Allt í plasti Líf Magneudóttir skrifar 15. nóvember 2016 07:00 Við búum í neyslusamfélagi þar sem við erum að drukkna í drasli. Margir hlutir eru auðvitað nauðsynlegir en alls ekki allir. Og við þurfum alveg örugglega ekki allar þessar einnota plastumbúðir – jafnvel plastumbúðir í plastumbúðum! Yfirgengileg neysla okkar hefur nefnilega slæm áhrif á lífríkið og umhverfi okkar. Allt sem við látum frá okkur út í náttúruna skilar sér aftur til okkar, með góðu eða illu, því við lifum á afurðum hennar. Offramleiðsla á hlutum og vörum – svo ekki sé minnst á einnota umbúðir sem umlykja alla skapaða hluti – er mikill meinvaldur og það er löngu orðið tímabært að grípa til aðgerða. Borgir mega ekki láta sitt eftir liggja í þessum slag. Reykjavíkurborg leggur áherslu á að fólk geti flokkað sorp sem mest á heimilum sínum. En borgin viðheldur líka óþarfa neyslu sem risastór innkaupaaðili. Þarna þarf borgin að vera til fyrirmyndar og leiðandi í að hætta að kaupa óþarfa eins og t.d. einnota umbúðir og einnota plast. Margt er gert nú þegar til að innleiða vistvæn innkaup á starfsstöðvum borgarinnar og fyrir lok ársins eiga þær allar að vera búnar að tileikna sér Græn skref. Í þeim felst m.a. að allir starfsmenn noti margnota poka í innkaupum og að ekki verði keyptar vörur sem innihalda plastagnir ásamt ótal mörgu öðru sem stuðlar að umhverfisvernd. Það má hins vegar alltaf gera betur. Og best gengur þegar við tökum höndum saman. Við, íbúar Reykjavíkur, getum líka breytt neysluvenjum okkar. Við getum gert betur í að flokka sorp og minnka sótspor okkar. Til stendur að samþykkja tillögu í borgarstjórn í dag sem miðar að því að hefja aðgerðir gegn einnota umbúðum. Við ætlum að auka fræðslu í samstarfi við grasrótarfélög, kaupmenn og íbúa. Ég vona að á komandi misserum takist Reykjavík að verða umhverfisvænasta borg í heimi. Við höfum öll tækifæri til þess og getum það! Losum okkur við einnota plast og aðrar umbúðir og gerum enn betur í endurnýtingu og endurvinnslu. Við skulum setja markið hátt og bjarga okkur frá því að drukkna í einnota umbúðum neysluhyggjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við búum í neyslusamfélagi þar sem við erum að drukkna í drasli. Margir hlutir eru auðvitað nauðsynlegir en alls ekki allir. Og við þurfum alveg örugglega ekki allar þessar einnota plastumbúðir – jafnvel plastumbúðir í plastumbúðum! Yfirgengileg neysla okkar hefur nefnilega slæm áhrif á lífríkið og umhverfi okkar. Allt sem við látum frá okkur út í náttúruna skilar sér aftur til okkar, með góðu eða illu, því við lifum á afurðum hennar. Offramleiðsla á hlutum og vörum – svo ekki sé minnst á einnota umbúðir sem umlykja alla skapaða hluti – er mikill meinvaldur og það er löngu orðið tímabært að grípa til aðgerða. Borgir mega ekki láta sitt eftir liggja í þessum slag. Reykjavíkurborg leggur áherslu á að fólk geti flokkað sorp sem mest á heimilum sínum. En borgin viðheldur líka óþarfa neyslu sem risastór innkaupaaðili. Þarna þarf borgin að vera til fyrirmyndar og leiðandi í að hætta að kaupa óþarfa eins og t.d. einnota umbúðir og einnota plast. Margt er gert nú þegar til að innleiða vistvæn innkaup á starfsstöðvum borgarinnar og fyrir lok ársins eiga þær allar að vera búnar að tileikna sér Græn skref. Í þeim felst m.a. að allir starfsmenn noti margnota poka í innkaupum og að ekki verði keyptar vörur sem innihalda plastagnir ásamt ótal mörgu öðru sem stuðlar að umhverfisvernd. Það má hins vegar alltaf gera betur. Og best gengur þegar við tökum höndum saman. Við, íbúar Reykjavíkur, getum líka breytt neysluvenjum okkar. Við getum gert betur í að flokka sorp og minnka sótspor okkar. Til stendur að samþykkja tillögu í borgarstjórn í dag sem miðar að því að hefja aðgerðir gegn einnota umbúðum. Við ætlum að auka fræðslu í samstarfi við grasrótarfélög, kaupmenn og íbúa. Ég vona að á komandi misserum takist Reykjavík að verða umhverfisvænasta borg í heimi. Við höfum öll tækifæri til þess og getum það! Losum okkur við einnota plast og aðrar umbúðir og gerum enn betur í endurnýtingu og endurvinnslu. Við skulum setja markið hátt og bjarga okkur frá því að drukkna í einnota umbúðum neysluhyggjunnar.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar