Tré er ekki bara tré Pétur Halldórsson skrifar 17. nóvember 2016 07:00 Margt hefur verið sagt um þær endurbætur sem nú eru gerðar á Sundlaug Akureyrar og kosta 300 milljónir. Hér skal ekki rætt um skynsemi fjárútláta, hvort frekar ætti að betrumbæta í Hlíðarfjalli, í skólunum, félagsþjónustunni eða lagfæra bágborið ástand gatna og gangstétta. Hér skal rætt um tré. Fyrir sextíu árum voru gróðursett tré við Þingvallastræti. Þau skyldu fegra sundlaugarsvæðið og veita því skjól. Gróðursett var lerki, greni og fleiri tegundir. Vafalaust áttu þessi tré misjafna daga því þau voru sum nokkuð frjálslega vaxin, einkum lerkitrén. Kannski voru þau ekki af þeim uppruna að best hæfði Íslandi. Það skiptir þó ekki máli. Í þéttbýli er ekki mest um vert að tré séu bein. Þau eru jafnvel elskulegri sem hafa frjálslegar línur eins og lerkitrén stóru sem stóðu við Sundlaugina. Nýlega var mér sagt að nú hefðu öll þessi tré verið felld. Yfir mig þyrmdi. Er þröngsýnin og fáfræðin allsráðandi? Trén sem stóðu við heitu pottana og rennibrautirnar skýldu sundlaugargestum fyrir norðanáttinni en þau gerðu miklu fleira. Eitt stórt barrtré hefur gríðarmikið flatarmál ef allt er lagt saman. Þess vegna getur tréð safnað á sig mjög miklu ryki. Trén hreinsa loftið og ekki veitir af á Akureyri þar sem allt of margir aka bílum með negldum hjólbörðum sem er óþarfi. Þegar rignir skolast rykið af trjánum og rennur út í sjó. Trén bæta fyrir syndir mannanna. Heiminn vantar fleiri tré. Íslendingar hafa enn ekki lært þá list að hanna mannvirki kringum tré. Hönnuðir vilja byrja með autt blað. Burt með trén. Við þurfum að geta teiknað að vild. Sjálfur hefði ég valið minni rennibraut ef það hefði verið leiðin til að bjarga trjánum og njóta áfram umhverfisþjónustu þeirra. Nei, sundlaugarsvæðið skal verða steinsteypuauðn þar sem norðanáttin nístir bera kroppa og ryk svífur yfir vötnum.Fjárhagslegur ábati af trjámÍ New York kunna menn að meta umhverfisþjónustu trjánna. Þar hefur borgin sett upp vefsjá svo allir megi skoða hvert einasta götutré í borginni. Ef smellt er á eitthvert tré kemur upp gluggi. Þar sést hversu mikið regnvatn tréð temprar á hverju ári. Líka hversu mikla orku það sparar, hversu mikla mengun það hreinsar úr andrúmsloftinu og hversu miklu minni koltvísýringur losnar út í andrúmsloftið í borginni vegna tilvistar þessa eina trés. Allir þessir þættir eru metnir til fjár. Samanlagður fjárhagslegur ábati samfélagsins af þessari þjónustu eins trés nemur gjarnan mörg hundruð dollurum á ári. Vefsjáin heitir New York City Tree Map. Og gúgglið nú! Við Sundlaugina á Akureyri stóðu mörg stór tré sem þjónuðu bæjarbúum og gestum þeirra vel og dyggilega í rúma hálfa öld. Þjónustu þeirra mætti meta á margar milljónir króna. Í hugsunarleysi og heimsku voru þessi tré felld og erfitt að sjá að það sem í staðinn kemur sé dýrmætara. Á Akureyri virðist ekki vera trjáræktarstefna sem að gagni kemur. Á Akureyri virðist fólk ekki vilja sjá gömul tré. Stór, falleg og nytsöm tré eru felld um allan bæ á hverju ári. Íslendingar virðast haldnir eyðimerkureðli. Að minnsta kosti er hér til fólk – lítilla sanda og lítilla sæva – sem tekur rangar ákvarðanir afkomendum sínum til ógagns. Verndum trén!Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Halldórsson Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Margt hefur verið sagt um þær endurbætur sem nú eru gerðar á Sundlaug Akureyrar og kosta 300 milljónir. Hér skal ekki rætt um skynsemi fjárútláta, hvort frekar ætti að betrumbæta í Hlíðarfjalli, í skólunum, félagsþjónustunni eða lagfæra bágborið ástand gatna og gangstétta. Hér skal rætt um tré. Fyrir sextíu árum voru gróðursett tré við Þingvallastræti. Þau skyldu fegra sundlaugarsvæðið og veita því skjól. Gróðursett var lerki, greni og fleiri tegundir. Vafalaust áttu þessi tré misjafna daga því þau voru sum nokkuð frjálslega vaxin, einkum lerkitrén. Kannski voru þau ekki af þeim uppruna að best hæfði Íslandi. Það skiptir þó ekki máli. Í þéttbýli er ekki mest um vert að tré séu bein. Þau eru jafnvel elskulegri sem hafa frjálslegar línur eins og lerkitrén stóru sem stóðu við Sundlaugina. Nýlega var mér sagt að nú hefðu öll þessi tré verið felld. Yfir mig þyrmdi. Er þröngsýnin og fáfræðin allsráðandi? Trén sem stóðu við heitu pottana og rennibrautirnar skýldu sundlaugargestum fyrir norðanáttinni en þau gerðu miklu fleira. Eitt stórt barrtré hefur gríðarmikið flatarmál ef allt er lagt saman. Þess vegna getur tréð safnað á sig mjög miklu ryki. Trén hreinsa loftið og ekki veitir af á Akureyri þar sem allt of margir aka bílum með negldum hjólbörðum sem er óþarfi. Þegar rignir skolast rykið af trjánum og rennur út í sjó. Trén bæta fyrir syndir mannanna. Heiminn vantar fleiri tré. Íslendingar hafa enn ekki lært þá list að hanna mannvirki kringum tré. Hönnuðir vilja byrja með autt blað. Burt með trén. Við þurfum að geta teiknað að vild. Sjálfur hefði ég valið minni rennibraut ef það hefði verið leiðin til að bjarga trjánum og njóta áfram umhverfisþjónustu þeirra. Nei, sundlaugarsvæðið skal verða steinsteypuauðn þar sem norðanáttin nístir bera kroppa og ryk svífur yfir vötnum.Fjárhagslegur ábati af trjámÍ New York kunna menn að meta umhverfisþjónustu trjánna. Þar hefur borgin sett upp vefsjá svo allir megi skoða hvert einasta götutré í borginni. Ef smellt er á eitthvert tré kemur upp gluggi. Þar sést hversu mikið regnvatn tréð temprar á hverju ári. Líka hversu mikla orku það sparar, hversu mikla mengun það hreinsar úr andrúmsloftinu og hversu miklu minni koltvísýringur losnar út í andrúmsloftið í borginni vegna tilvistar þessa eina trés. Allir þessir þættir eru metnir til fjár. Samanlagður fjárhagslegur ábati samfélagsins af þessari þjónustu eins trés nemur gjarnan mörg hundruð dollurum á ári. Vefsjáin heitir New York City Tree Map. Og gúgglið nú! Við Sundlaugina á Akureyri stóðu mörg stór tré sem þjónuðu bæjarbúum og gestum þeirra vel og dyggilega í rúma hálfa öld. Þjónustu þeirra mætti meta á margar milljónir króna. Í hugsunarleysi og heimsku voru þessi tré felld og erfitt að sjá að það sem í staðinn kemur sé dýrmætara. Á Akureyri virðist ekki vera trjáræktarstefna sem að gagni kemur. Á Akureyri virðist fólk ekki vilja sjá gömul tré. Stór, falleg og nytsöm tré eru felld um allan bæ á hverju ári. Íslendingar virðast haldnir eyðimerkureðli. Að minnsta kosti er hér til fólk – lítilla sanda og lítilla sæva – sem tekur rangar ákvarðanir afkomendum sínum til ógagns. Verndum trén!Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun