Kvótakerfið: Kjósendur eiga valið Þorkell Helgason og Bolli Héðinsson skrifar 20. október 2016 07:00 Fyrir skömmu rituðum við grein í Fréttablaðið þar sem við lýstum fyrningar- og útboðsleið. Málið snýst um það hvernig ráðstafa skuli aflahlutdeildunum og innheimta eðlilegan auðlindaarð í gegnum varfærin útboð. Við teljum það raunhæfa málamiðlun. Af þeim flokkum sem bjóða fram í komandi kosningum verður að ætla að hið minnsta Björt framtíð, Dögun, Píratar, Samfylkingin, Viðreisn og Vinstri grænir, vilji að farin verði leið í anda þeirrar sem þar er reifuð. Núverandi stjórnarflokkar, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur, hafa hingað til viljað halda sig fast við óbreytt kerfi sem mun smám saman færa útgerðinni eignarhald á þjóðareigninni, fiskimiðunum, gegn óverulegu afgjaldi. Veiðigjöld hafa verið lækkuð á kjörtímabilinu að tilstuðlan þessara flokka. Á hinn bóginn er augljóst að þrýstingur frá kjósendum fer sívaxandi um að horfið verði frá þessu gjafakvótakerfi eins og það er einatt nefnt. Þessi vilji kjósenda kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012 á þann hátt að meira en 80% þeirra vilja að ákvæði um þjóðareign á auðlindunum sé fest í stjórnarskrá.Bolli Héðinsson hagfræðingur.Hvað vilja ríkisstjórnarflokkarnir? Stefnuskrár stjórnarflokkanna eru afar rýrar um kvótamálin, sé horft til þess sem er að finna á vefsíðum þeirra. Það eina bitastæða, sem fram hefur komið um breytta stefnu úr herbúðum þeirra er frá Jóni Gunnarssyni, alþingismanni og formanni atvinnuveganefndar Alþingis. Hann hlýtur því að teljast helsti talsmaður þessara flokka í kvótamálunum enda heyra þau undir nefnd hans. Jón hefur lýst hugmyndum sínum í grein í Morgunblaðinu 4. júlí sl. svo og í viðtali á morgunvakt á RÁS 1 hinn 19. september sl. Hann telur leið sína vera sáttaleið í þessu lykilmáli þjóðarinnar. Þessi leið verður hér eftir nefnd „ríkisstjórnarleiðin“. Ríkisstjórnarleiðin er í vissulega einföld: Núverandi kvótahafar fái fiskimiðin afhent til langs tíma, væntanlega til eilífðarnóns, gegn því að skila ríkinu broti af þessum verðmætum. Lagt er til að útgerðin skili 5-7% kvótanna til eigendanna, þjóðarinnar, en haldi eftir 93-95% og þá endurgjaldslaust. Þetta gerist í eitt skipti, aðeins í upphafi þurfa útgerðirnar að láta 5-7% aflaheimilda sinna af hendi og síðan ekki söguna meir. Fyrirkomulagið er að vísu fært í flóknari búning; þann að útgerðin haldi kvótunum að fullu en láni ríkinu 5-7% af aflamarki hvers árs sem það geti síðan leigt út til smáútgerðanna. Leigugjaldið, sem ríkið kunni að fá, komi þá í stað veiðigjalds sem útgerðirnar greiða nú. Þar með séu kvótahafarnir kvitt við þjóðina.Fyrning eða smáskil í eitt skipti Hver er munurinn á ríkisstjórnarleiðinni og þeirri hugmynd um fyrningu og uppboð sem hefur lengi legið fyrir? Á þessu tvennu er reginmunur eins dregið er fram í meðfylgjandi töflu. Í þingkosningunum 29. október nk. verða kjósendur m.a. að taka afstöðu til hugmynda um farsæla lausn á áratuga deilumáli, um skiptingu þeirra miklu gæða sem felast í nýtingu fiskimiðanna. Fyrningarleiðin er leið til að hafa opna gegnsæja tilhögun á úthlutun veiðiheimilda þar sem allir standa jafnir og þjóðin sér og veit að tímabundin úthlutun fiskveiðiheimildanna er á valdi þjóðarinnar en ekki forréttindi fárra. Valkostirnir eru vald stjórnmálamanna í bakherbergjum með þeirri óvissu sem því hefur fylgt eða markaðsákvarðanir sem teknar yrðu með útboði fyrir opnum tjöldum með tilboðum frá fyrirtækjum sem gerst þekkja eigin rekstur og vita hvaða upphæðir þeir treysta sér til að bjóða. Vilja kjósendur þá flokka sem hyggjast festa óbreytt ástand í sessi með varanlegri afhendingu nánast allra aflaheimilda til núverandi útgerðarmanna? Eða vilja þeir að farin sé varfærin málamiðlunarleið sem færi auðæfin til baka til samfélagsins? Þessu verður að svara við kjörborðið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Þorkell Helgason Mest lesið Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu rituðum við grein í Fréttablaðið þar sem við lýstum fyrningar- og útboðsleið. Málið snýst um það hvernig ráðstafa skuli aflahlutdeildunum og innheimta eðlilegan auðlindaarð í gegnum varfærin útboð. Við teljum það raunhæfa málamiðlun. Af þeim flokkum sem bjóða fram í komandi kosningum verður að ætla að hið minnsta Björt framtíð, Dögun, Píratar, Samfylkingin, Viðreisn og Vinstri grænir, vilji að farin verði leið í anda þeirrar sem þar er reifuð. Núverandi stjórnarflokkar, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur, hafa hingað til viljað halda sig fast við óbreytt kerfi sem mun smám saman færa útgerðinni eignarhald á þjóðareigninni, fiskimiðunum, gegn óverulegu afgjaldi. Veiðigjöld hafa verið lækkuð á kjörtímabilinu að tilstuðlan þessara flokka. Á hinn bóginn er augljóst að þrýstingur frá kjósendum fer sívaxandi um að horfið verði frá þessu gjafakvótakerfi eins og það er einatt nefnt. Þessi vilji kjósenda kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012 á þann hátt að meira en 80% þeirra vilja að ákvæði um þjóðareign á auðlindunum sé fest í stjórnarskrá.Bolli Héðinsson hagfræðingur.Hvað vilja ríkisstjórnarflokkarnir? Stefnuskrár stjórnarflokkanna eru afar rýrar um kvótamálin, sé horft til þess sem er að finna á vefsíðum þeirra. Það eina bitastæða, sem fram hefur komið um breytta stefnu úr herbúðum þeirra er frá Jóni Gunnarssyni, alþingismanni og formanni atvinnuveganefndar Alþingis. Hann hlýtur því að teljast helsti talsmaður þessara flokka í kvótamálunum enda heyra þau undir nefnd hans. Jón hefur lýst hugmyndum sínum í grein í Morgunblaðinu 4. júlí sl. svo og í viðtali á morgunvakt á RÁS 1 hinn 19. september sl. Hann telur leið sína vera sáttaleið í þessu lykilmáli þjóðarinnar. Þessi leið verður hér eftir nefnd „ríkisstjórnarleiðin“. Ríkisstjórnarleiðin er í vissulega einföld: Núverandi kvótahafar fái fiskimiðin afhent til langs tíma, væntanlega til eilífðarnóns, gegn því að skila ríkinu broti af þessum verðmætum. Lagt er til að útgerðin skili 5-7% kvótanna til eigendanna, þjóðarinnar, en haldi eftir 93-95% og þá endurgjaldslaust. Þetta gerist í eitt skipti, aðeins í upphafi þurfa útgerðirnar að láta 5-7% aflaheimilda sinna af hendi og síðan ekki söguna meir. Fyrirkomulagið er að vísu fært í flóknari búning; þann að útgerðin haldi kvótunum að fullu en láni ríkinu 5-7% af aflamarki hvers árs sem það geti síðan leigt út til smáútgerðanna. Leigugjaldið, sem ríkið kunni að fá, komi þá í stað veiðigjalds sem útgerðirnar greiða nú. Þar með séu kvótahafarnir kvitt við þjóðina.Fyrning eða smáskil í eitt skipti Hver er munurinn á ríkisstjórnarleiðinni og þeirri hugmynd um fyrningu og uppboð sem hefur lengi legið fyrir? Á þessu tvennu er reginmunur eins dregið er fram í meðfylgjandi töflu. Í þingkosningunum 29. október nk. verða kjósendur m.a. að taka afstöðu til hugmynda um farsæla lausn á áratuga deilumáli, um skiptingu þeirra miklu gæða sem felast í nýtingu fiskimiðanna. Fyrningarleiðin er leið til að hafa opna gegnsæja tilhögun á úthlutun veiðiheimilda þar sem allir standa jafnir og þjóðin sér og veit að tímabundin úthlutun fiskveiðiheimildanna er á valdi þjóðarinnar en ekki forréttindi fárra. Valkostirnir eru vald stjórnmálamanna í bakherbergjum með þeirri óvissu sem því hefur fylgt eða markaðsákvarðanir sem teknar yrðu með útboði fyrir opnum tjöldum með tilboðum frá fyrirtækjum sem gerst þekkja eigin rekstur og vita hvaða upphæðir þeir treysta sér til að bjóða. Vilja kjósendur þá flokka sem hyggjast festa óbreytt ástand í sessi með varanlegri afhendingu nánast allra aflaheimilda til núverandi útgerðarmanna? Eða vilja þeir að farin sé varfærin málamiðlunarleið sem færi auðæfin til baka til samfélagsins? Þessu verður að svara við kjörborðið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun