrir. Í þessu samhengi er einkavæðing ekki gilt úrræði. Það myndi frekar ausa olíu á eldinn. Parísarsáttmálinn og umhverfismál: Ekki var gamla ríkisstjórnin afkastamikil þegar að umhverfismálum kom. Lítið liggur fyrir um hvernig við ætlum að standa við skuldbindingar okkar í loftslagsmálum. Verndun sjávarins, vatnsfalla, votlendis og gróðurs verður að taka alvarlega og leggja fram sannfærandi aðgerðaáætlun um úrbætur. Þetta gæti orðið upphaf nýs samfélagssáttmála, sem síðan yrði fyllt frekar út í. Hér vantar t.d bæði skóla- og fræðslumál sem og Evrópumál. Aðalatriðið er að hefjast handa. Nú gæti verið tækifærið. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun