Kjarni máls Erling Freyr Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2016 07:00 Eftir talsvert tilhlaup, þar sem hann endurnýtti eldgamlar rangfærslur um fjárhag Gagnaveitu Reykjavíkur, tókst forstjóra Símans að komast að kjarna málsins í grein hér í blaðinu 17. nóvember. Gagnaveita Reykjavíkur fagnar allri samkeppni og ánægjulegt að sjá Símann gangast að því að ljósleiðari alla leið sé loksins þeirra framtíðarkerfi. Áður en lengra er haldið, skal því haldið til haga að Gagnaveita Reykjavíkur er dótturfélag OR. Það er að fullu fjármagnað á eigin vegum og skilar góðri framlegð sem endar í fjárfestingum í innviðum Ljósleiðarans og því til hagsbóta fyrir neytendur. Eftir tilhlaupið beindi forstjóri Símans sjónum að tveimur ágreiningsefnum sem nú eru í deiglunni. Annars vegar um það hvort Síminn eigi að geta keypt sér drýgri aðgang að Ljósleiðaranum en önnur fjarskiptafyrirtæki, en við höfum metið áform Símans sem svo að þau ógni þeirri samkeppni, sem hefur byggst upp á því opna og öfluga gagnaflutningsneti sem Ljósleiðarinn er og það teljum við ekki í almannahag. Hitt álitamálið er hvort fjarskiptafyrirtæki sem eru í samkeppni við Símann megi dreifa sjónvarpsefni frá Símanum með sama hætti og Síminn gerir sjálfur. Í því sambandi getum við ímyndað okkur hvort nokkur væri sáttur við það ef Netflix, svo dæmi sé tekið um nýlega sjónvarpsþjónustu, væri eingöngu dreift í tölvur með IP-tölur sem eitt tiltekið fjarskiptafyrirtæki hefði ráðstafað til sinna viðskiptavina. Svoleiðis viðskiptahættir stríða gegn svo mörgu í okkar gildum og viðhorfum.Stundar útilokun á þjónustu Síminn stundar útilokun á þjónustu, sem hefur hingað til á flestum stöðum í heiminum verið öllum opin. Þetta er eins og ef einhver bílasali myndi kaupa sér útvarpsrás og svo takmarka hana við notkun í ákveðinni bílategund. Þú fengir bara K100 útvarpsstöðina í þá bílategund sem hann selur sjálfur. Þrátt fyrir að við eigum ekki eftir að tengja nema eftir 12% heimila í þeim sveitarfélögum sem við höfum skuldbundið okkur til að tengja, þá erum við að fá fjölda fyrirspurna daglega þar sem fólk óskar þess að fá sín heimili tengd gæðasambandi Ljósleiðarans alla leið. Internetið er í eðli sínu opinn vettvangur og við Ljósleiðarafólk leggjum okkar af mörkum að svo verði áfram. Það gerum með því að auðvelda sem flestum fjarskiptafyrirtækjum að keppa um hylli viðskiptavina á jafnréttisgrunni. Út á það gengur Ljósleiðarinn. Forveri Símans hafði um áratugaskeið einokunarstöðu í fjarskiptarekstri og byggði í skjóli þeirrar stöðu upp víðfeðmt og öflugt fjarskiptakerfi. Hefði Síminn ekki fengið samkeppni í uppbyggingu innviða, gæti Míla verið í einokunarstöðu og skelfilegt væri að hugsa til stöðu hraðra netsambanda og samkeppnisumhverfis fjarskipta á Íslandi. Þau heimili sem tengjast okkar neti eiga að geta valið internet frá hverjum sem er, notað grunninnviði frá hverjum sem er og geta horft á það sjónvarpsefni sem er í boði hverju sinni. Það er ekki eðlileg þróun að fjarskipta- og fjölmiðlaveita geti stjórnað hvar þú kaupir innviðaþjónustu með því að kaupa t.d. ólínulegt sjónvarpsefni sem aðeins er í boði ef þú kaupir innviði frá viðkomandi fyrirtæki.