Körfubolti

Hörður Axel í byrjunarliðinu en fékk fáar mínútur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hörður Axel Vilhjálmsson
Hörður Axel Vilhjálmsson vísir/valli
Íslenski landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson var í byrjunarliði Hubo Limburg United í sextán stiga tapi á heimavelli á móti Belfius Mons-Hainaut, 57-73, í belgísku úrvalsdeildinni í körfubolta.

Hörður Axel spilaði þó bara þrettán mínútur í leiknum þrátt fyrir að byrja báða hálfleiki en hann var með tvö stig, tvö fráköst og eina stoðsendingu.

Hörður Axel hitti úr 1 af 3 skotum sínum og fékk 4 villur. Hann fór snemma útaf eftir að hafa fengið tvær villur í upphafi leiks.  

Það gekk ekki vel þegar Hörður Axel var inná vellinum en liðið tapaði þeim tíma með sextán stigum. Hann var næstneðstur í plús og mínus þrátt fyirr lítinn spilatíma.

Hubo Limburg United liðið hefur tapað sjö af fyrstu átta leikjum sínum í deildinni og er meðal neðstu liða.

Hörður Axel Vilhjálmsson yfirgaf Keflavíkurliðið þegar hann fékk samning hjá þessu belgíska liði en hlutirnir hafa ekki verið að ganga upp hjá honum á nýjum stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×