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erling Freyr Guðmundsson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Eftir talsvert tilhlaup, þar sem hann endurnýtti eldgamlar rangfærslur um fjárhag Gagnaveitu Reykjavíkur, tókst forstjóra Símans að komast að kjarna málsins í grein hér í blaðinu 17. nóvember. Gagnaveita Reykjavíkur fagnar allri samkeppni og ánægjulegt að sjá Símann gangast að því að ljósleiðari alla leið sé loksins þeirra framtíðarkerfi. Áður en lengra er haldið, skal því haldið til haga að Gagnaveita Reykjavíkur er dótturfélag OR. Það er að fullu fjármagnað á eigin vegum og skilar góðri framlegð sem endar í fjárfestingum í innviðum Ljósleiðarans og því til hagsbóta fyrir neytendur. Eftir tilhlaupið beindi forstjóri Símans sjónum að tveimur ágreiningsefnum sem nú eru í deiglunni. Annars vegar um það hvort Síminn eigi að geta keypt sér drýgri aðgang að Ljósleiðaranum en önnur fjarskiptafyrirtæki, en við höfum metið áform Símans sem svo að þau ógni þeirri samkeppni, sem hefur byggst upp á því opna og öfluga gagnaflutningsneti sem Ljósleiðarinn er og það teljum við ekki í almannahag. Hitt álitamálið er hvort fjarskiptafyrirtæki sem eru í samkeppni við Símann megi dreifa sjónvarpsefni frá Símanum með sama hætti og Síminn gerir sjálfur. Í því sambandi getum við ímyndað okkur hvort nokkur væri sáttur við það ef Netflix, svo dæmi sé tekið um nýlega sjónvarpsþjónustu, væri eingöngu dreift í tölvur með IP-tölur sem eitt tiltekið fjarskiptafyrirtæki hefði ráðstafað til sinna viðskiptavina. Svoleiðis viðskiptahættir stríða gegn svo mörgu í okkar gildum og viðhorfum.Stundar útilokun á þjónustu Síminn stundar útilokun á þjónustu, sem hefur hingað til á flestum stöðum í heiminum verið öllum opin. Þetta er eins og ef einhver bílasali myndi kaupa sér útvarpsrás og svo takmarka hana við notkun í ákveðinni bílategund. Þú fengir bara K100 útvarpsstöðina í þá bílategund sem hann selur sjálfur. Þrátt fyrir að við eigum ekki eftir að tengja nema eftir 12% heimila í þeim sveitarfélögum sem við höfum skuldbundið okkur til að tengja, þá erum við að fá fjölda fyrirspurna daglega þar sem fólk óskar þess að fá sín heimili tengd gæðasambandi Ljósleiðarans alla leið. Internetið er í eðli sínu opinn vettvangur og við Ljósleiðarafólk leggjum okkar af mörkum að svo verði áfram. Það gerum með því að auðvelda sem flestum fjarskiptafyrirtækjum að keppa um hylli viðskiptavina á jafnréttisgrunni. Út á það gengur Ljósleiðarinn. Forveri Símans hafði um áratugaskeið einokunarstöðu í fjarskiptarekstri og byggði í skjóli þeirrar stöðu upp víðfeðmt og öflugt fjarskiptakerfi. Hefði Síminn ekki fengið samkeppni í uppbyggingu innviða, gæti Míla verið í einokunarstöðu og skelfilegt væri að hugsa til stöðu hraðra netsambanda og samkeppnisumhverfis fjarskipta á Íslandi. Þau heimili sem tengjast okkar neti eiga að geta valið internet frá hverjum sem er, notað grunninnviði frá hverjum sem er og geta horft á það sjónvarpsefni sem er í boði hverju sinni. Það er ekki eðlileg þróun að fjarskipta- og fjölmiðlaveita geti stjórnað hvar þú kaupir innviðaþjónustu með því að kaupa t.d. ólínulegt sjónvarpsefni sem aðeins er í boði ef þú kaupir innviði frá viðkomandi fyrirtæki.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun